Vikan


Vikan - 07.07.1949, Blaðsíða 5

Vikan - 07.07.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 27, 1949 5 Framhaldssaga: iniiiiiiHiiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiiimiiimmmiiiiiim Dóttir miljönamæringsins Sakamálasaga eftir Lawrence G. Blochman 9 iiimiimiii ................................................................................iiiiiiiiiiniimiiii........ svar við skeytum mínum. Það mun spara okkur öllum mikla vafninga og óþægindi." ,,Á þetta að vera tilraun til þess að ógna mér, herra Larkin.“ ,,Alls ekki. Þvert á móti hefi ég lagt öll mín spil á borðið — og trompin með.“ „Skipstjórinn kinkaði kolli, laut áfram og studdi fjórum sinnum á lítinn hnapp. Hann beið lítið eitt og þrýsti því neest aftur fjórum sinn- um á hnappinn. Larkin heyrði bjöllu hringja einhversstaðar i fjarska. „Vindling?“ spurði skipstjórinn, um leið og hann náði í rauða, lakkaða öskju ofan af hillu fyrir ofan hvílu sina og rétti Larkin. Larkin þakkaði fyrír sig og þá vindlinginn. Þetta voru japanskir vindlingar, og var einn þriðji hluti þeirra úr eintómum pappír. Við fyrsta reykinn varð Larkin hugsað til sumarkvölds eins í æsku hans, þegar gripahús hafði brunnið í nánd við heimili hans. Nú opnuðust dyrnar og dr. Bioki kom skjögr- andi inn með syfjuleg augu og bauð syfjulega gott kvöld. 1 hinum hvítröndótta japanska slopp líktist hann mest fjölleikatjaldi á markaði. Fuji- wara skipstjóri sagði eitthvað við hann á jap- önsku, og hann svaraði á sömu tungu. „Dr. Bioki segir, að fyrsti loftskeytamaður sé mun betri,“ þýddi skipstjórinn. „Ef til vill getur hann tekið til starfa þegar í nótt.“ „Ágætt," sagði Larkin. „Það gleður mig að heyra, að það var þá ekki taugaveiki! Hvernig gengur annars með hershöfðingjann ?“ „Hann er einnig miklu betri,“ svaraði dr. Bioki. ,Hershöfðinginn getur ef til vill þegar á morg- un flutt sig i sinn eigin klefa Ef yður er illa við meðalalykt, herra Larkin, þá gætuð þér flutt yður í annan klefa.“ ,Já, ef til vill þigg ég það,“ svaraði Larkin. Enda þótt mér finnist, að ekkert sé mér til ama núna, nema það að fá óskiljanleg svör við skeyt- um mínum. Við skulum sjá til á morgun. Svo þakka ég ykkur, herrar mínir, og vona, að þið sofið vel í nótt.“ Skipstjórinn og skipslæknirinn lögðu báðir hendurnar á hné sér og beygðu sig um mittið. Larkin fór eins að. Það var ekki vottur af háði í stælingu hans, honum var þetta aðeins lexía í japanskri kurteisi. Og á meðan hann gekk afturábak út að klefadyrunum, hugsaði hann um það, hve mikill fjandsamlegur kuldi var bak- við þessa auturlenzku kurteisi, sem var jafnvel enn kaldari en ensk kurteisi, og er þá mikið sagt. Jafn skjótt og Larkin var kominn upp á þilfar aftur, fleygði hann japanska vindlingnum fyrir borð og kveikti sér í einum af sínum eigin vind- lingum. Skipið vaggaðist rólega. Regnið var orðið að þokukenndum úða, og hás hljómur þokulúðursins gaf til kynna minnkandi skygni úr stjórnpallinum. Larkin reikaði aftur á að loftskeytaklefanum. Smá ljósgeislar bárust út i gegnum hin óþéttu skilrúm. Hann tyllti sér á tá og reyndi að gægjast inn. Skyndilega heyrði hann fótatak að baki sér. Hann sneri sér við og sá hinum hvita hálsklút og hatti Williams Cuttles bregða fyrir, áður en maðurinn hvarf í þokuna. Nú, það var til einskis að reyna að herða meira á málunum að sinni. Framtíðin hvíldi í skauti guðanna — guða Fujiwara skipstjóra. Nú gat hann ekkert gert, nema beðið. Larkin gekk aftur til klefa sins, tók af sér skóna, náði í bók upp úr tösku sinni og lagðist upp í koju. Þrem stundarfjórðungum siðar var barið á dyrnar. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var meira en eitt. Hann stökk á fætur og opnaði dyrnar. Þjónn stóð fyrir utan og rétti honum umslag Hann lokaði dyrunum aftur, settist og horfði á umslagið sigrihrósandi. Svar Beasleys var komið og það voru heilar sex síður. Larkin tók að lesa skeytin: Larkin s/s Kumu-maru. Skeyti móttekið stop Gott þér eruð allsgáð- ur stop Viðvíkjandi bróður já stop Skaut skjalavörð stop Hér með yfirlit um æviferil Arthur Gorman Bonner fæddur Yokohama 1908 vísað úr Harwardháskóla 1927 Koll- steypti ölvagni klesti annan á ráðhúströpp- unum stop Handtekinn fyrir fölsun 1928 sleppt gegn ábyrgð föður stop Handtekinn 1929 fyrir ákeyrslu á Manhattanvegi full- komin innbrotsverkfæri í bílnum skýring veðmál innbrot í banka vinar sleppt með refsingu fyrir gálausan akstur stop Hand- tekinn 1930 drykkjuóspektir leynikrá Juni- per-klúbbsins New York dæmdur fyrir gá- leysismorð Sing Sing sleppt 1935 stop Ekk- ert nýtt stop Ósennilegt að hann sé um borð þar sem gengur frjáls gegn loforði stop Senda sem fyrst sögu Dots stop Banatilræði Rodriguez síðar. Beasley. „Laglegur náungi eða hitt þó heldur, verð ég að segja,“ muldraði Larkin við sjálfan sig og braut saman skeytið. „Ekkert að undra þó Dot afneiti honurn!" Hann skemmti sér við tilhugsunina um svip hennar þegar hann morguninn eftir myndi segja henni frá þessum upplýsingum. En átti hann ef til viU að sleppa því? Það myndi ef til vill verða enn áhrifameira að sýna henni einkabróð- ur sinn í eigin persónu. Skipstjórinn hafði lofað Larkin því að hann mætti taka þátt í leitinni að leynifarþeganum. Það var reyndar mjög lík- legt, að aðstoðarmenn skipstjórans reyndu að blekkja hann, einkum þar sem hann hafði sterkl an grun um, að Arthur hefði verið smyglað um borð af einhverjum af yfirmönnum skipsins. En hann ákvað að láta hverjum degi nægja slna þjáningu. Larkin sofnaði í öllum fötum, með ljósið log- andi og skeyti Beasleys í höndunum, auk þess eyrnafylli af eimblístruhvin. Er hann vaknaði var ennþá hljómur í eyrum hans. Það var orðið albjart. Hann spratt upp úr rúminu, fullviss um það, að hann hafði vaknað við alveg nýstárlegan hávaða og að það hafði ekki verið þokulúðurinn, sem hafði glumið alla nóttina. Nú heyrði hann óminn af fótataki hlaup- andi manna uppi á þilfarinu og japanskar radd- ir, hásar af æsingu. Hann smeygði sér í skó og opnaði dyrnar í einu vetfangi. Hann deplaði augunum til þess að vekja sig betur og starði út í dapurlegt, þoku- fyllt morgunloftið. Það sá ekki í sjóinn fyrir þoku né heldur i skipsstafninn, og siglutopparnir virtust horfnar út í veraldartómið. En um það bil fimmtíu stikur frá klefa Larkins var saman kom- inn hópúr manna hjá loftrásaropi einu. Þar voru kubbslegir japanskir sjómenn með uppbrettar buxnaskálmar, hásetar, sem áttu frívakt, í skárri fötunum og einkennisbúinn stýrimaður. Larkin flýtti sér til þeirra, ruddi sér braut fram i fremstu röð, fylgdi augnaráði þeirra — og lá við aðsvifi. Það mundi ekki vera nauðsynlegt að hefja leit að laumufarþeganum, sem líktist svo ótrú- lega Dorothy Bonner, né heldur bera hana sam- an við sinn ódæla bróður. Laumufarþeginn, sem fyrir stundu hafði verið allleyndardómsfull persóna, var nú allt í einu kominn fram í heið- ríkju raunveruleikans á hinn dapurlegasta hátt. Á votu og gljáandi þilfarinu lá líkami Arthurs Gorman Bonners stífur og strengdur, skorðaður milli lestaropskarms og loftpípu. Hann lá í móðurætt. Blóðrák ein teygði sig frá munnvikinu og aftur i hársrætur. Hann mætti starandi augnaráði Larkins með uppglenntum, gegnsæjum, bláum augum, sem virtust hafa storknað með samblandi af undrun og hræðslu- glampa. Dr. Bioki ruddi sér braut gegnum mannþvög una, en Larkin vissi það þegar, að Arthur Bonn- er var dauður. Læknirinn lagðist á hnén hjá líkinu, en Larkin beygði sig yfir öxl hans, eins og hann væri dáleiddur af augum hins dauða. Hann veitti þvi athygli, að vinstri ermi Bonners var uppbrett, og snjóhvitur handleggur hans var alsettur smáblettum, sem virtust einna helzt vera nálarför. Auk þess tók hann eftir því, að buxna- vasar hans og jakkavasar voru úthverfir. Fujiwara skipstjóri kom gangandi hröðum skrefum eftir þilfarinu og með honum brytinn. Þeir ræddu á japönsku við skipslækninn, en óð- um dreif fleira fólk að. Larkin veitti því athygli, að einungis tveir af fyrsta farrýmisfarþegum voru í mannþyrpingunni, herra Shima hinn vel- klæddi og William Cuttle frá New York. Cuttle var alklæddur og hafði auðsjáanlega verið vak- andi góða stund. Það voru sápublettir bak við stór eyru hans. „Þekkið þér þennan mann, herra Larkin ?“ spurði Fujiwara skipstjóri, um það bil er háseti einn var að breiða segldúk yfir líkið. „Nei, ég þekki hann ekki,“ svaraði Larkin. „Skyldi það ekki geta verið laumufarþeginn, sem þér höfðuð svo mikinn áhuga á í gær?“ hélt skipstjórinn áfram. „Þetta er maðurinn, sem ég sá á þilfarinu í gær og fyrrakvöld. Hvort hann er laumufar- þegi, veit ég ekkert um. Þér gætuð spurt bryt- ann.“ „Brytinn segir, að hann sé ekki farþegi. Þér getið sagt til um, hver hann er, herra Larkin?“ „Hvernig ætti ég að geta það?“ sagði Larkin eftir andartaks þögn. „Ég hef aldrei séð snefil af honum fyrr en ég kom hingað um borð.“ „Hann hefur ekkert vegabréf og engin skjöl," sagði skipstjórinn. „Ef enginn getur sagt til um, hver hann er, verðum við að varpa likinu í sjóinn að gömlum sið.“ „Ekki þó fyrr en gerður hefur verið líkskurð- ur vona ég!“ flýtti Larkin sér að segja. „Dr. Bioki vantar öll tæki til þess að fram- kvæma slikar aðgerðir hér á skipsfjöl," svaraði skipstjórinn. „Auk þess er krufning ekki nauð- synleg, þar sem um slys er að ræða, hauskúpu- brot, segir Bioki læknir." „Já, hann hlýtur að hafa hrasað i myrkrinu," sagði læknirinn. „Hversu lengi hefur hann verið dauður, lækn- ir ?“ „Nokkra klukkutíma. Þilfarið er mjög sleipt."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.