Vikan


Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 5
VTKAN, nr. 30, 1948 Framhaldssaga: ^ti1111111111111111111111111111 JPAHAÐÍS 15 ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD IIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIV^ „Ég elska hafið,“ sagði hún, „og skútuna, hver myndi ekki freistast til að grípa tækifærið til að sigla með henni? Ef þér eruð viss um, að þér viljið taka mig með — -—“ „Hvort við viljum,“ sagði Gay ertnislega. „Vertu eins og fullorðin kona, barnið mitt.“ En augu Clare hvildu á bróður hans. Og Stella sá eða hélt að minnsta kosti, að hún sæi roða- vott í kinnum Harringays. „Þá er það ákveðið mál,“ sagði hann fremur livasst. „Ég skal hringja í Pussy og skýra henni frá þessu- Komdu Gay. Við verðum komnir aftur kl. 1, þið getið gert ykkur eitthvað til dundurs á meðan?" Ungu stúlkurnar kinkuðu kolli og bræðurnir gengu burt. „Svo að þú hafðir gaman af ökuferðinni ?“ spurði Clare jafnskjótt og þeir voru farnir. „Já, mjög gaman.“ „Mér finnst Piers aka eins og óður maður,“ hélt Clare áfram. „Gay ekur líka hratt, en mér fannst þið hefðuð verið hér heila eilífð, þegar við komum?“ „Við komum um það bil stundarfjórðungi áður,“ svaraði Stella og leið ekki vel. „Ekur hann vel?“ „Herra Harringay. Já, snilldarlega. Hann ekur geysihratt, en ég get vel viðurkennt, að ég var hrædd fyrst í stað. En það hvarf brátt. Nú þyrði ég að aka með herra Harringay, hvert á land sem væri,“ sagði Stella áköf. „Vissi hann að þú varst hrædd?“ „Já, það held ég. Ég gat ekki stillt mig um að loka augunum annað veifið, og þú veizt, hvernig maður ósjálfrátt þrýstir sér niður i vagnsætið eins og til að hindra það að maður steypist niður í hyldýpið. Hann hlýtur að hafa séð það.“ „Hægði hann þá ferðina ?“ spurði Clare for- vitnislega. „Nei,“ Stella hló. „Siður en svo.“ „Hrotti," sagði Clare. „Nei, þetta máttu ekki segja,“ sagði Stella í mótmælaskyni. „Þetta er ekki réttmætt. Ég hefði að vísu sagt hið sama fyrir fáum vikum, en ég er farin að skilja hann betur. Hann er bara alveg öruggur og veit fullvel, að hann hefir vald yfir bílnum. Hann hugsar aldrei um nema eitt í einu.“ Nöguð af samviskubiti bætti hún við: „Hann lét sér mjög annt um mig, þegar við komum inn í þokuna. Hann dró úr ferðinni, meðan ég fór í frakkann og hafði með teppi, sem hann fékk mér til að vefja mig í.“ Clare reis óþolinmóð upp af stólnum. „Eigum við ekki að fara á göngu, Stella?“ Langar þig að skoða þennan hræðilega bæ?“ „Ég myndi hafa gaman af að skoða gömlu kirkjuna." svaraði unga stúlkan. „Ég hefi lesið um hana.“ „Já auðvitað, þá skulum við fara og skoða hana, það er ekki verra en að sitja hér og núa saman höndum." Þær gengu saman út á sjóðandi heita götuna, það var hræðilega heitt, miklu heitara en í Paradís. Gangstéttarnar og húsveggirnir endur- vörpuðu hitanum, loftið var eins og bakaraofn. Hæg gola blés frá höfninni, en hún var heit og bar með sér ryk, sem fyllti öll vit. Á götunni úði og grúði af fólki, umferðin ægileg og hávaðinn skelfilegur. Menn með djarfleg augu horfðu á ungu stúlk- urnar og brostu til þeirra, gamlar konur með eikarbrúna húð og svört sjöl yfir herðunum drógu á eftir sér lítil börn. Gildar fiskimanna- konur og blómasölustúlkur gengu fram hjá þeim með körfur sínar á bakinu, ungar stúlkur í þunn- um kjólum með stórar hvítar silkiskýlur yfir höfðinu, gengu hratt og hæversklega hjá þeim með rólegum Madonnuandlitum og litu niður fyrir sig. „Þvílíkur staður," stundi Clare. „En það er fróðlegt að sjá þetta. Þetta er svo ólíkt öllu öðru,“ sagði Stella. „Sjáðu konurnar með stóru vatnsílátin á höfðum sér, hvernig geta þær — —? Og, Clare, horfðu á þenna stóra appelsínurunna hjá litlu dimmu búðinni — og gamla manninn, sem blundar svona rólega.“ „Hérna er kirkjan," sagði Clare þakklát. „Komdu, Stella." Kirkjan var dimm og kyrrlát, það hafði verið haldin guðþjónusta fyrir lítilli stundu, og það ylmaði af reykelsi og jasminum. Það ljómaði af gylltu altarinu á bak við háa ljósastjaka. Stella, sem hafði lesið um þessa gömlu, sér- kennilegu kirkju í bók, er ungfrú Emrys hafði léð henni, vildi helzt stanza i hverju veggskoti, fyrir framan hvern legstein og styttu og sitja fyrir framan altarið og láta sig dreyma aftur til fornaldarinnar. En Clare var eirðarlaus! Það var undarlegt hvað hún var alltaf óró upp á síðkastið. Svona hafði hún ekki verið áður — það sem Stellu hafði þótt svo skemmtilegt og aðlaðandi við hana við fyrstu kynni var það að Clare hafði getað setið grafkyrr — jafnvel dálítið letileg -— tím- unum saman og talað með fallegri rödd sinni. En nú hvíldi ekki lengur nein ró yfir henni. Hún hafði rekið á eftir Stellu að koma og sjá kirkjuna, en nú rak hún á eftir henni til að komast út aftur sem fyrst. „Við verðum að fara aftur. Kannske eru þeir farnir að bíða okkar.“ „Klukkan er ekki ennþá orðin eitt,“ mótmælti Stella, en kom þó með henni. Þær gengu út í hitasvækjuna á götunni. Clare kallaði í leigubíl og þær óku aftur til hótelsins og það stóð heima að bræðumir voru farnir að bíða eftir þeim. „Voruð þið að verzla ?“ spurði Gay. „Nei við höfum ekkert keypt," svaraði Stella. „En við gengum á götunum og skoðuðum svo kirkjuna." „Stella er fæddur ferðalangur," sagði Clare hlæjandi. „En þér Clare?“ spurði Harringay. „Kunnið þér að ferðast?" „Ég er hrædd imi að þar jafnist ég ekki á við Stellu. Ég get ekki hrifist af öllu eins og hún,“ svaraði hún og brosti yndislega til hans. Öll merki um eirðarleysi voru horfin af henni og hún orðin söm og jöfn og áður. „Ég hefi kann- ske séð of margt,“ „Og augu þin eru orðin þreytt," sagði Gay og horfði með tilbeiðslu á hana. „Já, frekar." „En hvað hún er hrífandi,“ hugsaði Stella. Og það varíhún sannarlega, en nú fór hún að tala með fögm röddinni og Stella sat grafkyrr og án þess að nokkur skipti sér af henni meðan þau borðuðu hádegisverðinn á hótelsvölunum. Þegar þau höfðu dmkkið á eftir sterkt, svart kaffi, gengu þau út á götuna. Bílamir stóðu þar við gangstéttina. Clare lagði höndina á hand- legg Gays. „Farðu nú með Stellu með þér, sagði hún, „ég ætla að aka með stóra bróður." Gay var ákaflega ánægður með þessa tilhög- un.. Hann átti enga ósk heitari en að einlæg vinátta gæti tekizt með Clare og Piers. Hún hafði aldrei kallað Pirs þessu nafni fyrr — þau höfðu alltaf verið vingjamleg við hvort annað, en aldrei verið um sanna vináttu að ræða. Gay roðnaði af gleði og augu hans ljómuðu. „Það er rétt af þér,“ svaraði hann og sneri sér að Stellu. „Hoppaðu inn, Stella!" Stella fór upp í bíl Gays. Harringay hjálpaði Clare upp í sinn bil og svo óku þau af stað eftir fjölfarinni göt- unni. „Ég held að þau Piers og Clare séu farin að skilja hvert annað betur en þau gerðu og sé farið að þykja vænt um hvort annað,“ sagði Gay um leið og hann stýrði bílnum í gegnum umferðina. „Ég vissi að þannig hlaut að fara.“ „Já,“ sagði Stella lágt. „Ég er svo glaður yfir því,“ hélt hann áfram. „Ég líka,“ svaraði Stella, en henni fannst tungan í sér vera stirð og átti erfitt með að koma orðunum út úr sér. Þau óku gegnum bæinn og niður að fiskitorg- inu, fundu þar sex lifandi humra, sem komið var fyrir í körfu á gólfið í bíl Gays, því að Harringay vildi ekki vita af þeim hjá sér. „Þér verðið að sjá um þá!“ sagði hann við Stellu. „Ég afneita þeim algjörlega —- þar til þeir verða komnir á matarborðið." „Já, það skal ég gera,“ svaraði hún og dró fætumar upp í sætið og sat á þeim og horfði kvíðafull á körfuna. „Þetta er nú ekki langur tími,“ sagði hann hughreystandi, „þar til þér losnið við alla ábyrgð á þeim.“ Hún hló. En hvað Harringay var vingjam- legur i dag! En brátt kom aftur á hana alvöru- svipur — hún gat ekki tekið gleði sína aftur. Clare sat við hlið Harringay i bil hans og það olli Stellu áhyggjum — það sem i raun og veru virtist svo sjálfsagt og eðlilegt. • „Ég er hrædd,“ sagði hún við sjálfa sig. Þau óku um niður við höfnina. Stella sá stór- ar vörugeymslur, sem á var letrað nafn Harr- ingays, siðan flutningabil, hlaðinn vörum, er ók niður að listisnekkjunni við bryggjuna. Þau námu staðar hér og þar, Harringay heilsaði kunningj- um, gaf snöggklæddum mönnunum skipanir og ók svo áfram. Hann vit'tist eiga hálfa höfnina og allir hneigðu sig með virðingu fyrir honum. Um síðir lauk hann erindum sínum og Tonio og Emilio tóku við bílunum. Fóm þau þá um borð í snekkjuna. Andrúmsloftið varð ekki hreint og tært fyrr en komið var út úr hafnarmynninu. Það var dásamlegt á þilfarinu, öldumar skvömp- uðu við skipshliðarnar og vindurinn hvein i reið- anum. Gay, sem var þreyttur, bjó þægilega um sig í stól á þilfarinu og ungu stúlkumar fóm að dæmi hans, en Harringay gekk fram á til að ræða við Mackinnon skipstjóra. Sólin var að hverfa — hafið varð rauðgullt og ströndin líktist mest einhverjum ævintýraheimi. „Er þetta ekki fagurt?" sagði Stella skömmu siðar lágt við Clare, því Gay var sofnaður. ,,Jú!“ Clare sneri sér örlitið í stólnum og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.