Vikan


Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 29, 1949 3 Mússolíni var Eftir LOUIS Yfir tuttugu ára skeið eða rnánar tiltekið tuttugu og tvö ár, útbreiddu formælendur og áróð- ursmenn Mussolinis þá lyga- sögu, að einvaldur þessi væri svo óeigingjarn og hugsaði ekki um að hagnast efnalega á stjóm sinni. Þó skein í það, að hann vildi gjarnan hafa mikil völd, enda heppilegt fyrir Italíu að hafa þetta mikilmenni við stýr- ið á þjóðarskútunni. Margir trúðu þvi að Mússolini væri ódýr í rekstri, eða eyddi litlu til eigin þarfa. Dáðist margt manna að ,,I1 Duce“ fyrir þessa óeigingirni. En þegar staðreyndirnar, eða verkin, eru látin tala verður annað upp á teningnum. Sannleikurinn er sá, að eng- inn fasistaleiðtogi hefur sóað fé eins takmarkalaust og Musso- lini. Hann þurfti ekki að safna í kornhlöðu, eins og sagt er. Hann tók það sem hann þurfti jafnóðum. Hann átti ítalíu, og ef hann vildi svo vera láta, rigndi millj- ónunum niður yfir hann. Fyrir þessu eru órækar sann- anir. Eftir að Mussolini var orðinn forsætisráðherra .Italíu hafði hann yfirráð yfir hmum „leyni- íega sjóði“. Þessi sjóður var til áður en Mussolini komst tii valda. Voru árlega lagcar í hann fjárhæðir, en þó eigi mjög háar. Árin fyr- ir valdatöku Mussolini var ein milljón líra árlega lögð í sjóð- inn. Þó þótti sumum þessi upp- hæð há Qg voru henni andvígir. Þegar IJussolini náði völdum, varð hann strax óánægður með það, að innanríkisráðuneytið -skifti sér af sjóði þessum og innfærði fjárhæðir þær, sem hann eydcli til sinna þarfa. Hann varð því brátt einráður í þessu efni sem öðrum. Mussol'ni veitti sjálfum sér hærri og hærri fjárhæðir með hverju ári. Upphæðirnar tí- földuðust og tuttugufölduðust. Þær urðu fimmtíu sinnum og hundrað sinnum hærri og miklu meira en það. Hér skulu ekki nefndar marg- ar tölur. Fjárhagsárið 1922—3 tók hann 1,000,000 líra. Að tíu árum liðnum, eða 1932—3 var dýr í rekstri ALLESSIO upphæðin 44,500,000 lírur. Og 1942—3 407,000,000 líra. Á 'valdatíma sínum eyddi Mussolini h. u. b. tveim milljörð- um líra, eða 1,931,748,443 lírum. En á þessum árum var gengi lírunnar allt annað en nú, eða eðlilegt. Enn hefur ekki tekizt að fá vitneskju um það, hve miklu fé Mussolini eyddi úr fyrr nefndum sjóði, frá því í sept- ember 1943 þar til í apríl 1945. Þetta tímabil, sem nær yfir hálft annað ár, er Mussolini undir vernd eða eftirliti Hitlers. En bráðabirðar „uppgjör“ sýnir að upphæð sú, er þá var eytt, er ekki neðan við eina milljarð líra. Mussolini hefir þá, að minnsta kosti, eytt um þrem milljörðum líra á tuttugu og einu árl. Margir munu álíta að mikið af fé þessu hafi farið í pólitísk útgjöld. En svo var ekki. Mest- um hluta þessa fjár eyddi Mussolini til persónulegra þarfa. Þetta sýna höfuðbækur ítalska innanríkisráðuneytisins. Þá mun einhverjum koma til hugar, að öryggisráðstafanir til að vernda líf einvaldsins, hafi verið greiddar af fé þessu. En svo var ekki. Lífvörðurinn var 700 manns og greiddi ríkissjóður Itala laun þeirra manna. Var það ein millj- ón líra á mánuði. Þar að auki var greiddur ferðakostnaður líf- varðarins, einkennisbúningar, og dulklæðnaður. Sá, sem hefur verið í Róm á valdatímabili fasista, einkum í umhverfi Piazza Venezia og via Momentana, man eftir fjölda lögregluþjóna í borgarabúning- um, er stóðu, sem myndastytt- ur á ákveðnum stöðum, einkum götuhornum. Þessir menn áttu að hafa gæt- ur á götuumferðinni á þeim tímum, sem „II Duce“ var van- ur að koma í bifreið sinni. Þegar Mussolini hélt ræður voru þessir menn í áheyrenda- hópnum og klöppuðu eftir nót- um, og komu öðrum til þess. Svo var frá því skýrt í er- lendum og innlendum blöðum hve einvaldurinn hefði hrifið múginn afskaplega mikið! Og á sumrin þegar Mussolini fór út í sveit, til þess að kynna ser vinnubrögðin og ástandið þar, hafði þessum fylgifiskum hans verið dreift, sem verka- mönnum út um allt. Og allir lof- sungu þeir stjórn foringjans í viðtölum við hann. Menn hans voru settir í nám- ur áður en hann heimsótti þær, og klæddir í námumannaföt. Sama máli var að gegna, er hann heimsótti verksmiðjur og orkuver. Þeir léku háseta þegar Mussolini kynnti sér sjávarút- gerð og siglingar, eða sjóliða þegar um herskip var að ræða. Þá léku menn hans baðgesti til þess að dást að einvaldanum vöðvamikla og loðna þegar hann var að synda. Þeir léku jafnvel veika menn þegar Mussolini kom í sjúkrahús og gekk um þau með læknunum til þess að kynna sér rekstur þeirra. Þetta kostaði ekki mjög mik- ið fé. En 300,000 hermannalið, er Mussolini hélt undir vopnum, var ekki ódýr varúðarráðstöf- un. Mussolini eyddi afar miklu fé til eigin þarfa. Hann átti ótrú- lega marga fatnaði, einkennis- búninga af öllum hugsanlegum gerðum, og jós út fé ef gera átti einhvem atburð eða merkis viðburð eftirminnilegan. Mussolini hafði rika tilhneig- ingu til þess að blekkja náung- ann og undirstrika sína eigin persónu. Móttökuhátíðahöldin, í tilefni af heimsókn Hitlers 1938, kost- uðu yfir milljard líra. II Duce var mikill áróðurs- maður og auglýsingagjarn. Hann áleit að almenningur myndi dást að ástaræfintýrum sínum. Ástmey hans „la Petacci“ varð honum dýr. En hún var, sem kunnugt er, skotin jafnt og Mussolini. Þau áttu dreng sam- an. Svo að segja öll fjölskylda og ættingjar „la Petacci" voru eins og blóðsugur á Mussolini. Hann gaf fólki þessu mörg skrauthýsi, og ýmsar dýrar gjafir, jafnvel gull og gimsteina, auk stórra peningaupphæða. Fasistar þóttust vera spar- samir á meðan þeir voru að ná völdum og kváðust ætla að rétta fjárhag ítalíu við, og kenna þjóðinni sparneytni og nægjusemi. En þetta var blekk- ing eins og fleira, er þeir höfðu á stefnuskránni. Mussolini kunni sér ekki hóf í neinu. Það er haft fyrir satt að ástaræfintýri hans með „la Petacci“ hafi kostað ítali yfir fimmhundruð milljónir líra. Að leiðarlokum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.