Vikan


Vikan - 07.04.1949, Side 11

Vikan - 07.04.1949, Side 11
VIKAN, nr. 14, 1949 11 BLAA LESTIIM Framhaldssaga: Sakamálasaga eftir Agatha Christie 23 „Nú er bezt aö hætta,“ sagðí hún þurrlega við Poirot. Poirot deplaði augunum. „Ágætt!" sagði hann. „I>ér eruð dóttir föður yðar, ungfrú Zía. Þér vitið, hvenær þér eigið að hætta. Það er listin!" Hann leit kringum sig í salnum. „Ég sé föður yðar hvergi,“ sagði hann hirðu- leysislega. „®g ætla að sækja kápuna yðar, ungfrú, og svo skulum við koma út i garðinn." En hann fór ekki rakleitt inn í fatageymsl- una. Hann hafði séð, þegar Papopolous hvarf út úr salnum skömmu áður, og honum var umhug- að að vita, hvað orðið hefði af gríska refnum. Hann fann hann óvænt í stóra anddyrinu. Hann stóð upp við eina súluna, og var að tala við konu, sem var nýkomin. Konan var Mírella. Poirot gekk oflátungslega um anddyrið, og án þess þau tækju eftir, komst hann á bak við súl- una og heyrði, að þau voru í áköfum samræð- um — eða öllu heldur, dansmærin talaði, en Papopolous skaut inn í eins atkvæðisorðum öðru hverju og viðhafði íburðarmikla handatilburði. „Ég sagði yður, að ég verð að fá tíma,“ sagði dansmærin. Ef þér gefið mér tíma, skal ég út- vega peningana." „Það er óþægilegt að þurfa að bíða,“ sagði Grikkinn og yppti öxlum. „Aðeins örstuttan tíma,“ bað dansmærin. „Þér verðið að lofa mér það! Eina viku — tíu daga — meira bið ég ekki um. Þér getið verið öruggur. Peningarnir skulu koma.“ Papopolous tvísté dálítið og leit órólega i kringum sig — og sá þá andlit Poirot með sak- leysislegt bros, rétt við olnbogann á sér. „Héma eruð þér þá, Papopolous. Ég hefi verið að leita að yður. Er leyfilegt, að ég fari með ungfrú ZIu I smágönguferð út í garðinn? Gott kvöld, ungfrú." Hann hneigði sig djúpt fyrir Mírellu. „Ég bið yður auðmjúklega fyrirgefn- ingar, að ég skyldi ekki sjá yður strax.“ Dansmærin tók kveðju hans með nokkurri ó- þolinmæði. Henni gramdist sýnilega, að fá ekki að halda samtali sínu áfram í friði. Poirot var fljótur að skilja það. Papopolous sagði strax: „Auðvitað — já auðvitað,” og Poirot dró sig samstundis í hié. _ Hann sótti kápu Zíu, og þau gengu saman út í garðinn. „Hérna er það, sem sjálfsmorðín eru framin," sagði Zía. Poirot yppti öxlum. „Það er sagt svo. Menn- irnir eru heimskir, finnst yður ekki, ungfrú? Að éta, drekka og anda að sér góðu lofti, Það er sönn ánægja, ungfrú. Það er heimskulegt að segja skilið við það allt, einungis af þvi að mað- ur hefur enga peninga — eða af því að hjartað finnur til. Amor veldur mörgum slysum, er það ekki ?" , Zía hló. „Þér ættuð ekki að hlæja að ástinni, ungfrú," sagði Poirot og skók vísifingurinn framan í hana. „Þér eruð ung og falleg." „Það er nú varla hægt að segja það," sagði Zía; „þér gleymið, að ég er þrjátíu og þriggja, Poirot. Ég er hreinskilin við yður, þvi að annað er ekki til neins. Eins og þér sögðuð föður mín- um, þá eru nákvæmlega seytján ár síðan þér hjálpuðuð okkur í París." „Þegar ég lít á yður, finnst mér það miklu styttra," sagði Poirot kurteislega. „Þér voruð þá mjög líkar þvi, sem þór eruð núna, imgfrú, dálítið grennri, dálitið fölari, dálítið alvarlegri. Sextán ára og nýkomin úr skóla. Ekki skóla- stúlka, og heldur ekki fullþroska kona. Þér vor- uð yndisleg og heillandi, ungfrú Zía; ýmsir fleiri hafa vafalaust litið eins á.“ „Sextán ára er maður heimskur og fákunnandi," sagði Zia. „Það getur verið," sagði Poirot, „já, það get- ur vel verið. Maður er kannski auðtrúa, trúir því, sem manni er sagt.“ Ef hann hefur séð hvernig Zía gaut til hans augunum, þá lét hann ekki á því bera. Hann hélt áfram dreymandi: ..Það var skrítilegt það mál allt saman. Faðir yðar hefur aldrei skilið það að fullu." „Jæja?“ „Þegar hann spurði mig um einstök atriði til skýringar, sagði ég við hann: „Ég hef útvegað yður það, sem þér misstuð, án þess að úr yrði opinbert hneykslismál. Þér megið ekki spyrja mig neinna. spurninga". Vitið þér, ungfrú, af hverju ég sagði þetta?" „Það hef ég ekki hugmynd um,“ sagði hún kuldalega. „Það var af því, að mér var hlýtt til lítillar skólastúlku, sem var föl, grönn og alvarleg." „Ég skil ekki, hvað þér eruð að tala um,“ sagði Zía reiðilega. „Skiljið þér það ekki, ungfrú? Eruð þér bún- ar að gleyma Antonio Pirezzio?“ Hann heyrði að hún dró andann snöggt að sér — saup næstum hveljur. „Hann kom sem aðstoðarmaður í búðina, en þannig gat hann ekki náð því, sem hann vildi. En aðstoðarmaður getur lyft augum sinum til dóttur húsbónda síns, er það ekki? Ef hann er ungur og laglegur og tungumjúkur. Og af því að þau geta ekki alltaf verið að tjá hvort öðru ást sína, verða þau styndum að tala um það, sem þau hafa bæði áhuga á — svo sem þennan merkilegan hlut, sem um þessar mundir var i eigu herra Popopolousar. Og með því að ungt fólk, eins og þér segið, er heimskt og trúgjarnt, var auðvelt fyrir hana að trúa honum og lofa honum að sjá þennan hlut, sýna honum, hvar hann var geymdur. Og á eftir, þegar hann var horfinn — þegar hið ótrúlega var skeð — ó, veslings litla skólastúlkan! Hún er í hræðilegri klípu. Hún er hrædd, skinnið litla. Á hún að segja frá eða þegja? Og þá kemur þessi ein- staki maður, Hercule Poirot. Það var næstum kraftaverk, hvernig allt fór. Hið dýrmæta erfða- fé kemur aftur, og einskis er spurt." Zía sneri sér að honum ofsareið. „Þér hafið alltaf vitað þetta? Hver sagði yð- ur það? Var það — var það Antonio?" Poirot hristi höfuðið. „Það sagði mér það enginn," sagði hann stilli- lega. „Ég gat mér þess til. Og tilgátan var rétt, er það ekki ? Leynilögreglumaður verður að vera góður að geta í eyðumar." Stúlkan gekk við hlið hans í nokkrar mínútur án þess að mæla. Svo sagði hún hörkulega: „Jæja, hvað ætlið þér að gera? Ætlið þér að segja pabba frá öllu saman?" „Nei," sagði Poirot snöggt. „Vissulega ekki." Hún leit forvitnislega á hann. „Þér viljið hafa eitthvað gott af mér?" „Ég óska eftir aðstoð yðar, ungfrú." „Af hverju haldið þér, að ég geti hjálpað yður?“ „Ég held það ekki, ég vona það aðeins." „Og ef ég hjálpa yður ekki, þá — ætlið þér að segja föður mínum allt af létta?" „Nei, Nei! Losið yður sem fyrst við þá hug- mynd, ungfrú. Ég beiti ekki kúgun. Ég veifa ekki framan I yður leyndarmáli ýðar og ógna yður með þvi.“ „Ef ég neita að hjálpa yður —" byrjaði hún hægt. „Þá neitið þér því, og þar með búið." „Hvers vegna voruð þér þá —" hún þagnaði. „Ég skal segja yður hvers vegna. Konur eru göfuglyndar. Ef þær geta gert greiða manni, sem hefur gert þeim greiða, þá gera þær það. Ég gerði yður einu sinni gTeiða, imgfrú. Ég þagði, þegar ég gat talað." Það varð aftur þögn; svo sagði stúlkan: „Fað- ir minn gaf yður bendingu um daginn." „Það var fallega gert af honum." „Ég held ekki, að ég hafi neinu við það að bæta,“ sagði Zía hægL Ef Poirot hefur orðið fyrir vonbrigðum, þá lét hann ekki á því bera. Enginn vöðvi í and- liti hans bærðist. „Jæja," sagði hann glaðlega, „þá skulum við tala um eitthvað annað." Hann hóf þegar léttar samræður. En stúlkan var utan við sig, og svör hennar voru utan gátta. Þegar þau nálguðust spilahöllina aftur, virtist hún taka ákvörðun. „Poirot?" „Já, ungfrú?" „Mig — mig langar til að hjálpa yður, ef ég get.“ „Þér erúð mjög vingjarnlegar, ungfrú — mjög vingjarnlegar." Aftur varð þögn. Poirot rak ekki á eftir henni. „Já,“ sagði Zía, „hví skyldi ég ekki segja yður það? Faðir minn er varkár — mjög varkár í orðum. En ég veit, að þess gerist ekki þörf gagnvart yður. Þér hafið sagt okkur, að þér séuð aðeins að grafast fyrir. morðið, og að yður standi á sama um gimsteinana. Ég trúi yður. Það var alveg rétt hjá yður, þegar þér gátuð þess til, að við hefðum komið til Nice vegna rúbinanna. Þeir hafa verið afhentir hér sam- kvæmt áætlun. Faðir minn hefur þá núna. Hann gaf yður bendingu um það um daginn, hver hinn dularfulli viðskiptarvinur væri.“ „Markgreifinn ?" sagði Poirot lágt. „Já, markgreifinn." „Hafið þér nokkurn tíma séð markgreifann, ungfrú Zía?“ „Einu sinni," sagði Zía. „En ekki vel,“ bætti hún. „Það var I gegnum skráargat." „Það er alltaf erfiðleikum bundið," sagði Poirot samúðarfullur, „en eigi að síður sáuð þér hann. Munduð þér þekkja hann aftur?" Zía hristi höfuðið. „Hann var með grímu," sagði hún. „Er hann ungur eða gamall?" „Hann Var gráhærður. Það getur hafa verið hárkolla, en hún hefur þá farið mjög vel. Ég held ekki, að hann sé gamall. Hann var unglegur í hreyfingum, og röddin var líka ungleg." „Röddin?“ sagði Poirot hugsandi. „Já, röddin! Munduð þér þekkja hana aftur, ungfrú Zía?" „Það er ekki óhugsandi," sagði hún.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.