Vikan


Vikan - 07.04.1949, Síða 12

Vikan - 07.04.1949, Síða 12
12 „Yður lék hugur á að sjá hann? i>að var þess vegna, sem þér horfðuð í gegnum skráargatið ?“ Zía kinkaði kolli. „Já, ég var forvitin. Maður hafði heyrt svo margt — hann er ekki venjulegur þjófur — hann líkist meira rómantískri sögupersónu." „Já," sagði Poirot hugsandi, „já; ef til vill.“ „Kn það var ekki þetta, sem ég ætlaði að segja yður,“ sagði Zía. „Þaðv var annað smá- atriði, sem ég hélt, að gæti kannski orðið yður að gagni." „Já,“ sagði Poirot uppörvandi. „Rúbínarnir voru, eins og ég sagði, afhentir pabba i Nice. Eg sá ekki manneskjuna, sem af- henti þá, en —“ „Já?“ ,,En ég veit með vissu, að það var kvenmað- ur.“ 29. KAFLI. Bréf að heiman. „Kæra Katrín, — Þér lifið í hópi svo tiginna vína um þessar mundir, að ég býst ekki við, að þér kærið yður um, að heyra fréttir héðan; en af því að ég hef alltaf . álitið yður skynsama stúlku, ætla ég samt að hætta á það. Hér geng- ur allt að mestu sinn - vana gang. Það hefur gengið heil mikið á út af nýju aðstoðarprestin- um. Allir hafa talað um það við prestinn, en þér vitið hvernig presturinn er — ekkert nema góð- vildin. Ég hef átt í miklu basli með stúlkurnar. Annie var ómöguleg — með pilsin upp á hnjám og vildi ekki vera í ullarsokkum. Engin þeirra þolir að talað sé við hana. Ég hef verið slæm af gigtinni, og Harris læknir fékk mig til að fara til sérfræðings í London. Ég sagði honum, að það væri sama og að kasta 100 krónum í sjóinn, auk járnbrautarfargjaldsins — en með því að bíða þangað til á miðvikudag, fékk ég ódýra ferð heim. Sérfræðingurinn var með allskonar útúr- dúra, þangað til ég sagði við hann; „Ég er blátt áfram kona, læknir, og vil að talað sé við mig blátt áfram og útúrdúralaust. Er það krabba- mein eða er það ekki?“ Og þá varð hann auð- vitað að segja, að það væri krabbamein. Hann gaf mér ár eða svo og ef ég færi vel með mig, sagði hann að mundi ekki verða mjög kvalar- fullt, en ég er viss um, að ég þoli kvalir eins og hver annar kristinn kvenmaður. Lífið er hálf- einmanalegt stundum, flestir vinir mínir dánir eða farnir. Ég vildi óska, að þér væruð hér Á St. Mary Mead, kæra Katrín. Ef þér hefðuð ekki eignast þessa peninga og farið burtu, mundi ég hafa boðið yður helmingi hærri laun en þér fenguð hjá veslings Jane, en það er ekki til neins að óska sér þess, sem ekki er hægt að fá. Og þó, ef illa skyldi fara fyrir yður — og slikt er alltaf hugsanlegt. Ég hef heyrt ótalsögur um falska aðalsmenn, sem kvænzt hafa ungum stúlkum, náð af þeim peningunum og yfirgefið þær siðan. Ég býst við, að þér séuð of skynsöm til að láta fara þannig með yður, en það er aldrei að vita. Munið því að hér er alltaf heimili opið fyrir yður; og þó að ég sé stundum orðhvöt, þá er ég líka góð- hjörtuð. — Yðar einlæga, gamla vinkona, Amalia Viner. P.S. — Ég sá minnst á yður í blaðinu í sam-. bandi við frænku yðar Tamplin greifafrú, og ég klippti það úr og geymi það hjá öðrum blaða- úrklippum. Ég bað fyrir yður á sunnudaginn, að þér mættuð forðast hroka og hégómagirnd." Katrín las þetta sérkennilega bréf tvisvar, svo lagði hún það frá sér og starði út um svefn- herbergisgluggann, út yfir blátt Miðjarðarhafið. Hún fann undarlegan kökk í hálsinum á sér. Skyndileg þrá' eftir St. Mary Mead greip hana. St. Mary Mead með öllum hinum hversdagslegu smáatburðum sínum, og þó — heimkynnið. Hana langaði til að leggja höfuðið á handlegg sér og vatna músum. En rétt í því kom Lenox inn. „Halló, Katrin," sagði Lenox. „Heyrðu — hvað er að ?“ „Ekkert,“~sagði Katrin og þreif bréf Amelíu Viner og tróð því í töskuna sina. „Þú varst svo undarleg á svipinn," sagði Lenox. „Heyrðu — ég vona að þér sé sama — ég hringdi til vinar þíns, herra Poirot, og bað hann að borða hádegisverð með okkur í Nice. Ég sagði, að þig langaði til að hitta hann, því að ég var hrædd um, að hann kæmi ekki mín vegna.“ „Langaði þig til að hitta hann?" spurði Katrín. „Já,“ sagði Lenox. „Ég get ekki neitað þvi, að ég er hrifin af þonum. Ég hef aldrei fyrr séð mann með græn augu eins og í ketti." MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Stjáni: Hvernig lízt þér á þetta, Raggi? Allt fýrir eina krónu! Raggi: Krónu ? 2. Stjáni: Hvers vegna færðu þér ekki eitt? Raggi: Það ' l. ..utt það, sem ég var að hugsa um . . . 3. Kaupmaðurinn: Bíddu svolítið, þú verður að skrifa hérna undir skjal . . . Raggi: Til hvers er þetta skjal? Ég er búinn að borga krónuna. 4. Kaupmaðurinn: Krónan var bara afbórgun og þá eru sjö krónur eftir . . . VTKAN, nj 14, 1949 FELUMYND Hvar er bóndakonan? „Jæja,“ sagði Katrín þreytulega. Siðustu dag- arnir höfðu verið erfiðir. Handtaka Dereks Kett- ering hafði verið á allra vörum, og morðið í Bláu lestinni hafði verið rætt frá öllum hugsanlegum hliðum. „Ég er búin að panta bíl,“ sagði Lenox, „og ég skrökvaði einhverju að mömmu — því miður man ég ekki almennilega hvað það var; en það skiptir ekki máli, því að hún gleymir þvi líka. Ef hún vissi, hvert við ætlum, mundi hún vilja koma líka, til að veiða upp úr Poirot." Þegar þær komu til Negresco, beið Poirot þeirra þar. Hann var fullur af gallverskri kurteisi og jós yfir þær slíkum gullhömrum, að þær urðu mátt- lausar af hlátri; þrátt fyrir þetta var máltíðin ekki skemmtileg. Katrín var dreymandi og utan við sig, og Lenox talaði af miklum ákafa, en þagði þess á milli. Meðan þau sátu úti á stól- pallinum og drukku kaffið, sneri hún sér allt í einu snöggt að Poirot og sagði: „Hvernig gengur? Þér vitið hvað ég á við?“ Poirot yppti öxlum. „Það gengur sinn gang,“ sagi hann. „Og þér látið það ganga sinn gang?“ Hann leit á Lenox, dálítið dapurlega. „Þér eruð ungar, kæra fröken, en það er þrennt, sem ekki er hægt að reka á eftir — góð- ur guð, náttúran og gamalt fólk." „Vitleysa!" sagði Lenox. „Þér eruð ekki gamall." „Þetta var fallega sagt af yður.“ „Þarna kemur Knighton majór," sagði Lenox. Katrin sneri sér snöggt við, og síðan aftur. „Hann er með Van Aldin," hélt Lenox áfram. „Ég þarf að spyrja Knighton majór um dálítið. Ég verð enga stund." Þegar þau voru orðin tvö ein eftir, hallaði Poirot sér að Katrínu og sagði: „Þér eruð utan við yður, ungfrú; hugsanir yðar eru langt í burtu, er ekki svo?“ „Heima á Englandi, lengra ekki." Af skyndilegu hugboði tók hún upp bréfið, sem hún hafði fengið um morguninn og rétti honum það. „Þetta eru fyrstu orðin, sem berast til mín frá gömlum slóðum; þau snerta mig einhvern- veginn sárt.“ Hann las bréfið og rétti henni það aftur. Þér ætlið þá aftur til St. Mary Mead?" „Nei," sagði Katrín, „hví skyldi ég gera það?“ „Jæja,“ sagði Poirot, „mér hefur skjátlast. Vyrirgefið þó að ég bregði mér snöggvast frá.“ Hann fór þangað sem Lenox Tampíin var að tala við Van Aldin og Knighton. Ameríkumaður- inn var ellilegur og þreyttur í útliti. Hann heils- aði Poirot með því að kinka stuttaralega kolli, en án nokkurrar hlýju. Þegar hann sneri sér við til að svara einhverri athugasemd frá Lenox, dró Poirot Knighton til hliðar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.