Vikan - 07.07.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 27, 1949
7
Isafoldarprentsmiðja hefur
hafið útgáfu Ferðaminninga
Sveinbjarnar Egilson og er
fyrra bindið nýkomið út, hátt
á fimmta hundrað blaðsíður að
stærð, með ritgerð eftir Gils
Guðmundsson um Sveinbjörn.
Ferðaminningarnar eru frá-
sögur frá sjóferðum víða um
heim, önnur útgáfa aukin,
Ferðaminningum Sveinbjarn-
ar var ákaflega vel tekið, bæði
af ritdómurum og almenningi,
og þær mikið lesnar, enda hafa
þær löngum þótt hinn bezti
skemmtilestur og fróðlegar
mjög. Er ekki nokkur vafi á
því, að þessi nýja, myndarlega
útgáfa Ferðaminninga. Svein-
bjarnar verður ákaflega vinsæl.
Sveinbjörn var fæddur í
Hafnarfirði 21. ágúst 1863, son-
ur Þorsteins kaupmanns Egils-
nonar, en hann var sonur Svein-
bjarnar Egilssonar rektors og
Helgu Benediktsdóttur yfirdóm-
ara Gröndal. I ritgerðinni um
Sveinbjörn Egilson segir Gils
Guðmundsson m. a.: ,,Frá því
er hann var sautján ára, og fram
að tvítugu var hann á hverju
sumri á vöruflutningaskipum
þeim, er fluttu vörur til föður
hans á vorin. . . . Féll honum
einkar vel vistin á sjónum, svo
að segja mátti, að snemma
beygðist krókurinn til þess, sem
verða vildi. En Sveinbirni var
einnig létt um nám, og var því
ákveðið, að hann gengi mennta-
veginn. Gekk hann í latínuskól-
ann í Reykjavík og lauk þaðan
stúdentsprófi 1884. Þá um vor-
ið, að prófi loknu, gerðist hann
skipverji á dönsku skipi og sigldi
með því til Liverpool um sum-
arið. Næsta haust innritaðist
hann í prestaskólann og stund-
aði þar nám vetrarlangt. Eigi
fékk hann þó alls kostar fellt
sig við guðfræðinámið, enda seg-
ir hann svo frá, að hann hafi
talið sig vanbúinn til þess að
gerast prestur og sálusorgari,
svo ungur og reynslulítill sem
hann var. Auk þess gerði nú
útþráin vart við sig. . . . Sum-
arið 1885 steig Sveinbjörn á
skip og hélt af landi burt til
Englands, ákveðinn í því að ger-
ast sjómaður og læra til hlítar
öll þau störf, sem þar að lúta
U
Það var Benedikt Gröndal,
föðurbróðir Sveinbjarnar, sá er
samdi Heljarslóðarorustu, sem í
upphafi hvatti hann mjög til að
rita ferðaminningarnar, en
Sveinbjörn dvaldi hjá honum
síðasta veturinn, sem gamli mað-
urinn lifði. Gröndal dó í ágúst
1907.
Finnsku fimleikamennirnir
Sjá forsíðu og bls. 3.
Heikki Savolinen
Esa Seeste
w
Veikko Huhtanen
Keleve Laitinen
Aimo Tanner
Sulo Salmi