Vikan


Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 8

Vikan - 21.07.1949, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 29, 1949 Gissur nœr sér niðri. I Rasmína (grætur): Herra Ofanvarp, leigjandinn uppi á lofti, ætlar að senda kvörtun til húseigand- ans út af söngnum mínum og þá verðum við rekin út, út, ú—hú—hú. Dóttirin: Vertu ekki fást um það, mamma. Við fáum einhversstaðar inni. Rasmína: Gissur, góði, talaðu við herra Ofan- varp og biddu hann að senda ekki kvörtunina. Við getum aldrei fengið aðra íbúð. Teikning eftir George McManus Gissur: Kona Ofanvarps segir, að hann hafl ætlað á skemmtigöngu. EJg vildi gjarnan tala við hann, því að mig langar ekkert til þess að verða að hírast á götunni. Gissur: Halló, Ofanvarp, mig langar til þess að tala við yður. Ofanvarp: Ég á ekkert vantalað við yður. Gissur: Hann vill ekki tala við mig. En ég hugsa honum þegjandi þörfina. Daginn eftir. Frú Ofanvarp: Drottinn minn dýri! Hér er tilkynning um það, að Gissur sé búinn að kaupa húsið! Herra Ofanvarp: Hvað ertu að segja, kona? Nú rekur hann okkur út. Ég verð að tala við hann. Herra Ofanvarp: Mig langar til þess að tala við Gissur. Ég heiti Ofanvarp. Kalli: Hann hefur búizt við yður í allan dag. Herra Ovanvarp: Gissur, mér þykir mjög fyrir því, hvemig ég hagaði mér í gær. Munduð þér vilja lofa mér að vera, ef ég lofa því að kvarta aldrei undan söng konu yðar? Gissur: Nei, það kemur ekki til mála------- Gissur: — — En ég skal lofa yður að vera, ef þér lofið því að halda áfram að kvarta yfir söng hennar. Eg hef gert það í 30 ár, en hún tekur ekki minnsta tillit til þess.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.