Vikan - 24.02.1949, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 8, 1949
POSTURINN •
Svar til „Draumadfsar“: Við birt-
um ekki drauma og ráðum þá ekki
heldur. Skriftin er slæm og réttrit-
unin bágborin.
Kæra Vika min!
Ég hefi einu sinni áður skrifað þér
um sama efni og ég skrifa þér nú,
en ekkert svar fengið, — og nú von-
ast ég fastlega eftir svari. Hvaða
menntun þarf til að fá inntöku í
iðnskóla? Er nóg að hafa verið tvo
vetur á Héraðsskóla (annan i smíða-
deild) ? Hvað er langur námstimi við
að læra tré- og múrsmiði? Fá nem-
endur kaup ? Þá hvað mikið ? Eru
fleiri námsgreinar skyldar? — Svo
vonast ég fljótt eftir svari. Ég þakka
allar ánægjustundir, sem þú hefur
veitt mér. Vertu margbless!
H. E. H. V.
ES. Hvemig er skriftin.
Svar: Tveggja vetra Héraðsskóla-
nám er yfrið nóg. Námstíminn er
4 ár. Eitthvað kaup er greitt, og
meistari kostar skólagönguna. Al-
mennar námsgreinar eru íslenzka,
reikningur og teikning og svo ýmis-
legt í efnisfræði, sem við kemur iðn-
greininni. — Skriftin er dálítið hroð-
virknisleg, en ekki ósnotur.
Mig iangar til að spyrja þig, Vika
mín, nokkurra spurninga, og von-
ast eftir svari sem fyrst.
1. Er sérstök tungumáladeild innan
Bréfaskólans ?
2. Hvert er heimilisfang skólans?
3. Hvað mun það kosta, að taka
þátt í t. d. 3 málum ?
Með fyrirfram þakklæti.
X.
Svar: 1. Bréfaskóli Sambands ísl.
samvinnufélaga kennir tvö tungumál:
íslenzku og ensku. — 2. Heimilisfang-
ið er: Sambandshúsinu, Reykjavík.
— 3. Námskeiðið í hverri grein fyrir
sig kostar 75 krónur og nær það
yfir 7 bréf. Allar frekari upplýsing-
ar má fá með því að skrifa skól-
anum.
Kæra Vika!
Mig langar til að vita, hvort þú
getur frætt mig um þetta. Hvað lang-
ur tími getur verið liðinn, þegar sagt
er: Það skeði fyrir nokkru, og er
nú lokið.
Með kæru þakklæti.
Kaupandi.
Svar: Það fer alveg eftir þvi, hvað
við er átt.
[ Tímaritið SAMTÍÐIN j
| Flytur snjallar sögur, fróðlegar l
| ritgerðir og bráðsmellnar skop- •
sögur. {
1 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. ;
j Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. =
: Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. ;
Mynd þessi er af fegurðadrottningu
sameinuðu þjóðanna, sem kjörin var
í Washington. Stúlkan er tyrknesk
og höfðuðdjásnið, sem hún ber, er
Josephine keisaradrottning talin hafa
þegið að gjöf frá Napoleon.
Kæri hr. ritstjóri.
Ég ætla að senda hér nokkrar f ræð-
andi línur í sambandi við svar yðar
eða réttara sagt Vikunnar, sem þið
gátuð ekki svarað fullnægjandi, en
eftir því sem ég bezt veit um þessa
glutamsýru (glutamic acid), þá fæst
hún i Lyfjaverzlun ríkisins, og er
nýlega komin þangað.
Svo bið ég afsökunar á þessari
framhleypni i mér.
Með virðingu fyrir Vikunni og rit-
stjóra hennar.
S. Á.
Halló, margfróða Vika!
Ég vona, að þetta bréf lendi ekki
í bréfakörfunni, eins og þau sem
ég hef áður sent þér. Ég er frekar
fáfróð, og það er margt, sem mig
langar til að vtia, og þess vegna
leita ég til þín. Viltu segja mér,
hvernig á að geyma rauðrófur svo
þær ekki skemmist. Ég vonast eftir
svari í næsta blaði.
Með fyrirfram þakklæti fyrir birt-
inguna. — Hvernig er skriftin?
H. P.
Svar: Það er erfitt að geyma rauð-
rófur án þess þær linist. Mestu máli
skiptir, að þær séu á köldum og þurr-
um stað. Hinsvegar er hægt að
geyma þær nokkuð lengi eftir að
þær hafa verið soðnar og lagðar í
edik.
Hreinar
léreftstuskur (
keyptar
[ Steindórsprent h.f.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Henny Eldey Vilhjálmsdóttir (við
pilta 13—15 ára), Merkinesi, Höfn-
um, Gullbringusýslu.
Sverrir Lúthersson (við pilt eða
stúlku 14—18 ára),
Héðinn Emilsson (við pilt eða stúlku
14—18 ára),
Sveinn Þórarinsson (við pilt eða
stúlku 14—18 ára), Eiðum, Suður-
Múl.
Fjóla Ásgrímsdóttir (við pilta 16-—18
ára, mynd fylgi), Suðurgötu 20,
Akranesi.
Erla Karlsdóttir (við pilta 16—18
ára, mynd fylgi), Kirkjubraut 9,
Akranesi.
Drífa Garðarsdóttir (við pilta 16—18
ára, mynd fylgi), Suðurgötu 32,
Akranesi.
Hansína Vilhjálmsdóttir (við pilt eða
stúlku 22—32 ára, mynd fylgi),
Sigurhæðum, Isafirði.
Bryndís Einarsdóttir (við pilta eða
stúlkur 15—17 ára),
Rebekka Einarsdóttir (við pilta eða
stúlkur 15—17 ára), Fjarðar-
stræti 27, Isafirði.
Kristinn Egilsson (við stúlkur 16—18
ára, mynd fylgi), Vallargötu 15,
Keflavík.
Ingibergur Egilsson (við stúlku 14
—16 ára, mynd fylgi), Valiar-
götu 15, Keflavík.
Benedikta Helgadóttir (við pilta eða
stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi),
Guðný Runólfsdóttir (við pilta eða
stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi),
Gyða Guðmundsdóttir (við pilta eða
stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi),
Helga Einarsdóttir (við pilta eða
stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi),
Margrét Guttormsdóttir (við pilta eða
stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi),
allar á Eiðaskóla, Eiðaþinghá,
pr. Reyðarfirði.
Gerður Þórðardóttir (við pilta 18—22
ára, mynd fylgi), Hjarðarholti,
Dalasýslu.
Inga Guðbrandsdóttir (við pilta 18
-—22 ára, mynd fylgi), Lækjar-
skógi, Dalasýslu.
Hreggvlður I. Sigriksson (við stúlku
17-—20 ára, æskilegt að mynd
fylgi), Suðurgötu 83, Akranesi.
Hreinn Elíasson (við stúlku 15—17
ára, mynd fylgi), Heiðarbraut 19,
Akranesi.
Sigríður Georgsdóttir (við pilt 18—22
ára, mynd fylgi), Melteig 16B,
Akranesi.
Lúðvíg A. Halldórsson (við pilt eða
stúlku 15—17 ára), Kirkjutorgi,
Sauðárkróki.
Þorvaldur Óskarsson (við stúlku 15
—16 ára, mynd fylgi), Sleitustöð-
um, Skagafirði.
Snæbjörg Snæbjarnardóttir (við pilta
16—19 ára), Aðalgötu 5, Sauðár-
króki.
Kolbrún Svavarsdóttir (við pilta 16
—19 ára), Freyjugötu 22, Sauðár-
króki.
Gyða Jóhannsdóttir (við pilta eða
stúlkur 18—25 ára),
Alda Vilhjálmsdóttir (við pilta eða
stúlkur 18—25 ára), báðar á
Kvennaskólanum á Blönduósi.
Sigrún Sigurðardóttir (við pilt 19—20
ára),
Guðmundur Sigurðsson (við pilt eða
stúlku 16—18 ára), bæði í Hólma-
seli, Gaulverjabæjarhrepp. Árnes-
sýslu.
S. Helga Márusdóttir (við pilt 19—28
ára, mynd fylgi), Box 375, Reykja-
vík.
Óiafía G. Hagalínsdóttir (við pilt
eða stúlku 17—20 ára), Grettis-
götu 83, Reykjavík.
Lovísa Marinósdóttir (við pilt eða
stúlku 18—20 ára), Stórholti 33,
Reykjavík.
Jóna Guðbergsdóttir (við pilt eða
stúlku 18—22 ára), Leifsgötu 25,
Reykjavík.
Armann
(Sjá forsíðu).
Nýlokið er mikilfenglegum
hátíðarhöldum í tilefni af því,
að 15. desember síðastliðinn var
Glímufélagið Ármann sextíu
ára. Komu þá glögglega í ljós
vinsældir þessa ágæta félags,
sem með fjölþættri starfsemi
sinni hefur verið æskulýðnum
hinn heppilegasti og heilbrigð-
asti skóli í íþróttum og félags-
lífi.
Helgi Hjálmarsson prestur,
Pétur Jónsson blikksmiður og
Guðlaugur Guðmundsson sýslu-
maður voru fyrstu forustumenn
félagsins, en fyrsta kappglíma
þess fór fram 1889. Glíman var
eina viðfangsefnið til að byrja
með og lengi fram eftir, en nú
eru þar iðkaðar margar íþrótta-
greinir og hefur fjórtán manns
þjálfun og íþróttakennslu með
höndum á vegum félagsins, en
kennt er m. a. glíma, leikfimi,
sund, sundknattleikur, róður,
handknattleikur, frjálsar íþrótt-
ir, skíðaíþrótt, hnefaleikar,
dansar og vikivakar. Frægastur
kennara félagsins er Jón Þor-
steinsson, hinn ágæti íþrótta-
frömuður, og hefur hann víða
farið erlendis með Ármanns-
flokka, félaginu og landi voru
til sóma. Það er stórmál, sem
félagið er nú að vinna að og
rík áherzla verður lögð á að
komist í framkvæmd sem fyrst,
er bygging félagsheimilis og
íþróttasvæðis, og er enginn vafi
á að þetta hvortveggja verður
með myndarbrag, enda á starf-
semi slíks félags það sannar-
lega skilið.
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.