Vikan


Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 30, 1948 „Ég sagði henni frá því, sem skeð hafði nóttina áður.“ „Var það allt og sumt? Þér gátuð þess til dæmis ekki, að þér byggjust við morðákæru á hendur Fraren, og að hún yrði að vera gætin i tali gagnvart lögreglunni ?“ Strachan hvessti augun. ,,Er þetta ekki ein af þeim spurningum, sem ekki er ætlast til að þér spyrjið eða ég svari?“ „Hafið það eins og þér viljið, herra Strachan" Lögreglustjórinn reis á fætur. „Þér virðist vera kunnugur lögunum. Þér vitið t. d., að vitorðs- maður um morð á á hættu jafnstrangan dóm og morðinginn ?“ „Vissulega, Sir Maxwell. Ég veit líka, að yður er ekki heimilt að nota hótanir, hvorki beinar né óbeinar, þegar þér spyrjið vitni. Er nokkuð fleira, sem ég get gert fyrir yður?“ „Ekkert, þakka yður fyrir,“ sagði lögreglu- stjórinn kurteislega. Strachan hafði vissulega gert nóg, hugsaði hann á leiðinni til Kirkcudbright. Ef sagan um bréfðið, sem hann skildi eftir á borði Campbells var rétt — og honum var næst að trúa henni — þá hafði Strachan gert að engu þá skýringu, sem lögreglan hafði með mikilli fyrirhöfn verið að setja saman. Annað hvort hafði Campbell verið lifandi eftir heimsókn Strachans — og þá var ekki um neitt morð á Gatehouse-Kirkcud- brightveginum að ræða — eða þá að einhver annar, hingað til óþekktur, hafi farið inn í húsið eftir miðnætti, og sá maður var vafalaust morð- inginn. Hugsanlegt var auðvitað, að sagan um bréfið væri uppspuni, og að Strachan hefði hitt Campbell heima og drepið hann. Það kom heim við fram- burð Fergusons. En til hvers var hann þá að búa til söguna um bréfið, nema til þess að koma grun á Farren ? Það var hlægilegt, því að eina skynsamlega skýringin á hegðun Strachans að öðru leyti var sú, að hann væri að verja Farren eða í vitorði með honum. Einhver annar — einhver annar. Hver gat það verið? Hingað til hafði saga Fergusons reynzt haldgóð. Fyrst hafði bíllinn komið með líkið, svo hafði Strachan komið — ef þriðji maður hafði komið — en hve það var óheppilegt, að Ferguson skyldi ekki hafa heyrt hann koma! Ferguson — Ferguson. Já, hvað um Ferguson? Hann hafði manna bezt getað farið óséður inn í hús Campbells. Hann þurfti ekki annað en skjótast út og opna hurðina með lyklinum, sem hann hlaut að hafa séð Campbell fela ótalsinnum. En það gat ekki verið — það var fjarstæða. Það var ekki aðeins, að Ferguson hefði fjar- vistarsönnun á reiðum höndum •— lögreglustjór- inn hafði enga oftrú á fjarvistarsönnunum — heldur lét þessi skýring einni mjög mikilvægri spurningu ósvarað. Hvar hafði Campbell verið, pegar Stiaclian kom? Ef Strachan hefði hitt hann, hví skyldi hann þá ekki segja það ? Gerum ráð fyrir, að Strachan hafi fundið Campbell dauðan — að Ferguson hafi verið búinn að drepa hann. Hvað þá? Var Strachan í vitorði með Ferguson? Hér var loksins raunveruleg skýring. Allir erfiðleikar lögreglunnar stöfuðu af því, að hún gerði ráð fyrir, að einn málari hefði staðið að morðinu. Ferguson hefði getað framið morðið og aflað sér fjarvistarsönnunar með því að fara til Glasgow og Strachan orðið eftir til að setja slysið á svið og mála myndina. Sagan um áflogin við Farren og slysið i nám- unni var næsta ótrúleg. Strachan hafði verið upp (við Newton Stewart allan tímann. Heim- ferð hans eftir hliðargötunni milli Creetow og Anwoth Kirk var sennilega hægt að fá stað- festingu á; og kom allvel heim við tímann, sem þurfti til að fara með líkið til Minnoch, mála myndina og komast á brott. En — til hvers var það að blanda Farren í málið. Gat Strachan ekki fundið einhverja betri skýringu á fjarveru sinni um nóttina en þá að þurfa að blanda bezta vini sínum í hana ? Og það auk þess manni, sem sjálfur lá undir grun? Til þess þurfti kaldrifjaðri þorparahátt en hægt var að ætla Strachan. En hann var skarpskyggn náungi, sem sá að hverju spurningar manns stefndu áður en þær voru bornar fram. Maður, sem einmitt gæti lagt á svona ráð fyrirfram. Hann var kænn, að hann skyldi láta sér detta í hug að fara með þennan hatt upp til Falbae og skilja hann eftir á barmi námunnar. En hann FELUMYND Hvar er sá sem prinsessan bíður eftir? hafði sýnt sigurhrós sitt of augljóslega, þegar hann var að segja frá honum. Lögreglustjórinn var ánægðari en hann hafði verið um langt skeið. Hann gekk jafnvel svo langt að fara til Wimsey til að segja honum frá þessu. En Wimsey var ekki heima. 22. SAGA GRAHAMS. „Ég vildi óska,“ sagði Waters gremjulega, „að þú fengir þér eitthvað að gera. Af hverju ferðu ekki að veiða, eða í bílferð? Mér er ómögu- legt að mála, þegar þú ert alltaf að snuðra í kringum mig. Það setur mig alveg út af laginu.“ „Það er leiðinlegt," sagði Wimsey. „Mér þykir svo gaman að þvi. Mér þykir ekkert eins skemmtilegt og að horfa á aðra vinna. Hefurðu tekið eftir, hvað gatnagerðarmennirnir með loft- hamrana í London eru vinsælir? Fólk stendur í kringum þá timunum saman í stórhópum, þó að hávaðinn sé að því kominn að sprengja í því hljóðhimnurnar. Hversvegna stendur það þarna? Til þess eins að njóta ánægjunnar af því að vera iðjulaust meðan aðrir vinna.“ „Það getur vel verið," sagði Waters. „En hávaðinn kemur í veg fyrir, að það heyri ummæli verkamannanna um hátterni þess. Hvernig heldurðu að þér líkaði, að ég væri að snuðra í kringum þig, þegar þú ert að rannsaka mál?“ „Það gegnir öðru máli,“ sagði Wimsey. „Það sem mestu máli skiptir í málrannsókn er leyndin. En þú mátt snuðra í kringum mig ef J>ú villt." „Ágætt! Farðu að fást við málrannsókn, og þegar ég er búinn með þessa mynd, kem ég að snuðra í kringum þig.“ „Þú þarft ekki að ómaka þig neitt,“ sagði Wimsey glaðlega. „Þú getur snuðrað í kringum mig núna. Það kostar ekkert." „Jæja, svo þú ert að rannsaka mál núna?“ „Eins og hvað annað. Ef þú gætir tekið lokið af kollinum á mér, mundirðu sjá hjólin snúast ákaft." „Ég skil. Þú ert vænti ég ekki að rannsaka mig.“ „Það er það sem allir vona alltaf.“ Waters leit á hann hvasst og órólega og lagði frá sér litaspjaldið. „Heyrðu, Wimsey — þú ert vænti ég ekki með neinar getsakir? Ég er búinn að segja þér allt um ferðir mínar, og ég geri ráð fyrir, að þú trúir mér. Það er afsakanlegt þó að lögreglan sjái ekki nema það, sem liggur í augum uppi, en ég hafði haldið, að þú hefðir að minnsta kosti snefil af heilbrigðri skynsemi. Ef ég hefði myrt MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Maggi: Bíddu á meðan ég athuga, hvar þetta á að vera. 2. Maggi: Amma! Hvar á að láta diskana? 3. Nú fór illa! 4. Maggi: Vertu ekki að ómaka þig, amma, við vitum, hvar diskarnir eiga að vera. Raggi: Þú hirðir þá heilu, Maggi, ég fer með hitt i öskutunnuna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.