Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 8, 1949
„Allra augu fylgja tennisleiknum. Sjáið, herra
rninn!"
Hann lyfti lokinu af öskjunni, aðeins brot úr
sekúndu. Undrunaróp kom fram yfir varir milj-
ónamæringsins. Hann var náhvitur í framan.
„Guð minn góður!" hvislaði hann, ,,rúbmarnir_“
Hann sat andartak eins og í leiðslu. Foirot
stakk pakkanum aftur í vasa sinn og brosti
hæglátlega. Svo var eins og miljónamæringur-
inn vaknaði allt í einu af svefni; hann hallaði
sér að Poirot og tók svo hjartanlega og fast í
hönd litla mannsins, að hann kveinkaði sér.
„Þetta er afbragð," sagði Van Aldin. „Stór-
kostlegt! Þér eruð ómetanlegur, Poirot, alveg
ómetanlegur."
„Þetta er ekkert,“ sagði Poirot hævérkslega.
„Skipulagning, vera viðbúinn öllu fyrirfram —
það er allt og sumt.“
„Og nú geri ég ráð fyrir, að búið sé að taka
de la Roche greifa fastan ?“ hélt Van Aldin áfram
ákafur.
„Nei,“ sagði Poirot.
Undrunarsvipur færðist yfir andlit Van Aldin.
„Hvers vegna ekki? Hvað vantar ykkur
meira?“
„Fjarvistarsönnun greifans er enn óhrakin."
„En hún er eintóm vitleysa.“
,,Já,“ sagði Poirot; „ég held lika, að hún sé
tilbúin, en því miður verðum við að geta fært
sönnur á það_“
„Og á meðan sleppur hann úr greipum ykkar.“
Poirot hristi ákaft höfuðið.
„Nei," sagði hann, „það gerir hann ekki. Hið
eina, sem greifinn hefur ekki ráð á að fórna, er
tign og álit. Hvað sem það kostar verður hann
að vera kyrr og reyna að klóra sig fram úr vand-
anum.“
Van Aldin var enn óánægður.
„En ég skil ekki ■—“
Poirot lyfti hendinni. „Bíðið augnablik, herra
minn. Mér datt dálitið í hug. Margir hafa hlegið
að hugmyndum Hercule Poirot — en þær hafa
jafnan reynzt vel.“
„Jæja,“ sagði Van Aldin, „haldið áfram. Hvað
datt yður í hug?“
Poirot þagði andartak og svo sagði hann;
„Ég ætla að koma til yðar á gistihúsið klukk-
an ellefu í fyrramálið. Þangað til skuluð þér
ekki segja neinum frá þessu.“
22. KAFLI.
Papopolous snœðir morgunverð.
Papopolous sat að morgunverði. Andspænis
honum sat dóttir hans, Zía.
Það var barið á dagstofudyrnar, og hótelþjónn
kom inn með kort, sem hann fékk Papopolous.
Papopolous leit á það, lyfti brúnum og rétti
dóttur sinni það.
„Hm,“ sagði Papopolous og klóraði sér hugs-
andi bak við vinstra eyrað. „Hercule Poirot.
Hvað skyldi hann nú vilja?“
Feðginin litu hvort á annað.
„Eg sá hann í gær á tennisvellinum," sagði
Papopolous. „Zía, mér geðjast ekki að þessu."
„Hann varð þér einu sinni að miklu liði,“ sagði
dóttirin.
„Það er rétt,“ viðurkenndi Papopolous, „auk
þess hef ég heyrt, að hann sé hættur störfum."
Þetta samtal milli feðgininna hafði farið fram á
móðurmáli þeirra. Nú sneri Papopolous sér að
þjóninum og sagði á frönsku:
„Segið herranum að gjöra svo vel að koma.“
Fáum mtnútum síðar kom Poirot inn í stof-
una, snyrtilega klæddur með staf í hendi.
„Sælir, herra Papopolous."
„Sælir, herra Poirot."
„Og úngfrú Zía.“ Poirot hneigði sig djúpt fyrir
henni.
„Þér afsakið, þó að við höldum áfram að
borða," sagði Papopolous og hellti aftur kaffi í
bollann sinn. „Þér komið — hm — nokkuö
snemma í heimsókn."
„Það er hneykslanlegt," sagði Poirot, „en ef
satt skal segja, þá hef ég mjög nauman tíma.“
„Einmitt!" sagði Papopolous lágt, „þér eruð
þá að rannsaka eitthvert mál?“
„Mjög alvarlegt mál,“ sagði Poirot; „dauða
frú Kettering."
„Bíðum við,“ Papopolous horfði sakleysislega
upp í loftið. Það var konan, sem dó í Bláu lest-
inni, er það ekki rétt? Ég sá minnst á það í
blöðunum, en þess var ekki getið, að það væri
neitt grunsamlegt."
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Raggi: Sjáðu, Maggi, þarna fer „gáfna-
ljósið"!
Maggi: Já, það er hann Ego litli. Hann var
settur i minn bekk í skólanum.
2. Raggi: Hveð segirðu? Þessi litli strákur?
I þinn bekk í skólanum ? Og hann er á mínum
aldri!
Maggi: Hann er nú samt í sama bekk og ég og
þér að segja er þetta ákaflega sniðugur drengur.
3. Raggi: Hvað segirðu, að hann heiti?
Maggi: líann heitir þremur nöfnum, einu stuttu
og tveimur löngum og við köllum hann Ego litla,
því það er fyrirhafnarminnst.
4. Raggi: Hvað er hann með í þessari stóru
skjalatösku ?
Maggi: Það er verkfæri, sem hann kallar
„reikningsstrokk" og hann rekur jafnvel kennar-
ana á gat með þessu áhaldi!
FELUMYND
Hvar er Tyrkinn ?
„Það var talið i þágu réttvísinnar, að því væri
haldið leyndu," sagði Poirot.
Það var stundarþögn.
„Og á hvern hátt get ég hjálpað yður, Poirot?"
spurði kaupmaðurinn kurteislega.
„Ég kem bráðum að því,“ sagði Poirot urn
leið og hann dró upp úr vasa sínum sömu öskj-
una og hann hafði sýnt Van Aldin í Cannes.
Hann opnaði hana, tók upp úr henni gimsteina
og ýtti þeim yfir borðið til Papopolousar.
Þó að Poirot veitti gamla manninum mjög
nána athygli, gat hann ekki séð, að nokkur
vöðvi bærðist í andliti hans. Hann tók upp gim-
steinana og virti þá fyrir sér með einskonar
hlutlausri athygli, svo leit hann spyrjandi á
leynilögreglumanninn.
„Frábærir gimsteinar, finnst yður ekki?" spurði
Poirot.
„Afbragð," sagði Papopolous.
„Hve mikils virði munduð þér segja að þeir
væru ?“
Það komu dálitlar viprur í andlit Grikkjans.
„Er raunverulega þörf á að segja yður bað,
Poirot?" spurði hann.
„Þér eruð kænn, Papopolous. Nei, þess gerist
ekki þörf_ Þeir eru til dæmis ekki fimm hundruð
þúsund dollara virði."
Papopolous hló og Poirot hló lika.
„Sem eftirlíking," sagði Papopolous og rétti
Poirot þá, „eru þeir eins og ég sagði afbragð.
Er of nærgöngult að spyrja, hvar þér komust yfir
þá, Poirot?"
„Alls ekki,“ sagði Poirot. „Ég hef ekkert á
móti að segja það gömlum vini eins og yður.
Þeir voru í höndum de la Roche greifa."
Papopolous lyfti brúnum.
„Jæja,“ sagði hann lágt.
Poirot hallaði sér áfram og setti upp sinn
einlægasta sakleysissvip.
„Papopolous," sagði hann, „ég ætla að leggja
spilin á borðið. Gimsteinunum, sem þessar eftir-
líkingar eru að, var stolið frá frú Kettering í
Bláu lestinni. Það, sem ég vil fyrst af öllu segja
við yður, er þetta: ,Jilg lœt mig engu skipta,
hvort þessir gimsteinar finnast aftur. Það er
hlutverk lögreglunnar að finna þá. Ég er ekki
að vinna fyrir lögregluna, heldur fyrir herra
Van Aldin. Ég ætla að reyna að festa hendur í
hári mannsins, sem myrti frú Kettering. Ég hef
einungis áhuga á gimsteinunum að svo miklu
leyti sem þeir geta komið mér á spor mannsins.
Skiljið þér hvað ég á við?“
Poirot lagði mikla áherzlu á tvö síðustu orðin.
Það varð engin breyting á svip Papopolousar, og
hann sagði rólega:
„Haldið áfram.“
„Mér finnst sennilegast, að gimsteinarnir muni
fara manna á milli í Nice — hafi ef til vill þegar
gert það.“
„Einmitt!" sagði Papopolous.