Vikan


Vikan - 14.07.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 14.07.1949, Blaðsíða 3
'VTKAN, nr. 28, 1949 3 BEIRA í Austur-Afríku Versti staður í heimi MICHAEL CROFT er gamall Oxford- stúdent, 27 ára að aldri. Var hér á ferð í fyrra ásamt vini sínum og skólabróð- ur Russell Enoch, sem Vikan hirti eftir smásögu í 18. tölublaði þ. á. Croft hef- ur lagt margt á gjörva hönd, m. a. hefur hann stundað farmennsku, og sækir hann efni greinar sinnar til þess tíma. Sjómenn nefndu Beira versta stað í fieimi. Þeir, sem búið hafa á Gullströnd- inni eða Nýju Guineu, andmæla því. En Beira er höfn og sjómenn dæma hana út frá öðrum höfnum og hafnarbæjum, sem þeir hafa komið í. Beira er í portúgölsku Austur-Afríku um þúsund enskar mílur fyrir sunnan mið- baug á ca. 20° s. b. Hitinn þar er óskapleg- ur, 30—40° í skugganum, en því miður er fáa skugga að finna. Þú hefur litla löngun til þess að hreyfa þig, þú hefur jafnvel ekki dugnað í þér til þess að tala. Þú getur ekki sofnað. Svitinn bogar af þér, svo að allt verður rakt í kringum þig, og lífslöng- un þín minnkar. Bærinn er reistur á fenjasvæði. Á dag- inn áreita þig allskyns flugur og blóðsjúg- andi vespur hitabeltislanda, en á nóttinni moskitó-flugur. Þær breiða út malaríu og til varnar henni gleypa menn allskyns töflur í ríkum mæli. Enginn lætur eftir sér að steypa sér til sunds í höfnina, því að mannskæðir hákarlar eru á næstu grös- um. Bjöllur, kakkalakkar og önnur skor- kvikindi þrífast þarna prýðilega, svo að vlssara er, áður en farið er í háttinn á kvöldin að hreinsa vel hvílu sína. Síðustu fimmtán árin hefur Beira stækk- að og orðið það, sem kalla má borg, en stór er hún ekki. Hinsvegar er höfnin afar- mikilvæg, þar sem hún er helzti tengiliður milli Mið-Austur-Afríku og þeirra landa er viðskipti hafa við íbúana þar. Kringum Beira er ófrjótt land, mýrlent, klettótt og sandi drifið. En frá Norður-Rhodesíu og Nyassalandi er flutt te, óunnin baðmull, kopar og maís. Og þetta kemur til með að verða farmur ykkar. Negrar skipa út vörunum. Þeir eru af öllmn þjóðflokkum, sem kunnir eru í Austur-Afríku, frá Zululandi, Mashona- landi og Nyassalandi, frá bökkum Zam- besi og innst innanúr frumskógum álfunn- ar. Þeir eru biksvartir, berfættir, hálfnakt- ir, eða í mjög litlum fötum og vinna eins og vélar. Fötin eru garmar, sem varla hanga saman, en samt bera þeir þau þang- að til þau eru orðin uppslitin. Þeir vinna í þeim og sofa í þeim. Þegar þeir baða sig, fara þeir ekki úr fötunum, heldur þvo þau með. Ef það rignir, halda þeir áfram vinnu í sömu fötunum, og þótt líkamir Eftir MICHAEL CROFT. þeirra séu hraustir, farast samt fjölda margir árlega úr berklum. Við höfnina er stórt svæði, notað und- ir koparplötur. Þar er þeim raðað í bunka. Þyngd hverrar plötu er afskapleg og mundi enginn hvítur maður reyna að hnika þeim. En Zulunegrarnir láta sig ekki muna um að bera þær á skipsfjöl. Enda eru meðal þeirra ýmsir hinir bezt vöxnu og þróttmestu menn í heimi. Fyrir ofan vörugeymslusvæðið er „verkamannamarkaðurinn", ekki ólíkur því sem gerist um kúamarkaði á Eng- landi. Þangað fára Portúgalar til þess að velja sér vinnulið. Frumbyggjarnir hafa snöggt hár, lokkaprútt. Lokkarnir eru eins og litlar kúlur ofan á höfðinu. Þeir búa í kofa- þyrpingum. Ef heppnin er með, gæti svo farið, að þér yrði boðið að sjá eina þyrp- inguna. Bezti tíminn er að kvöldi til. Þá er fjöldinn allur af negrum þar saman- kominn. Þeir dansa kringum geysistórt bál, öskra og syngja villt og fjörmikið. Flestir hafa blóðhlaupin augu, aðrir ógeðs- lega útflúraða líkami. Margir deyja á unga aldri úr sárasótt (syphilis), sem gegnsýrt hefur forfeður þeirra í óteljandi ættliði. Það er í frásögur fært, að tvær ungar stúlkur í Puttenham á Eng- landi hafi stofnað lítið fyrirtæki til þess að búa til leirvörur, sem flytja skyldi út. Hér sést önnur þessara duglegu stúlkna vera í þann veginn að stinga einhverju leiríláti inn i ofninn til herzlu. < Klukkan hálf-sex á morgnana kveður við flautuhljómur til þess að vekja þá til vinnu. Og um það bil hálftíma síðar koma stórir skarar af drengjum niður á hafnar- bakkann að skipinu. Þeir kunna ekki neitt Evrópumál, en fljótt skilst manni, að þeir eru að bjóðast til þess að vinna. Þú leigir þér einn og lætur hann gera ýmislegt fyrir þig, þvo hvíluna þína, fötin eða sitt- hvað annað, sem þú þarft á að halda. Þú borgar honum í fríðu, því að peninga kærir hann sig ekki um, þar sem hann getur keypt mjög lítið fyrir þá. En mat og ónýt föt þiggur hann með þökkum. Þeir vilja allt gera fyrir Englendinga. Þér finnst kannski einkennilegt, að verkamennirnir skuli vera svo sérstak- lega hrifnir af Englendingum. En sann- leikurinn er sá, að Portúgalar borga þeim illa. Fyrir heils dags vinnu láta þeir þá fá sem svarar einni krónu íslenzkri. Svip- an dynur óspart á þeim, ef þeir slá slöku við, en annars eru þeir látnir í friði. Ekki er svo að skilja, að þeir séu barnir svo allir sjá, heldur er farið með þá af- síðis niður í skipalest og þar taka þeir út refsingu sína. Ef þeir brjóta eitthvað af sór lagalega, tekur lögreglan þá taki áður en þeir eru yfirheyrðir. Þessvegna segja frumbyggjarnir „Portugese no good“, og biðja um að fara með sig til Englands. Ef þú segir þeim, að England sé allt um- flotið af sjó og þar sé ekki ræktað te og hvítir menn vinni þar störf, sem svartir menn eingöngu vinna í Beira, verða þeir mjög undrandi. Þótt nú sé smávegis byrjað á menntastarfsemi í Beira, mun enn líða löng stund áður en frumbyggjarnir njóta ávaxta hennar. Þeir hafa enn ekki snefil af vitneskju um, hvað er að gerast annars- staðar í heiminum. En þá langar til þess að læra og þeir elska lífið, þótt þeir liggi undir svipuólinni og okinu. Þeir eru engir vesalingar eða fáráðar og kunna vel að njóta þess, sem skrýtið er og skemmti- legt. Þess muntu verða var, er þú sérð þá gera að gamni sínu hver við annan og hlæja, svo að skín í skjannahvítan tann- garðinn. Ef þig langar til þess að ganga á land og skoða borgina, þarftu að fara yfir margar brýr. Þær liggja yfir fenin, og ef þér verður litið niður í þau muntu sjá þau iðandi af skorkvikindum í leit að fæðu. Sitt hvoru megin við gangstígana eru grænir runnar. Þeir eru fullir með slöng- um og snákum. Þú ferð varlega. Ef til vill ferðu inn í ensku járnbrautarklúbbinn til þess að fá þér að drekka, eða þú kemur við á Fernandes-kránni. Fernandes er góður vinur enskra sjómanna. Lengra burtu er „Kínverski markaðurinn“. Það er smágata og við hana stendur fjöldi skítugra sölubúða. Fátt er þar á boðstól- um gagnlegra muna. Búðirnar eru að því leyti einkennilegar, að þær eru íbúðar- herbergi jafnframt því sem þær eru sölu- markaður. Þar hrúga kínversku kaup- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.