Vikan


Vikan - 04.11.1948, Síða 12

Vikan - 04.11.1948, Síða 12
12 VIKAN, nr. 45, 1948 „Þér hafið gert það, sem ég vonaði að þér gerðuð. Þér gerðuð boð eftir mér og trúðuð mér fyrir hræðslu yðar." „Og hvað ætlið þér svo að gera?" spurði unga stúlkan. „Ég veit ekki. Ég get ekki ennþá ákveðið það. En ég mun senda Piers skeyti strax og biðja hann að koma. Ég fæ mann minn til að láta Fernando sækja hann í flugvélinni." „Og ætlið þér svo að segja honum frá grun yðar þegar hann kemur?" „Hvernig get ég það. Ég get ekki ákært hana án þess að hafa einhverjar sannanir. En segið mér eitt," sagði hún snöggt, „— er Piers einnig orðinn ástfanginn af henni." „Ég veit það ekki,“ svaraði Stella og horfði á titrandi hendur sínar. „Ég veit ekkert um það, annað en að hún hefur reynt að gera hánn ást- fanginn af sér. Um tilfinningar hans veit ég ekk- ert." Þetta var ekki satt, en hún vildi ekki svikja Harringay. „Hvernig sem tilfinningum hans er varið, mun hann aldrei láta undan í því efni," sagði frúin. Stella leit upp. „Ég get ekki trúað því," sagði hún. „Haldið þér í rauninni að Clare geri Gay nokkuð til miska?" „Ég held að hún gefi honum inn eitur," svar- aði hin. „En hvernig getur hún það ? það er enginn möguleiki á þvi." „Það er alltaf auðvelt. Bara of stóran skammt af lyfi hans. Það er mikið „arsinik" í því —- hættulegt eitur. Og hver myndi komast að því — eða láta sig gruna það?" „En hún getur ekki gefið honum of mikið. Það er aðeins lítið eftir af því, og læknirinn veit ná- kvæmlega hversu mikið það er. Hann kæmist strax að þvi ef hún gæfi honum meira." „Kom ekki aukaskammtur með frá Lissabon til vara?" „Jú, stór flaska. En Clare sjálf missti hana á gólfið og braut, svo að allt eyðilagðist. Lækn- irinn var þá hérna og Harringay einnig. Þá sjáið þér —“ „Já, það hefir brotnað flaska, en það þarf ekki að hafa verið lyf í henni, Stella. Það gat verið búið að tæma hana og önnur flaska með lyfinu falin. Litað vatn gat hafa verið i brotnu flösk- unni. Mjög einfalt allt saman." ,,Ó,“ stundi Stella, augu hennar voru dökk af hræðslu og fölt andlit hennar virtist verða ennþá minna. Spánska konan greip aftur hönd hennar. „Látið ekki líða yfir yður, barnið gott. Þetta hefir verið hræðilegt áfall fyrir yður, — og svo er hitinn óþolandi. Mér þykir þetta leitt — þetta er ekki fyrir kornunga stúlku til að fást við. En þér verðið að herða upp hugann." „Ég — ég er alveg róleg." Með áreynslu gat Stella hert upp hugann. „Þér hafið leyfi til að hafa yðar skoðanir á þessu, frú. Þér hafið borið Clare hræðilegum ásökunum, en ég trúi þeim ekki. Ég veit, að hún er ástfangin af Harringay og ég veit, að hún hefir gert allt til að ganga i augun á honum. Og ég — ég get trúað því, að hún hafi kastaði Chang fram af klettinum. Af- brýðisemi gæti komið fólki til að fremja slíkt, og kvöldið áður gerðist nokkuð, sem gat gert hana afbrýðisama — ef það er þá hægt að vera afbrýðisamur við hund. En enda þótt það sé hræðilegt, þetta með Chang, er það ennþá hræði- legra, sem þér eruð að gefa í skyn. Clare fær reiðiköst — ég hefi sjálf séð hana þannig, og hún hefði getað undir þeim kringumstæðum drepið Chang. En að reyna að gefa Gay eitur — sjá hann þjást og kveljast, nei, nei, hún er ekki illmannleg. Hún er ung, ensk stúlka og menntuð, drottinn minn, og nú ætlið þér að á- saka hana fyrir morðtilraunir — hana Clare!" „Ég saka hana um það, sem fólk af hennar tagi gerir oft, Stella," svaraði frúin róleg. „Það drepur í reiðiköstum sínum, en getur einnig gert það á mjög kænan hátt og eftir að hafa ihug- að það lengi. Það er gætt mikilli þolinmæði og ef það er ólmt i eitthvað, á það enga miskunn- semi til." „Það.'“ át Stella upp dauðskelfd. „Við hvaða fólk eigið þér?" Senora Gavarro horfði um stund þögul á hana, sá fölgrátt, unglingslegt andlit hennar og skelfd augun. Stúikan var þegar orðin of skelfd — það var ekki þorandi að bæta meiru á hana. „Ég tók nú bara svona til orða. Ég átti við konur eins og Clare. Nú ætla ég að biðja yður að hlusta vel á það, sem ég segi." „Það skal ég gera," sagði Stella veiklulega. „Þér verðið að lofa mér því að vera sem mest í herberginu hjá Gay. Um fram allt verðið þér að vera þar, þegar hann tekur inn lyfið. Skiljið þér? Látið ekkert hindra yður í að vera þar þá. Það verður kannske hörð raun fyrir yður —.“ l FELUMYND Hvað er það sem refinn langar i? ,,Ó,“ stundi Stella, „það hefir ekki alltaf verið léttbært fyrir mig að vera hér á Paradís." „Ég skil! Það á eftir að verða erfiðara. En þetta verðið þér fyrir alla muni að gera. Ég treysti á hugrekki yðar og festu." „Það megið þér gera." „Og nú verðum við að snúa heim," og frúin sneri bílnum heim á leið. Þær óku þegjandi. Það hefði kannske verið vingjarnlegra af frúnni að tala við ungu stúlk- una, sem sat stirð og skelfd við hlið hennar. En hún sagði ekkert, og það var viturlegt af henni. Eitt orð i viðbót eða meðaumkun hefði getað haft þau áhrif á Stellu að hún hefði gef- izt upp. Óhagganleg ró og framkoma frúarinn- ar hleypti í hana kjarki. Stella varð að standa óstudd í þessari baráttu og hafa óbugandi kjark. Frúin heimtaði það af henni og hún mátti ekki bregðast. Þegar þær óku upp trjágöngin, rauf frúin þögnina. „Ég sendi eftir Piers upp á eigin ábyrgð. Við nefnum þetta ekki við ungfrú Emrys, það gerði hana bara hrædda. Ég segi Piers að ég hafi tek- ið mér það bessaleyfi að senda eftir honum, eftir að hafa séð Gay í dag. Þau þurfa ekkert um þetta að vita." Ungfrú Emrys varð afar glöð við að sjá frú Gavarro. Teið var borði upp í herbergi gömlu konunnar og Clare kom þangað til þeirra. Stella roðnaði og fölnaði á víxl, þegar unga, fallega stúlkan kom inn. Hún gat ekki horft á Clare. Hún sat bak við teborðið og kvaldist hræðilega. Henni fannst hún finna til ógleði og ef til vill hefði hún gefizt upp, ef hún hefði ekki. fundiö að frú Gavarro hafði vakandi aúga. með henni. Hún mátti ekki bregðast, hún varð að vera hug- prúð. En henni fannst ótti sinn við Clare einnig ná til spönsku frúarinnar. Þetta gat ekki verið satt! Clare, sem var svo yndisleg. Stellu hafði þótt vænt um hana vegna fegurðar hennar, mál- rómsins, sem var svo mjúkur og ástúðlegur og fallegrar framkomu. Henni þótti ekki lengur vænt um hana, en þ e s s u gat hún ekki trúað um hana. Frú Gavarro sat þarna róleg eins og refsinorn, tilfinningalaus og án miskunnar. Þessar hugsanir Stellu voru óljósar, þær voru eins og einn hrærigrautur : Ógleði hennar hvarf, hún bjó til teið og var fegin því starfi. Hún var önnum kafin við að hella í bollana og rétta þá, og að lokum gat hún náð svo miklu valdi yfir sjálfri sér að hún gat litið upp og tekið þátt í samræðunum. Þegar þær höfðu drukkið teið, sagðist frú Ga- varro vilja líta inn til Gays áður en hún legði af stað þessa löngu leið heim. „Ég kem með yður," sagði Clare blíð í máli og reis á fætur til að opna hurðina. Stella stóð einnig upp og fór með þeim inn til Gays. Frúin talaði um stund við sjúklinginn, sem reyndi á hryggile’gan hátt að sýnast glaður. Svo sneri frú Gavarro sér að Miguel, sem hafði hörf- MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Nei, sjáðu kökuna! Maggi: Og bréf frá cmmu! 2. Raggi: Hvað stendur í því? Maggi (les): Þið megið fá sinn kökubitann hvor, amma. Og Maggi og Raggi fylgja trúlega fyrirmælum ömmu, en ekki eru bitarnir smáir!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.