Vikan


Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 11

Vikan - 22.07.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 30, 1948 11 Framhaldssaga: 26 Grunsamlegar persónur Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers Strachan þagnaði og lögreglustjórinn óskaði honum til hamingju. „Jæja, ég lá þarna æðistund. Það var yndis- iegt veður, sólskin og vindur, og mér fannst heimurinn undurfagur. Ég titraði eins og strá í vindi og var bæði svangur og þyrstur." „Hvað haldið þér að klukkan hafi verið?“ „Ég get ekki sagt um það með vissu, því að úrið mitt hafði stanzað. Það er armbandsúr og hlýtur að hafa rekizt á í fallinu. Ég hvíldi mig æðistund — sennilega hálftíma — og stóð svo upp og reyndi að átta mig á hvar ég var. Námurnar eru dreifðar um allstórt svæði. og ég þekkti ekki staðinn. En von bráðar fann ég iæk og fékk mér að drekka úr honum og dýfði höfðinu ofan í vatnið. Ég hresstist við það, en um leið sá ég, að ég var með feiknmikið glóðar- auga eftir högg Farrens, og auk þess var ég allur skrámaður eftir fallið. Ég er enn með kúlu á hnakkanum á stærð við egg; ég hugsa. að það högg hafi svift mig meðvitund. Næst lá fyrir að finna bílinn. Ég reiknaði út, að ég hlyti að vera um þrjá kílómetra frá Falbae, og ályktaði, að ef ég fylgdi læknum, mundi ég fara í rétta átt, og ég lagði af stað niður með læknum. Það var brennandi sólarhiti og ég hafði týnt hattinum. Funduð þið hann kannske ?“ „Já, en við vissum ekki, hvað við áttum að gera. við hann. Hann hlýtur að hafa dottið af yður í áflogunum við Farren, og fyrst héldum við að það væri hatturinn hans, en frú Farren sagði, að svo væri ekki, og þá vissum við ekki, hvað við áttum að halda.“ „Jæja, nú vitið þið það, og það ætti að vera næg sönnun fyrir, að saga mín er rétt, að þið skylduð finna hann, finnst yður ekki?“ Lögreglustjórinn hafði einmitt verið að hugsa það sama, en sigurhreimurinn í rödd Strachans vakti hjá honum tortryggni. Hvað hefði verið auðveldara en að fleygja hattinum á hentugan stað einhvern tíma frá þriðjudegi til föstudags, og nota hann sem sönnun fyrir sögu sinni? „Hugsið. ekki um, hvað mér finnst, herra Strachan. Haldið áfram. Hvað gerðuð þér næst?“ „Ég hélt áfram niður með læknum og von bráðar kom ég auga á bílinn á veginum. Hann var á sama stað og ég hafði skilið hann eftir og klukkan í honum var fimmtán mínútur yfir tólf.“ % „Sáuð þér engan á leiðinni tilbaka?“ „Jú, ég sá einn mann. En ég lagðist niður þangað til hann var kominn í hvarf.“ „Hvervegna?“ „Af því — já af þvi að ég var ekki reiðu- búinn að svara neinum spurningum. Ég vissi ekki, hvað orðið hafði af Farren. Mér var ljóst, að ekki leyndi sér, að ég hafði átt í brösum, og ef lík Farrens ætti eftir að finnast í einhverri námunni, gæti það orðið óþægilegt fyrir mig.“ „En auðvitað — “ „Já, ég veit hvað þér ætlið að segja. Ef ég héldi það, hefði ég auðvitað átt að segja ein- hverjum frá þvi og safna saman leitarflokk. En sjáið þér ekki, að vel var hugsanlegt, að Farren hefði áttað sig og snúið heim aftur. Það hefði verið frámunalega bjánalegt að hefja leit og vekja hneyksli út af engu. Mér virtist, að ráð- legast væri fyrir mig að fara heim í kyrrþey og komast fyrir, hvað raupverulega hafði skeð. Mér gekk böngulega að koma bílnum i gang. Ég hafði skilið eftir Ijós á honum um nóttina til þess að eiga hægra með að finna hann aftur, og rafgeymarnir voru tómir. Ég varð að snúa honum í gang með sveifinni, og það var erfitt. Það eru stórar vélar í þessum Chrysler 70. Samt tókst mér að koma honum í gang eftir stundar- fjórðungs erfiði — “ „Þér hefðuð hlotið að geta fengið hjálp á bænum." Strachan bandaði óþolinmóður hendinni- „Er ég ekki búinn að segja yður, að ég kærði mig ekki um að vekja eftirtekt á mér? Satt að segja var ég allan tímann dauðhræddur um, að einhver heyrði til mín og kæmi til að sjá, hvað væri að. En enginn kom. Sennilega hafa allir verið að borða. Ég hafði gamla derhúfu og leðurjakka í bílnum og ég snyrti mig til eins og bezt ég gat og komst inn á hliðarveginn — þann sem liggur um Knockeans. Hann liggur yfir Skyrelækinn rétt handan við Glen og kemur inn á aðalveginn hjá Anwoth Auld Kirk. Ég kom heim um hálftvöleytið." Lögreglustjórinn kinkaði kolli. „Var fólkið yðar órólegt yfir, að þér skylduö hafa verið að heiman alla nóttina?" „Nei. Ég gleymdi að segja, að þegar ég fann bréfið frá Farren, fór ég upp til konunnar minnar og sagði henni, að ég hefði verið kallaður burt, og að ég vildi ekki, að neitt yrði minnst á það.“ „Einmitt. Hvað gerðuð þér þegar þér komuð heim ?“ „Ég hringdi í McClellan Arms krána í Kirk- cudbright og bað þá að gera svo vel að senda skilaboð til Farrens og biðja hann að hringja til mín út af veiðiferð sem við hefðum ákveðið. Siminn hringdi hálfri stundu síðar á meðan ég var í baði. Það var frú Farren. Hún sagði, að Hugh væri ekki heima, en spurði hvort hún gæti ekki tekið skilaboð til hans. -Ég sagði henni að tala ekki um þetta við neinn í bili, en að ég skyldi koma til hennar þegar ég væri búinn að borða, með því að ég hefði mikilvæg tíðindi að færa henni. Henni varð hverft við og ég spurði hana, hvort Hugh hefði komið heim um nóttina. Hún kvað nei við. Ég spurði hana þá, hvort nokkur vandræði hefðu orðið út af Campbell og hún játti því. Og ég sagði henni að minnast ekki á það við neinn heldur, og að ég kæmi eins fljótt og ég gæti.“ „Hve mikið sögðuð þér konunni yðar um þetta?“ „Bara að Farren hefði reiðst og hlaupið að heiman, og að hún mætti ekki undir neinum kringumstæðum minnast á það við neinn, og heldur ekki að ég hefði komið svona seint heim og illa útleikinn. Þegar ég var búinn að laga mig til, borðaði ég miðdegisverð, enda hafði ég orðið fulla þörf fyrir að borða.“ . „Því trúi ég. Fóruð þér svo til Kirkcudbright á eftir?“ „Nei, ég fór ekki.“ „Hversvegna ekki?“ Það var eitthvað uggvænlegt og ertandi í þrákelknislegri spurningu lögreglustjórans. — Strachan ók sér órólega í sætinu- 1 „Ég hætti við það.“ „Hversvegna?" „Ég ætlaði auðvitað að fara.“ Strachan virtist tapa sér rétt sem snöggvast, en hélt svo áfram. „Við borðum miðdegisverð um miðjan daginn v'egna litlu telpunnar okkar. 1 þetta skipti borð- uðum við steikt lambakjöt. Ég var ekki tilbúinn að borða fyrr en eftir klukkan tvö. Það var seinna en venjulega, en þær biðu í von um að ég kæmi. Mig langaði í kjötið, og ég vildi ekki, að þjónninn sæi, að neitt óvenjulegt væri á seiði. Við borðuðum því í ró og næði og vorum ekki búin fyrr en klukkan nærri þrjú. Hún mundi vera orðin kortér yfir áður en ég yrði tilbúinn að fara hugsaði ég. Ég fór út til að opna hliðið fyrir bílinn. Ég sá Tom Clark koma ofan af golfvelli. Rétt fyrir utan hliðið hjá mér mætti hann lögregluþjóninum í Gatehouse. Þeir sáu mig ekki fyrir limgirðingunni." Lögreglustjórinn gerði enga athugasemd. Strachan kingdi og hélt svo áfram. „Lögregluþjónninn sagði, „er borgarstjórinn uppi á golfvelli?" Clark sagði, „já hann er þar.“ Lögregluþjónninn sagði, „ég þarf að ná í hann. Herra Campbell fannst dauður upp við Newton- stewart.“ Siðan héldu þeir af stað upp veginn og ég heyrði ekki meira. Ég fór inn til að hugsa málið.“ „Hvað hugsuðuð þér?“ „Ég komst ekki að neinni niðurstöðu. Ég gat ekki séð hvernig þetta gat haft áhrif á mig. En mér fannst stundin ekki heppileg til að fara til frú Farren. Það gæti vakið umtal. Að minnsta kosti vildi ég hugsa mi$j betur um.“ „Var þetta það fyrsta, sem þér heyrðuð um dauða Campbells?“ „Já, auðvitað. Fréttin var rétt að byrja að berast út.“ „Kom yður þetta á óvart?“ „Auðvitað.“ „En þér hlupuð ekki af stað, eins og allir aðrir hefðu gert, til að fá frekari upplýsingar?“ „Nei.“ „Hversvegna ekki?“ „Því i fjandanum spyrjið þér að þvi? Ég gerði það ekki, það er allt og sumt.“ „Ég skil. Þegar Pétur Wimsey lávarður kom til yðar um kvöldið, voruð þér þá ekki enn búinn að fara til Kirkeudbright?“ „Nei.“ „Hann færði konunni yðar fréttina um dauða Campbells. Var hún búin að heyra það áður?“ „Nei. Mér var ókunnugt um einstök atriði, og ég taldi réttara að minnast ekki á það.“ „Sögðuð þér Pétri lávarði, að þér væruð búinn að frétta um það?“ „Nei.“ „Hversvegna ekki’?“ „Ég hélt að konunni minni myndi þykja það skrítið, að ég skyldi ekki minnast neitt á það við sig.“ „Var nokkuð minnst á glóðaraugað ? “ „Já. Ég — ég gaf ranga skýringu á því.“ „Hversvegna ?“ „Ég gat ekki séð, að Wimsey kæmi þetta neitt við.“ „Og hvað hélt konan yðar um þessa skýringu?" „Ég skil ekki hvað yður kemur það við.“ „Voruð þér, þegar þetta var, á þeirri skoðun, að Farren hefði framið morð?“ „Það var ekki um neinn morðgrun að ræða þá.“ „Einmitt, herra Strachan. Það er þessvegna, sem hegðun yðar er svo undarleg. Þér fóruð til frú Farren seint þetta kvöld?“ „Já.“ „Hvað sögðuð þér við hana?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.