Vikan


Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 7

Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 8, 1949 7 VOLPONE Leikfélag Reykjavíkur er nú að sýna Volpone, „ástalausan gleðileik", eftir enska skáldið Ben Johnson, í endursamningu Stefan Zweig. Þýðandi er Ásgeir Hjartarson, en leikstjóri Lárus Pálsson. Það er ákaflega gaman að þessum leik, þótt gamanið sé nokkuð grátt á köflum í honum. Margir leik- endanna fara afburða vel með hlutverk sín og þó alveg sér- staklega Brynjólfur Jóhannesson, sem leikur Corbaccio, gamlan okrara, af hreinustu snilld. Haraldur Björnsson leik- ur Volpone, auðkýfing frá Smyrna, erfitt hlutverk, sem Har- aldur tekur á föstum tökum. Mosca, snýkjugestur hans, er leikinn af Einari Pálssyni; hann er nýkominn frá leiknámi i London og vann hylli áhorfendanna. Þorsteinn Ö. Stephen- sen lék Voltore, lögbókara og Valur Gíslason Corvino kaup- mann, báðir ágætlega. Hildur Kalman er líka tiltölulega ný- komin frá leiknámi erlendis; hún fór með hlutverk Colomba, eiginkonu Corvinos, mjög smekklega og sama er að segja um Eddu Kvaran, sem lék daðurdrósina Caninu. Leone sjó- liðsforingja, son Corbaccios, lék Árni Tryggvason, nýliði í svo stóru hlutverki, og gerði þvi furðu góð skil, þegar þess er að gætt, að hann er enn nemandi í leikskóla hér heima. Gestur Pálsson lék dómara og Steindór Hjörleifsson lög- regluforingja. Mynd til vinstri: Haraldur Björnsson sem Volpone og Hildur Kalman sem Colomba. Mynd að neðan t. h.: Salur i dómhöllinni. Mynd ofan t. h.: T. v. Brynjólfur Jóhannes- son sem Corbaccio og Valur Gíslason sem Corvino. -• i>. | f®' ■ mm: - V -/, Ein nótt ennþá Framhald af bls. h hönd hennar. Hún fann að hættulegur titringur fór um hana, bæði sál hennar og líkama. Hún ásakaði sjálfa sig í hug- anum fyrir að hafa farið á þetta stefnu- mót. Það voru eggjunarorð Bennu sem ollu því. En hún gat ekki slitið þetta hándaband. Hann mælti: „Það er afar leiðinlegt að hér skuli ekki vera dansað. Hvernig á ég að fara að þessu? Mig langar til þess að hafa yður í faðminum, en það er óleyfi- legt nema í dansi. Ég bý á gistihúsi og hefi ekki grammofón.“ Jette svaraði: „Þér álítið, að ég mundi fara þangað með yður ef þér færuð fram á það?“ Hann brosti sakleysislega. „Ég hefi ekki myndað mér neitt álit í þessu efni. En mér virðist svo dásamlegt að sitja hér hjá yður. Og ég get ekki trúað því að við sjáumst aldrei framar.“ Hann var svo nærri henni, að munnur hans snerti kinn hennar. Og henni leið líkt og hún stæði við hengiflug. Nei. Það var ekki rétt samlíking. Henni virtist hún standa í sólskini og horfa inn í aldingarð í fullum blóma með nýútsprungnum rós- um. En þannig mátti hún ekki hugsa. Hún minntist mannsins, er hún ætlaði að gift- ast. Það dimmdi yfir henni. Á síðustu stundu létu örlögin hana kynnast manni, sem færði henni heim sanninn um það, að ástin hafði ekki yfirgefið hana. Eina nótt ennþá er ég dansmærin Jette, hugsaði hún. Hann hefur að likindum veitt því athygli, að viðnámsþróttur hennar hafði minnkað, því hann tók um kinnar Jette og kyssti hana. „Jette, það er ómögulegt að við skilj- umst alveg strax.“ Hún mælti: „Ég hef grammofón heima ef þú endilega vilt dansa við mig.“ Þau fóru heim til hennar. Hann stóð og horfði á hana sofandi. Hún var eins og lítið, þreytt hamingju- samt og elskulegt barn. Hann dauðlang- aði til þess að lúta niður að henni og kyssa hana að skilnaði. En svo kreppti hann hnefann er hann mundi það að hann var óvinur hennar. Svo fór hann. Alfreð Vinge kom heim að tveim dögum liðnum. Það beið hans bréf frá syninum. Hann kvaðst búa á Turisthotellet. Vinge fór strax að hitta son sinn. Varð mikill fagnaðarfundur þeirra feðga. John Vinge mælti: „Ég kom heim, pabbi, vegna þess að þú hefur í hyggju að giftast þessari Jette Eldborg. Það sagðir þú í bréfi þínu.“ Alfreð Vinge svaraði: „Veldur það þér nokkrum heilabrotum ?“ „Já, pabbi, ég get ekki neitað því. Þú reiðist vafalaust af því að ég blanda mér í þetta mál. En ég vil ógjarnan láta gera föður mínum skömm.“ „Skömm?“ Alfreð Vinge horfði hissa á son sinn. John mælti: „I hreinskilni sagt er það álit mitt og líklega flestra, að þegar ung stúlka giftist rosknum, efnuðum manni, geri hún það vegna peninganna. Þegar ég kom til borgarinnar varst þú ekki heima. En ég notaði tímann til þess að kynnast stúlkunni. Og ég hefi fengið sönnun fyrir því að hún er ekki þess verð að þú gift- ist henni.“ Vinge horfði rannsakandi augum á son sinn. „Hvernig veiztu það?“ „Já, ég veit það.“ „Einmitt, jæja.“ Hann leit af John. Það var kökkur í hálsi unga mannsins, tungan var þurr, hann átti erfitt með að tala. „Pabbi, ég skil það að hún er hrífandi. En ég veit líka að hún er------“ „Bíddu við,“ sagði faðir hans. Hann tók bréf úr vasa sínum og rétti John. „Lestu þetta bréf. Það beið mín er ég kom heim.“ John tók bréfið og las. En það hljóð- aði svo: „Kæri Alfreð! Þú verður að reyna að fyrirgefa mér, en ég get ekki orðið kon- an þín. Ég þóttist viss um að ég væri laus við allar unggæðislegar tilfinningar, og ég mundi geta tekist á hendur að verða kon- an þín án allrar undirhyggju. En nú gerð- ist viðburður sem breytti áliti mínu i þessu efni. Ég varð ástfangin af ungum manni á þann hátt, sem ég get ekki orðið ástfang- in í þér. Ég sver það, að mér datt ekki í hug að þvílíkt mundi koma fyrir. Að lík- indum sé ég þennan mann aldrei aftur. Ég er í hans augum aðeins lítið æfintýri, býst ég við. Um mig er öðru máli að gegna. Ég elska manninn. Líði þér vel. Reyndu að fyrirgefa mér. Jette.“ John skammaðist sín. Hann hafði stað- ið eins og dómari yfir Jette þennan morg- unn. Vinge mælti: „Þú hefur ekki sagt henni hverra manna þú ert?“ „Nei,“ tautaði John. „Ég kallaði mig gerfinafni.“ Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.