Vikan


Vikan - 04.11.1948, Síða 3

Vikan - 04.11.1948, Síða 3
'V'IKAN, nr. 45, 1948 3 Löngum hefur verið um það talað og skrifað, að Island væri langt frá öðrum löndum, úti á ,,hala veraldar“, einangrun þjóðarinnar mikil, enda hefur á umliðn- um öldum oft farið í það langur tími að komast að og frá landinu. Samgöngur i landinu sjálfu hafa lengst af verið svo slæmar, að það hefur jafnvel tekið lengri tíma að fara „landshornanna í milli“ en til útlanda. Nú er þetta gerbreytt, nú eru samgöng- urnar að verða svo góðar, að sumum finnst jafnvel nóg um hraðann og hringiðuna, eru hræddir við, að þjóðin þoli ekki að Bergur G. Gíslason stórkaupmaður við vera í þjóðbraut, kunni eigi að gæta formannsstörfum og hafði þau með hönd- (Sjá forsíðu) flugmaður þess, en Vilhjálmur Þór var fyrsti formaðurinn. Flugferðir félagsins hófust 2. maí 1938, en það hafði þá ný- lega fengið hingað til lands fjögurra far- þega sjóflugvél. Örn Ó. Johnson var ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins í júní 1939. Hann hefur gegnt því starfi síðan. Aðalaðsetur félagsins var flutt til Reykjavíkur vorið 1940 og þá var nafni þess breytt í Flug- félag íslands. Á þeim tímamótum tók 1 haust flutti Plugfélag- Islands allar sláturafúrðir bænda í öræfum til Reykjavíkur. Flug- vélin „Gljáfaxi" fór 13 ferðir milli Reykjavíkur og Fagurhólsmýrar í þessu skyni og flutti alls um 65 smálestir. Myndin sýnir, er verið er að hlaða „Gljáfaxa" kornvöru á Reykjavíkur- velli. (Pétur Thomsen tók myndina). sjálfrar sín á þessum mannamótum. Hvað sem um það er eða verður eru auknu samgöngurnar, umferðin, staðreynd, sem ekki verður flúin. Þeim vandkvæðum, sem henni fylgja, verður að taka og leysa þau eftir beztu getu, eins og önnur vanda- mál lífsins, það er gagnslaust að spyrna á móti þessari þróun. Fyrir nokkrum áratugum var ekki hægt r.ð ferðast hér á landi nema fótgangandi eða á hestum, landið vegalaust, en nú teygja akbrautirnar sig út um allar jarð- ir og svo er loftið orðið í seinni tíð „fjöl- farinn vegur“! Flugsamgöngurnar eru orðnar stór- merkur þáttur í athafnalífi þjóðarinnar. íslendingar hafa borið gæfu til að eignast á því sviði dugnaðar- og hæfileikamenn, sem hafa skilið nýja tímann rétt og lyft Grettistaki á fáum árum, og með því sýnt og sannað, að þjóðin getur líka „siglt í loftinu“, sér til gagns og sæmdar. Vikan flytur nú forustugrein um Flug- félag íslands og myndir frá starfsemi þess. Þetta félag er ekki nema rúmlega tíu ára gamalt, en hefur unnið mikið og gott þjóðþrifastarf. Fyrirrennari þess var Flugfélag Akureyrar, stofnað á Akureyri ?. júní 1937. Agnar Kofoed-Hansen, nú- verandi flugvallastjóri ríkisins, var aðal- hvatamaður að stofnun þess og varð hann strax framkvæmdarstjóri félagsins og um fram til ársins 1945, að Guðmundur framkvæmdastjóri Vilhjálmsson varð formaður félagsstjórnarinnar, en með honum eiga nú sæti í félagsstjórninni Bergur G. Gíslason, Jakob Frímannsson, Richard Thors og Friðþjófur Ó. Johnson. Starfsmenn Flugfélags Islands eru nú Fyrsta flugvél Flugfélags Islands. Hún var af ,,Waco“ gerð og bar 3—4 farþega, auk flug- manns. Starfræksla hennar hófst 2. maí 1938. Á myndinni sjást þeir Agnar Kofoed-Hansen, flugvallastjóri ríkisins, sem þá var flugmaður félagsins, og Kristinn Jónsson, afgreiðslumaður Flugfélags Islands á Akureyri. (Edvard Sigur- geirsson tók myndina). áttatíu. Flugmennirnir eru 15, 20 vél- virkjar, 3 loftskeytamenn, 2 loftsiglinga- fræðingar, 5 flugþernur, 16 vinna skrif- stofustörf, 3 bifreiðastjórar, 1 birgða- vörður, 1 trésmiður, 2 veitingastörf, 12 ræsting og önnur störf. Flugvélaeignin er níu vélar: 1 „Sky- master“vél, með sætum fyrir 40 farþega og 10 manna áhöfn (og auk þess „kojur“ fyrir 6). 2 „Douglas“vélar, með sætum fyrir 21 farþega og 4 manna áhöfn. 3 „Cataline“flugbátar, með sætum fyrir 20 —22 farþega og 4 manna áhöfn. 1 „Grumman“flugbátur, tekur 6—7 far- þega. 1 „De Havilland“landflugvél, tekur 8 farþega, og 1 „Norseman“sjóflugvél, tekur 5—6 farþega. Vélar Flugfélags Islands halda uppi ferðum innanlands, frá Reykjavík, til þessara staða: Isafjarðar, Hólmavíkur, Akureyrar, Kópaskers, Egilstaða, Seyðis- fjarðar, Neskaupstaðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Hornafjarðar, Fagui'- hólsmýrar, Kirkjubæjarklausturs, Vest- Framhald á bls. 7. „Gullfaxi" á í'lugi yfir Reykjavík í september 1948. (Þorsteinn Jósepsson tók myndina). Flugfélag íslands

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.