Vikan


Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 6
6 ravgul augu hennar leituðu fram í stafninn, þar sem Harringay stóð aleinn, reykti vindling og starði út á hafið. ,,Ég ætla að hreyfa mig svolítið," sagði hún. „Nei, sittu kyrr, Stella, annars vekur þú Gay.“ Hún stóð hljóðlega á fætur og læddist burt. „Hvers vegna hefði ég átt að vekja Gay frem- ur en hún,“ hugsaði Stella. En hún gerði sér mæta vel Ijóst, hvers vegna Clare vildi hana kyrra, þar sem hún var. Hún ætlaði að fara og tala við Harringay. Já, en hvers vegna ætti hún ekki líka að gera það ? Ekki vissi Stella það, en hún var óróleg, meira en það — hún var hrædd! Clare hafði gengið aftur eftir skipinu, aftur í skut og hvarf þar. Nú birtist hún aftur fram í stefni, stóð við hlið Harringays og sagði eitthvað við hann. Hún hafði verið að biðja hann um vindling. Stella sá hann draga fram vindlinga- veskið, sá Clare taka vindling og Harringay halda lófunum um iogann meðan Clare var að kveikja í. Skyldi hún koma aftur? Stellu fannst það ósegjanlega mikilvægt, að hún kæmi strax aftur. En Clare kom ekki, hún stóð þama kyrr við hlið stóra mannsins, talaði iágt og brosandi og stóð fast upp við hann. Stella horfði á þetta stórum augum og við hlið hennar svaf Gay. 9. KAFLI. Stella sat við snyrtiborð sitt og studdi hönd undir kinn. Álútt höfuð hennar speglaðist í spegl- inum, sorgmædd augun og alvariegur, rauður munnur hennar. Þetta var falleg mynd, sem speg- illinn sýndi af henni — miklu fallegri mynd en fyrir sex vikum, — hún var orðin mikiu þroska- legri á þessum tíma. Já, Stella hafði breytzt mikið, bæði í útliti og hið innra, síðan hún kom til eyjarinnar. Sólin hafði haft áhrif bæði á hár hennar og húð — hún var orðin fallega og jafnt sólbrunnin, kinnar hennar orðnar rjóðari og augu hennar minntu frekar en áður á bláklukkur. Þau virtust líka vera stærri vegna bauganna, sem komnir voru í kringum þau í seinni tið. Mjúkt hár hennar var nú orðið alveg gyllt og fór vel við ljósbrúna húð hennar. En það var ekki nóg með það — holdafar hennar hafði breyzt, hún orðin grennri og kvenlegri, þrátt fyrir íburðarmiklu máltíðim- ar á Paradís. Bros hennar var alltaf jafnglað- legt, en allt það bamalega í fari hennar horfið — hún hafði því þroskazt og elzt á þessum sex vikum, og fór sú breyting henni vel. Sjálf hafði hún .enga hugmynd um þetta. Hún var ekki vön því að athuga sjálfa sig nákvæm- lega, þegar hún leit í spegil. Að vísu gat hún ekki annað en tekið eftir breytingunni á hári sínu og gladdist yfir henni, en þegar hún bar saman sólbrennda húð sina og húð Clare, sem var alltaf jafnljós, fannst henni hún vera hræði- lega útitekin. En þó að Stella væri blind fyrir framfömn- um i útliti sínu, var hún sér þess meðvitandi, að hún var breytt hið innra og harmaði það. Því að það var sannarlega hörmulegt, að þykja svona vænt um Paradís, fjölskylduna — og alla eyjuna. Og hún hafði engan rétt til þess að bera slíkar tilfinningar í brjósti. Sex vikur var hún búin að vera á þessum stað og með þessu fólki, sem verið hafði henni með öllu ókunnugt, en nú var þetta orðið heimili hennar, já, meira en heimili. Hún hafði orðið hugfangin af staðnum við fyrstu sýn og ást henn- ar á honum nú orðin að ástriðu. Litla húsið heima í Somerset, garðurinn, litla, hvíta herbergið hennar undir þakskegginu, bóka- herbergið með gömlu, þægilegu stólunum og stóra aminum, þorpið, skógamir og sléttumar — allt, sem hún hafði þekkt og elskað — hún hugsaði til þess alls, reyndi að kalla það fram í huga sinn, en minningin um það var folnuð og orðin áð engu. „Ég gæti ekki farið þangað aftur. En svona á ég ekki að hugsa. Hvers vegna geri ég það samt.“ „Hvað er að mér?“ Það var ekki af því að hún væri svo afar hamingjusöm- á Paradís. Auðvitað var hún að mögu leyti hamingjusöm, en hún var jafnframt því áhyggjufull, áhyggjufyllri en hún hafði VIKAN, nr. 30, 1948 nokkra sinni verið. Og ekki var það heldur af því, að hún hefði það svo skemmtilegt. Hún var með í öllum boðum á Paradís, en þau voru ekki mörg. Frú Freeland bauð henni aldrei og lét yfirleitt eins og hún væri ekki til og allar hinar ensku fjölskyldurnar fóru bara eftir þvi sem Pussy vildi í því efni. Stella var aldrei boðin í strandveizlur eða ,,kokteil“-boð, sem haldin voru Clare og Gay til heiðurs. Hún var heima og vann í skrifstofunni, eða hjálpaði ungfrú Emrys og sat ein með henni kvöld eftir kvöld. Herra Har- rigay minntist aldrei framar á það atriði. Senni- lega hafði hann gleymt því, eða komizt að þeirri niðurstöðu að framkoma frú Freeland væri al- veg lýtalaus, eins og Stella hafði sjálf sagt. Stella skildi ekki sjálfa sig, — henni fannst hún bara svo nátengd þessum fagra stað, að hún gæti aldrei rifið sig aftur burt frá honum. Þar sem hún sat fyrir framan spegilinn, rifj- aði hún upp í huganum það, sem borið hafði við síðustu þrjár vikumar, — eða síðan Harrin- gay hafði ekið henni yfir eyjuna. Sá dagur hafði byrjað svo yndislega, en endað með áhyggjur og illt hugboð. Þetta hafði lagzt yfir hana í fyrstu sem lítill, dimmur skuggi og Stella hafði reynt að hrista hann af sér og sagt við sjálfa sig að þetta væri heimska og ímyndun ein, en skugginn stækkaði og dökknaði og hékk ógnandi yfir höfði Stellu og íþyngdi henni. Hún var viss um að enginn annar en hún hafði séð þennan skugga illra hug- boða, sem vofði yfir þeim. „Auðvitað getur mér skjátlazt, — jafnvel núna —.“ En undir niðri var hún sannfærð um að sér skjátlaðist ekki. Clare var — ó, ekki ástfangin, það vildi Stella ekki viðurkenna, heldur mjög löðuð að Harringay. Manninum, sem hún hataði og hafði kallað mannapa og var bróðir Gays — bróðir mannsins, sem hún var trúlofuð. Það var greinilegt, að Gay var með öllu grun- laus. Sömuleiðis ungfrú Emrys og Pussy, allir nema ef til vill frú Gavarro. Það gat enginn vitað, hvað frú Gavarro vissi eða grunaði. Hún myndi vera þögul. - ✓ s <3 Mamman: Heyrðu, elskan, ég hélt þú værir úti að leika þér við Lilla — hvað er að þér? Pabbinn: Ég er svo slæmur i höfðinu, elskan. Mér finnst höfuðið á mér vera að klofna. Þú veizt, að ég er ekki vanur að kvarta, en ég held þú ættir að hringja í lækninn. Læknirinn: Já, það er læknirinn. Ég er ákaf- lega upptekinn, en ég skal reyna að líta inn um leið og ég fer á spítalann. Læknirinn: Hum, eins og ég hélt, ekkert að honum, ekkert að honum. Læknirinn: Verið þér sælar, og hringið £kki í mig aftur. Það er ekkert að þessu barni. Vinnukonan: En læknir —. Mamman: Hvernig líður þér, elskan? Ég skil ekk- ert i, að læknirinn skuli ekki vera kominn enn. Ég ætla að hringja í hann aftur. Pabbinn: Nei, vertu ekki að því. Mér líður betur núna. Auk þess held ég við ættum að fá okkur ann- an lækni, úr þvi að þessi er svona svikull.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.