Vikan


Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 8, 1949 3 BLÁA STJARNAN: GLATT \ HJALLA „Bláa stjarnan" er nú að vinna það þarfaverk að skemmta baejar- búum með ódýrum kvöldsýningum í Sjálfstæðishúsinu á miðvikudögum og sunnudögum. Það eru gömlu og góðu „Fjalarkattar“-mennirnir, Har. Á. Sigurðsson, Indriði Waage og Tómas Guðmundsson, auk Alfreðs Andréssonar, sem standa að þessum vinsælu sýningum. Leikstjóri er Indriði Waage. Haraldur er kynnir og gerir það mjög skemmtilega, hann les og ,,prologus“ og kemur víðar við, eins og hans er vandi. Það sást lika og heyrðist greinilega fyrsta kvöldið, hve Alfreð Andrés- son er geysilega vinsæll leikari og gamanvísnasöngvari; áhorfendur ætl- uðu aldrei að sleppa honum af svið- inu. Annars hafa þeir félagar lagt áherzlu á það að koma fram með nýja krafta, og er það mjög þakkar- vert, enda mörg atriði, sem þetta fólk flutti, bráðskemmtileg. Birna Jónsdóttir dansaði við mikla hrifn- ingu áhorfenda, Snorri Halldórsson söng kúrekasöngva með gítarundir- leik, Haukur Morthens er prýðilegur danslagasöngvari og lét oft í sér heyra, Egill Jónsson lék einleik á clarinett, með pianóundirleik Arna Björnssonar og Sigurður Ólafsson söng með undirleik sama. Þrjár stúlkur, Björg Benediktsdóttir, Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guðmmids- dóttir, sem nefndar eru „Bláklukk- ur“, sungu dægurlög með gítarundir- leik, og tvær þeirra, Björg og Hulda, sýndu norska þjóðdansa. Þá var gamanleikurinn Ást og óveður, með leikendunum Alfreð Andréssyni og Hólmfríði Þórhallsdóttur, gamanþátt- urinn „Um daginn og veginn", full- ur af skemmtilegum bröndurum, leikinn af Alfreð Andréssyni, Har. Á. Sigurðssyni og Baldri Guðmunds- syni, og óperettan „Vaxbrúðan“, þax sem leikarar voru Birna Jónsdóttir, Guðrún Jacobsen, Haraldur Adolfs- son og Sigurður Ólafsson. Hljóm- sveitarstjóri er Aage Lorange, svo að ekki vantar fjörið í hljómlistina! Það þarf enginn að sjá eftir að sækja þessar ódýru kvöldsýningar Bláu stjörnunnar. SkemmtiatriBin eru fjölbreytt og gaman að sjá ný andlit með góða hæfileika koma fram á sviðinu. Björg Benediktsdóttir og Hulda Emilsdóttir sýna norska þjóðdansa við góða athygli áhorfenda. „Bláklukkurnar" (frá vinstri: Hulda Emilsdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir og Björg Benediktsdóttir), sem sungu dægurlög með gítarundirleik og hlutu hinar beztu viðtökur. Haraldur Á. Sigurðs’son (t. v.) og Alfred Andrésson í gaman- þættinum „Um daginn og veginn", bráðskemmtilegir að vanda. Birna Jónsdóttir. Hún dansaði og lék líka í óperettunni „Vax- brúðan", og tókst hvorttveggja prýðilega. Þetta er hinn vinsæli danslaga- iöngvari Haukur Morthens. Þótti fólki mjög gaman að söng hans. Birna Jónsdóttir dansaði kring- um Harald Á. Sigurðsson, sem virtist skemmta sér „konunglega", eins og fólkið í salnum, við að horfa á þokkafullan dans bennar. Egill Jónsson lék einleik á clari- nett, með píanóundirleik Árna Björnssonar, og þótti það hin bezta skemmtun.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.