Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 29, 1949
13
Sigurvegari pantersins
Wan Mal heitir lítill Malajadreng-
ur. Eitt sinn læddist hann út úr þorp-
inu, sem hann átti heima í. Þorpið
heitir Kampong. Hann vildi ekki láta
neinn sjá til ferða sinna, og vildi
komast hjá því að svara spurningum
um það hvert hann væri að fara.
Svo var mál með vexti að dreng-
urinn hafði verið svo heppinn að
finna villt duriantré í skóginum. En
ávextir þessa trés er mesta hnoss-
gæti Malaja.
Erindi Wan Mal út í skóg var það,
að athuga, hvort þroskaðir ávextir
hefðu fallið niður úr tré þessu. Ef
svo væri ætlaði hann að gæða sér á
ávöxtunum án vitundar annarra. En
að því búnu hafði hann ákveðið að
segja fógetanum (pengbulu) frá
fundi sínum.
Þegar Wan Mal var kominn út úr
Konpongþorpinu lagði hann leið shia
eftir stíg er lá til skógar. Hann hljóp
við fót eins og sagt er.
I beltinu hafði hann ,,parung“.
Það er langur beittur skógarhnífur.
Það var alllöng leið þangað sem
duriantréð stóð. Þetta ferðalag var
áhættusamt. Það er hættulegt að
ferðast um frumskóga. Síðustu daga
hafði stórt panterdýr verið i nánd
við Kampongþorpið. Og þetta dýr
er ekkert lamb að leika sér við.
Dag nokkurn hafði dýrið verið
svo ósvifið að fara inn í þorpið, drepa
hund og fara með herfang sitt.
BAllNASAGA
En í skóginum voru fleiri hættuleg
viihdýr. Svo sem tigrisdýr, slöngur,
nashyrningar, villisvín, fílar og fleiri.
Wan Mat lagði sig þvi i mikla
hættu við það að leita ávaxtanna.
En það var ekki daglegt brauð að
fá durian-ávexti.
Loksins var hann kominn svo
nærri trénu að hann fann lyktina,
sem lagði frá því. Lyktin af durian-
ávöxtunum er allt annað en góð.
Evrópumenn þola hana ekki.
Skyndilega nam Wan Mal staðar.
Við rætur durianstrésins lá stórt
svart dýr. Það var panterinn. Hann
var að tæta sundur skurn durian-
ávaxtar með hinum beittu klóm.
Villidýrin eru jafn sólgin i ávexti
þessa eins og Malajarnir. Þetta á
Biblíumvndir
1. mynd: . . . Og hann sagði þeim
dæmisögu þessa: Einu sinni var rík-
ur bóndi. Hann átti land, sem hafði
borið mikinn ávöxt; og hann hugs-
aði með sér og sagí'i: Kvað á ég
nú að gjöra ? . . . Og hann sagði:
Þetta skal ég gjöra: ríía niCur hlöður
mínar og byggja aCrar stærri og
þar vil ég safna öliu korni minu og
auðæíum saman.
2. mynd: En guð sagði við hann:
Heimskingi, á þessari nóttu verður
sál þín af þér heimtuð. . . . Svo fer
þeim, er safnar fé og er ekki ríkur
hjá guði.
3. mynd: „Hver sem ekki ber sinn
eigin kross og fylgir mér eftir, get-
ur ekki verið lærisveinn minn“.
4. mynd: „Hver sem eyra hefur
að heyra, hann heyri".
við jafnt um kjöt og jurtaætur. Dýr-
in verða fjörug og æst við að éta á-
ve-xti þessa.
Wan Mal kleif upp í tré það, er
var næst honum. Það var ekki stórt.
Hann ætlaði að bíða þarna þangað
til panterinn færi. En dýrið fór sér
hægt við ávaxtaátið. Allt í einu
sperrti það eyrun, reis á fætur og
urraði. Wan Mal braut óvart grein.
Þetta heyrði villidýrið og stökk að
trénu þar sem Malajadrengurinn sat.
Dýrið langaði bersýnilega i kjöt á
eftir ávöxtunum.
Wan Mal fölnaði. Hann vissi að
panterinn, öðru nafni hlébarði,
klifrar ágætlega. Og hnífurinn yrði
lélegt vopn í viðureigninni við dýrið.
Það yrði ekki lengi að ráða niður-
lögum drengsins.
1 því vetfangi, er villidýrið ætlaði
að stökkva upp í tréð, heyrðist brak
í skóginum. Panterinn sneri sér við
og urraði grimmdarlega.
Stór nashyrningur staðnæmdist
hjá duriantréinu. Nashyrningurinn,
blés eins og járnbrautareimvagn. Á
næsta augnabliki kom hann auga á
panterinn. Nashyrningurinn reiðist
oft eins og skot. Og svo var að þessu
sinni. Þetta risavaxna dýr, þaut i
áttina til hlébarðans til þess að ráð-
ast á hann. Jörðin skalf undan þess-
um risa, er hann steig til jarðar.
Wan Mal gladdist afar mikið yfir
komu þessa væntanlega bjargvættar.
Hann hoppaði í greininni af gleði.
Hann hrópaði: „Badak, badak.“
„Nashyrningur, nashyrningur."
Panterinn bjóst til þess að stökkva
uppá bak nashyrningsins. En sam-
tímis að panterinn tók stökkið stað-
næmdist nashyrningurinn og rak
hornið í hlébarðann. Þeyttist hann
upp að tré því sem Wan Mal sat á.
Tróð hristist svo að drengurinn var
næstum dottinn.
Panterinn, datt, og var hálf með-
vitundarlaus. Og áður en hann gæti
staðið á fætur réðst nashyrningurinn
á hann, og gekk af honum dauðum.
Að því búnu fór risi þessi að
duriantrénu og fór að gæða sér á
ávöxtum er dottið höfðu niður úr
trénu.
„Slamaljalan", hvíslaði Wan Mal.
Hann var þakklátur fyrir lífgjöfina.
Þegar nashyrningurinn hafði lokið
ávaxtaátinu hélt hann leiðar sinnar
rymjandi og blásandi.
Drengurinn mælti: „Góða ferð“,
Hann fór svo niður úr trénu, og hélt
að duriautrénu. Ávextirnir voru ekki
uppétnir. Hann tíndi fullt fang sitt
af þeim, og hljóp af stað heimleiðis.
Daginn eftir gerði Wan Mal það
heyrin kunnugt að hann hefði fund-
ið duriantré og að badak tugu kantik
kual, það er hinn fallegi, sterki herra
nashyrningur hefði losað kampong-
þorpið við hinn voðalega, svarta
panter.
Þetta var tvöfaldur gleðiboðskap-
ur, sem olli þorpsbúum afar mikillar
gleði, og setti þorpið á annan end-
ann, eins og sagt er þegar miklir
atburðir gerast.
Strætisvagnastjóri einn í London
hafði alltaf eina af bréfdúfum sínum
með sér í vinnuna. Þegar hann vissi
fyrir vist hvenær hann myndi koma
heim í kvöldverðinn, skrifaði hann á
miða og sendi bréfdúfuna með hann.
Konan hans var fegin að fá skilaboðin
og þurfa því ekki að biða með mat-
inn.
Veiztu þetta — ?
Mynd til vinstri: Pyrsta konan, sem flaug í heiminum var systir þeirra
frægu Wright bræðra, sem fyrstir áttu nothæfa flugvél. — Mynd að ofan
til hægri: Það eru aðeins Háskotar sem nota „Skotapils". •— Mynd í miðju:
Meðal hestsævi er 15 ár. — Mynd að neðan til hægri: John nokkur Andrew
Beck átti jarðeign, sem metin var á 1% milj. dollara. Þegar hann dó, iét
hann eftir sig erfðaskrá, sem hljóðaði svo: „Allar eigur minar ætia ég
fjölskyldu minni".