Vikan - 07.04.1949, Page 2
2
VIKAN, nr. 14, 19495
PÓSTURINN •
Kæra Vika min.
Ég hef skrifað þér áður, en ekkert
svar fengið, og ég treysti þér til að
svara mér núna.
1. Þarf að borga nema eitt afnota-
gjald, þó að tvö útvörp séu á
sama heimili?
2. Ég á gamla mynd, sem mér þyk-
ir vænt um, en hún er orðin
skemmd og mig langar mjög til
að fá aðra. En myndin var tek-
in hjá Jóni Dahlmann og ég veit
ekki hvar plötumar hans eru nú.
Geturðu sagt mér, hvað ég á að
gera?
3. Geturðu birt fyrir mig mynd af
Dean litla Stockwell, sem lék í
myndinni „Þá ungur ég var"?
4. Ég er 18 ára og 163 cm. á hæð.
Hvað á ég að vera þung?
5. Loks ætla ég að biðja þig, að birta
fyrir mig, ef þú mögulega getur,
kvæði eftir Jón biskup Arason,
sem byrjar svona, að ég held:
Bóndi nokkur bar sig að
biskupsveldi stýra,
því dýra ....
Mér var sagt, að það væri í gam-
glli lestrarbók eftir Sigurð Nor-
dal, en ég hef ekki getað náð í
hana.
Um leið og ég enda þetta bréf,
langar mig að þakka þér fyrir all-
ar þær ánægjustundir, sem þú hefur
veitt mér, nú í f jögur ár. Framhalds-
sögurnar hafa alltaf verið framúr-
skarandi skemmtilegar, nema sagan
Grunsamlegar persónur ....
Jæja, Vika mín. Ég treysti þér
til að svara spurningunum og birta
kvæðið og myndina, ef þú getur.
Með fyrirfram þakklæti.
J. G. B.
Hvernig finnst þér skriftin?
Svar: 1. Ef um sama heimili er
að ræða, þarf ekki að greiða nema
eitt afnotagjald fyrir tvö tæki. — 2.
Plötusafn Jóns Dahlmann er geymt
í Þjóðminjasafninu, undir umsjá
Friðriks Á. Brekkan rithöfundar.
Mim vera hægt að fá plötur lánað-
ar úr safninu til að taka myndir eftir.
— 3. Höfum ekki þá mynd. — 4. 60
kg. — 5. Kvæði Jóns Arasonar fer
hér á eftir. — Skriftin er ágæt.
K VÆÐI
um viðureign Jóns Arasonar við
Martein biskup o. fl.
Bóndi nokkur bar sig að
biskups veldi stýra
því dýra;
en honum fór illa það,
öllu var honum betra á Stað
heima að hýra.
Bóndinn Skálholts bar sig að
biskupsstólnum stýra,
þeim dýra;
villu marga og vantrú bauð,
vex honum af því sárleg nauð,
sem skáldin skýra.
Skimar oleum skipar hann af,
og skaparans móður að biðja,
það þriðja:
vatnið bannar vígt að sé,
verður því að spotti og spé
hans aumleg iðja.
Stendr á móti stafkarl einn,
stirðr í öllum hætti
og mætti,
sendi hann sína synina tvo
að sækja hann og fanga svo,
nema bóndinn bætti.
Þessi karl á þingið reið
þá með marga þegna
svo gegna;
öllum þótti hann ellidjarfr,
Isalandi næsta þarfr
og mikið megna.
Vikr hann sér í Viðeyjar klaustr,
víða trúi ég hann svamli,
hinn gamli,
við danska var hann djarfr
og hraustr,
dreifði hann þeim á flæðar flaustr
með brauki og bramli.
Efnalaugín STRAUMUR h.f.
Sími 293. — Vestmannaeyjum.
Kemisk fata-:
hreinsun,
pressun
og litun
Vönduð vinna . Fljót afgreiðsla
^'f'f'^'^'>f.','^'^f^'ffti'>'>',f^'.'>f^'fff'ffff^f,f^f>f^'>ff'>f>fi^fff^f^f^r^f^f).'i
Nú er hann kominn til Hóla heim,
hægur í sínu sinni,
og inni;
orðinn er hann af elli mæddr,
aldrei trúi eg hann verði hræddr,
þó ljóðin linni.
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð að segja mér
hvað ég á að vera þung. Ég er 16 ára
og 172% cm. há.
Með fyrirfram þökk.
Amica.
Svar: Ca. 66 kg. — Við svörum
ekki jafn persónulegum spumingum
um íslenzka menn og felast i seinni
spumingunni.
Svar til „Einnar ljóðelskrar":
Könnumst ekki við kvæðið.
Svar til „Dalarósar": Þú skalt
biðja prestinn þinn um þetta.
Svar til Lalla: Spurningunni um
Stalin getum við ekki svarað.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Geir Konráð Björnsson (við dreng
eða stúlku 12—14 ára, mynd fylgi),
Bæ, pr. Hofsós, Skagafirði.
Hreinn Guðmundsson (við pilt eða
ctúlku 15—30 ára), Saurum, Kálfs-
haniarsvík, A.-Húnavatnssýslu.
Þórarinn Lárusson (við pilt eða
stúlku 15—30 ára), Garðshorni,
Kálfshamarsvík, A.-Húnavatnss.
Erna Óskars (við pilt eða stúlku 14
—17 ára, mynö fylgi), Sólhlíð,
V estmannaey j > i m.
Dóra Guðlaugscóttir (við pilt eða
stúlku 14—17 á-a, mynd fylgi),
Geysi, Vestmannaeyjum.
Guðmundur Kr. Fjeldstad (16—20
ára, mynd fylgi), Vatneyri, Pat-
reksfirði.
Gestur 1. Jóhannesson (16—20 ára,
mynd fylgi), Vatneyri, Patreks-
firði.
Finnbogi H. Magnússon (15—18 ára,
mynd fylgi), Geirseyri, Patreks-
firði.
Deddý Þorbergsdóttir,
Lóa Aradóttir,
Kristín Guðmundsdóttir,
Sigríður Kristinsdóttir,
Ragnhildur Lárusdóttir,
(við pilta 17—20 ára, æskilegt að
mynd fylgi), allar á HéraðS3kól-
anum Laugarvatni, Ámessýslu.
Brynja Lórenz (við pilt eða stúlku
18—22 ára), Laugalandsskóla,
Eyjafirði.
Björn Steinsson,
Björn Sveinsson,
Gunnar Eiríksson,
(við stúlkur 18—25 ára, æskilegt
að mynd fylgi), allir Innri-Njarð-
vík, Gullbringusýslu.
Hulda Brynjólfsdóttir (við pilta eða
stúlkur 19—22 ára, mynd fylgi),
Kristín Jónsdóttir (við pilta eða
stúlkur 19—22 ára, mynd fylgi),
Ásdís Lárusdóttir (við pilta eða
stúlkur 19—33 ára, mynd fylgi),
Karitas Þorleifsdóttir (við pilta eða.
stúlkur 19—22 ára, mynd fylgi),
Anna Hrólfsdóttir (við pilta eða
stúlkur 18—22 ára, mynd fylgi),
Henný Þórðardóttir (við pilta eða
stúlkur 16—22 ára, mynd fylgi),.
Ingibjörg Kristjánsdóttir (við pilta
eða stúlkur 16—20 ára, mynd fylgi),
Ruth Kristjánsdóttir (við pilta eða
stúlkur 25—35 ára, mynd fylgi),
allar á Húsmæðraskólanum Hvera-
bökkum, Hveragerði.
Óskar Bjarnason (við stúlkur 16—18.
ára, mynd fylgi), Hásteinsvegi 21,
Vestmannaeyjum.
Helga Erla Hjartardóttir (við pilta
eða stúlkur 14—16 ára, mynd:
fylgi), Álfatröðum, Hörðudal,
Dal".sýslu.
Jón Guðnason (við stúlkur 16—20-
ára, æskilegt að mynd fylgi), Graf-
arnesi, Grundarfirði, Snæfellsnes-
sýslu.
Unnur Finnbogadóttir (við pilta eða,
stúlkur 18—24 ára), Skálmarnes-
múla, A.-Barðastrandarsýslu.
Edda Helgadóttir (15—17 ára, mynd
fylgi), Hátúni 29, Rvik.
Sjöfn Helgadóttir (15—17 ára, mynd
fylgi), Hátúni 29, Rvík.
Brynhildur Guðjónsdóttir (14—16
ára, mynd fylgi), Miðtúni 42,
Rvík.
Kristinn Skæringsson (við 17 ára.
stúlkur, mynd fylgi), Drangshlið,
A.-Eyjafjöll, Rangárvallasýslu.
Herdís Tómasdóttir (við pilt eða
stúlku ’7—20 ára, æskilegt að
mynd íylg.), Vindheimum, Lýtings-
staðarhreppi, Skagafirði.
Kristin Beck,
Sigríður Sigurðardóttir,
Hulda Bjarnadóttir,
(við pilta 18—23 ára, mynd fylgi),
allar é Reyðafirði.
Jón Kjartansson (við pilta eða stúlk-
ur 18—19 ára), Pálmholti, Arnar-
neshreppi, Eyjafjarðarsýslu.
Sonja Hreindal,
Linda Rósant,
Minnie Williams,
(við pilta 16—20 ára, mynd fylgi),
allar Sandgerði.
Jóhanna Þórarinsdóttir (18—20 ára),
Solveig Þórarinsdóttir (12—14 ára),
báðar á Fljótsbakka, Eiðaþinghá,
S.-Múlasýslu.
Kristín Ólafsdóttir (við pilta eða
stúlkur 16—18 áraj, Eyrargötu 3,
Siglufirði.
Ólöf Jónsdóttir (við pilt 18—25 ára),
Dalabæ, Siglufirði.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Aðalheiður Jóhannsdóttir,
Jóna K. Bjarnadóttir,
Elsa Ágústsdóttir,
(við pilta eða stúlkur 15—17 ára),
allar á Reykjaskóla, Hrútafirði,
V.-Hún.
Sigurlína Björnsdóttir (við pilt 15
Framhald á bls. 7.
Tímaritið SAMTÍÐIN
Flytur snjallar sögur, fróðlegar
ritgerðir og bráðsmellnar skop-
sögur.
10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr.
Ritstjóri: Sig. Skúlason magister.
Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75.
^ _____Æ
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.