Vikan


Vikan - 14.07.1949, Blaðsíða 6

Vikan - 14.07.1949, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 28, 1949« laumað um borð með aðstoð og vitund skip- stjórnarmanna á Kumu-mara. Setjum nú svo, að Fujiwara hafi haft ástæðu til að koma Bonner fyrir kattarnef, af því að hann vissi ofmikið og ekki væri gott, að hann yrði handtekinn í amerískri höfn. T. Shima, granni, velklæddi Japaninn barði að dyrum á sjúkraklefa skipsins, þröngri kytru á miðþilfari. Sótthreinsunarþefur ætlaði að kæfa, hvern sem þar kom. Innan úr klefanum heyrðist nær óskiljanlegt muldur. I>að örvaði herra Shima í að fara inn. Rodriguez hershöfðingi lá í einni hvílunni af fjórum og virtist þjást allmikið. Hann sneri reifuðu höfðinu og leit á gestinn því eymdar- auga, er sanna átti vesaldóm hans. En strax og hann hafði áttað sig á, hver gesturinn var, fór af honum mesti kvalasvipurinn. Já, hann settist jafnvel upp í rúminu. „Sientasé usted, senor,“ sagði hershöfðinginn á spönsku. Hr. Shima fór að eins og honum var sagt og settist, en gætti þess vel að skemma ekki brotin í stifpressuðum buxunum. Hann spennti greipar ó knákollum sér eins og hann hallaðist fram á mjög dýran og vandaðan göngustaf. „Gracias, mi amigo,“ svaraði hann á ágætri spönsku, þó með greinilegum amerískum hreim, því að hann hafði numið málið í Harward-há- skóla og hafði aldrei getað losað sig við tungu- takið, sem kennarar hans þar höfðu kennt hon- um, þótt hann hefði dvalizt langdvölum í Suður- Ameríku. „Er nokkuð frétta ?“ spurði hershöfðinginn. „Þeir eru í þann veginn að sauma hann inn í segldúk með blýi.“ „Fenguð þér leyfi til þess að sjá líkið aftur?“ „Já, ég sagði, að ég óskaði að geta fullvissað mig um, að ég þekkti alls ekki hinn látna.“ „Og það hefur ekkert fundizt ennþá?“ „Ekki ennþá.“ Hershöfðinginn stakk hendinni undir sára- bindið á hálsi sér eins og hann vildi losa það frá og mælti: „Það var illt. Ennþá árangurslaust." „Við höfum tímann fyrir okkur. Það er enn sex sólarhringar, þangað til við komum til Honolulu, svaraði Shima sefandi." „Kannske hefðum við heldur átt að leysa Bonnersvandamálið á vinsamlegan hátt,“ sagði hershöfðinginn hugsandi. „Alls ekki!“ hrópaði herra Shima titrandi af taugaæsingu. „Ég hélt, að ég hefði gert það skiljanlegt, að ríkisstjórn min getur ekki sætt sig við núverandi ástand. „Vanadiumfélagið" er norðurameriskt fyrirtæki og þar af leiðandi fallandi undir hin fávíslegu hlutleysislög Banda- ríkjanna, svo fremi að þau komi til framkvæmda. Með núverandi fyrirkomulagi, eigum við það á hættu, að Bandaríkin setji hömlur á málmsölu til Japan. Síðan Bandaríkjaforseti tók að þvaðra um níveldabandalagið, hefur ríkisstjórn mín æskt þess, að annar hluthafinn verði al-perúisk- ur. —- Eruð þér viss um, að ekki sé til afrit af samningnum í Lima?“ „Samningurinn var auðvitað skráður í náma- bækumar," svaraði hershöfðinginn. „En það var þegar min ríkisstjórn sat að völdum. Og þegar kringumstæðurnar ollu því að ég varð að draga mig í hlé ■— —“ Hér stanzaði hershöfðinginn og brosti ánægjulega við tilhugsunina -— „fékk ég því samt áorkað að gera nokkrar „endur- bætur" á bókuninni. Og nú er réttur minn til námanna tryggður óvéfengjanlega." „Hvað ætlið þér að gera, hershöfðingji ?“ „Æ, hvað get ég gert?“ Hershöfðinginn dæsti mæðulega. „Hvað get ég gert? Ég er lamaður. Óvígur." „Þér eruð að gera yður það allt saman upp. Þér eruð ekkert nema sviksemin!” svaraði herra Shima. „Ha!“ „Ég sagði, að þér væruð að gera yður þetta upp allt saman og væruð ekkert nema svik- semin!" endurtók Shima. Rodriguez hershöfðingi var kominn á fremsta hlunn með að stökkva fram úr rúminu, en gætti sín og sagði: „Þér móðgið mig, kæri vinur. Þér dæmið hvat- vislega." „Nei, ég nota einungis skynsemina," sagði herra Shima. „Bioki læknir segir, að sár yðar séu mjög óveruleg. Ef einhver hefði í raun og veru ætlað að sálga yður, hefði honum áreiðan- lega tekizt skár. Þessvegna álít ég, að þér hafið gripið til þessa ráðs, af því að þér vilduð hylma.. yfir, að þér lékuð tveim skjöldum." „Leikið tveim skjöldum? Hvað eigið þér við?“' „Þér hafið svikið mig. Yður hefur verið talið trú um að það borgi sig ekki að selja okkur vanadium. Þér eruð í makki með ungfrú Bonner, eða einhverjum þaðan af verri. Ef til vill hefur einhver útsendari frá Kinverjum slegið ryki í augun á yður. Og svo ætlið þér að koma því inn hjá mér, að ráðizt hafi verið á yður og þér rændur!" „Þér farið villur vegar, vinur minn, yður skjátlast hrapalega. Ég get svarið það við bein. móður minnar, að -—■ —“ „Ég get ekki annað en hlegið að yður,“ tók Shima fram í kuldalega. „Ég veit, hvernig þér eruð. Þér munduð ekki hafa hikað við að selja móður yðar á þrælatorgi, ef svo hefði boðið við að horfa!“ „Ef ég væri ekki sár og þjakaður, mundi ég þegar i stað láta yður gjalda þessarra móðgana." „Þér eruð þó ekki svo þjakaður, að þér getið ekki gengið aftur ganginn, hershöfðingi," svaraði Shima. „Ég sá yður fyrir stundu koma út úr klefa þessa námaverkfræðings, þess, sem var rekinn frá Ekvador, ákærður fyrir að hafa haft í frammi byltingaróróður." „Ó, já, það er alveg satt. Ég var inni í klefa herra Frayle. Það er nú ekki langt þangað, og ég heyri altaf þegar hann gengur um, svo að ég notaði tækifærið, er hann fór út, til þess að rannsaka föggur hans, en varð einskis visari." „Gott og vel, hershöfðingi. Þá látum við það svo heita. En mig langar til þess að minna yður á, að við erum um borð í japönsku skipi á leið til Japan, og þér sleppið ekki frá borði, nema því aðeins, að þér standið við það, sem um var talað!" „Auðvitað, kæri vinur, auðvitað," svaraði hershöfðinginn. „Auk þess tel ég það æskilegt, að þér komið upp á þilfar og verðið viðstaddur „jarðaförina." Mig langar nefnilega til þess að sjá hvernig sumum farþegunum verður við, er þeir sjá yður.“ Herra Shima reis á fætur. „Ég vona að yður batni fljótt, hershöfðnigi," svaraði hann og brosti með sínum þykku vör- Blessað barnið! Teikning eftir George McManus Pabbinn: Lilli, í gamla daga var ekki til eins góð sund- Pabbinn: Hvort ég hafi verið duglegur að synda? Stattu nú laug og þessi! hérna og sjáðu, hvernig pabbi stingur sér í laugina! Þú skalt Lilli: Var pabbi duglegur að synda? ekki hreyfa þig héðan fyrr en pabbi kemur aftur upp úr lauginni. Pabbinn: Svona heldur maður höndunum áður en maður stingur sér! Áhorfandi: Það er gagnslaust héðan af að segja honum að laugin er tóm! Pabbinn: Þetta er alveg rétt, Lilli minn, ég kenni þér dýfingar, þegar þú ert orðinn stærri!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.