Vikan


Vikan - 07.04.1949, Síða 7

Vikan - 07.04.1949, Síða 7
VIKAN, nr. 14, 1949 7 Júaníta (Framhald af bls. k-) illar undrunar, að dyrnar voru opnar. Hann gekk hljóðlaust inn og fyrir augum hans birtist stór forstofa og stigi. Þá var hann sleginn í höfuðið aftan frá, og allt varð svart fyrir augum hans. IV. Þegar hann raknaði aftur úr rotinu, lá hann í stóru, björtu herbergi. Teppi hafði verið breitt yfir hann og vatn stóð í könnu á borði við hliðina á legubekknum. Skamm- byssa hans og skotbelti lágu á kollstól þar rétt hjá. Hann var rétt í þann veginn að standa upp til þess að líta út um gluggann, þeg- ar hann heyrði brak í stiganum. Það var einhver að koma. Hann fleygði sér þegar út af á ný og lokaði augunum, eins og hann væri enn í roti. Hann gat sjálfsagt fengið hitt og annað að vita .... Jafnvel þótt hann opnaði ekki augun, fann hann, að það var Júaníta, sem kom inn. Hún gekk alveg að legubekknum og laut yfir hann til þess að athuga hann. Hann skynjaði svörtu augun hennar, — það var eins og þau vörpuðu frá sér leynd- um geislum, en hann hreyfði sig ekki og það var greinilegt, að hún hugði hann enn vera meðvitundarlausan. Hún sneri sér við og Don sá, að aftan við hana stóð gamall maður. Hann var með hyítt hár og bar slitinn þjónsbúning. Hún talaði við hann, ekki hátt, en þó svo, að vel mátti heyra: „Pedro, þú hefur leikið hann full grátt, held ég. Hvernig fórstu að?“ „Alveg eins og ungfrúin bauð mér. Ég beið, þar til ungi maðurinn kom að aðal- dyrunum, og þá barði ég hann með sand- pokanum. Var það ekki það, sem ungfrú- in sagði í símanum?“ „Jú,“ svaraði Júaníta hugsandi. „En ég er hrædd. Heldurðu ekki, að við ættum að sækja lækni?“ „Nei, þess gerist engin þörf,“ svaraði Pedro, „hann jafnar sig fljótt.“ Framhald á bls. 14. Vestmannaeyjar Framhald af bls. 3. Hér að framan hefur verið reynt að geta alls hins helzta, sem forvitinn ferðamann kynni að langa til að vita um Vestmanna- eyjar, ef hann tæki sér þangað ferð á hend- ur. En að sjálfsögðu er hér ekki um tæm- andi frásögn að ræða, enda hvorki til þess ætlazt né rúm til þess. Hins vegar vænti ég, að ekki hafi skotizt yfir margt, sem máli skiptir. Hér hefur ekki verið getið nema tveggja atvinnuvega, fiskveiðanna og fuglatekj- unnar, sem sérkennilegir eru fyrir Vest- mannaeyjar. En eins og sjá má af yfirlit- inu á 16. bls. er þar f jölmenn verzlunar- stétt, dugleg og fjölhæf iðnaðarmanna- stétt, starfsamir verkamenn, bifreiðastjór- ar, bændur og opinberir starfsmenn, eins og tilheyrir í hverju bæjarfélagi, því að myndarskapur er þar á allri mannvirkja- gerð. . . .“ 1. mynd. ... Og er þér skerið upp jarðargróður yðar, þá skalt þú eigi skera akur þinn út í hvert horn, né heldur skalt þú tína eftirtining uppskeru þinnar. Og eigi skalt þú gjörtína víngarð þinn, né heldur tína upp niður fallin ber I vingarði þtn- um; þú skalt skilja það eftir handa fátækum og útlendingum; ég er Drottinn, Guð yðar. 2. mynd: Og Móse kallaði saman allan Israel . . . 3. mynd: . . . gæt þú þín, að þú gleymir ekki Drottni, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahús- inu . . . Eigi skuluð þér elta neina aðra guði af guðum þjóða þeirra, er umhverfi yðar búa. 4. mynd: En er Farísearnir heyrðu, að hann hefði gjört Saddúkeana orðlausa, komu þeir saman; og einn af þeim, lögvitringur, freistaði hans og spurði: Meistari, hvert er hið mikla boðorð i lögmálinu? En hann sagði við hann: Þú skalt elska Drott- inn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Bréfasam bönd Framhald af bls. 2. —17 ára, mynd fylgi bréfi), Bæ, Höfðaströnd, Skagafirði. Salbjörg Þorbjörnsdóttir (við pilt eða stúlku 17—20 ára), Súðavík, Norð- ur-lsafjarðarsýslu. Sigríður Auðunsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Dvergasteini, Súðavík, Norður-lsafjarðarsýslu. Björg Magnúsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Engjabæ, Holtaveg, Reykjavík. Lúlla Jóhannesdóttir (við pilta eða stúlkur 15—17 ára), Ásum, Hvera- gerði, Árnessýslu. Gíslína Sigurðardóttir (við pilta eða Mynd að ofan til vinstri: Tíu menn starfa nú við að smíða, selja, aka og gera við bíl, en fyrir 40 árum starfaði einn maður við að smíða, selja og aka vagni. Mynd að neðan t. v.: 1 suðurhöfum eru til einkenni- legir fiskar, „sæhestar", heita á vísindamáli hippocampus. Haus þeirra líkist hrosshausi, en sporðurinn er langur, og notar fiskurinn hann til þess að festa sig við þara og annan sjávargróður. Mynd t. h.: Á vissum árstíðum er það siður sumra lægri stéttar manna á Indlandi að leggja á sig líkamspyntingar af fordild eða vegna fjárhagsvandræða. Þessi náungi hefur stungið járnteini gegnum kinnarnar á sér. stúlkur 15—17 ára), Aðalbóli, Hveragerði, Árnessýslu. Bjöm Jóhannesson (við stúlkur 16 —21 árs), Brimnesvegi 12, Ólafs- firði. Guðmundur Guðmundsson (við stúlk- ur 16—21 árs), Túngötu 18, Ólafs- firði. Hulda Hafnfjörð (við pilta 19—25 ára), Silfurtúni 7, Garðahreppi. Sara Jóhannsdóttir (við pilta 19— 25 ára), Silfurtúni 4, Garðahreppi. Helga Jóhannsdóttir (við pilt eða stúlku 13—15 ára), Silfurtúni 4, Garðahreppi. Jónhildur Halldórsdóttir (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Húsavík, S.- Þingeyjarsýslu. Huld Gísladóttir (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Húsavik, S.-Þingeyj- arsýslu. Vigdís Ása Kristjánsdóttir (16—18 ára), Einholti, Biskupstungum, Árnessýslu. Trausti Kristjánsson (11—13 ára), Einholti, Biskupstungum, Árnes- sýslu. Guðrún Kristjánsdóttir (við pilt eða stúlku 16—18 ára, mynd fylgi), Spóastöðum, Biskupstungum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.