Vikan - 04.08.1949, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 31, 1949'
I ÞOKUIMIMI
*
Astasaga
Þau sátu sitt hvoru megin við borðið.
Hann mælti: ,,Ertu ákveðin?"
Hún svaraði rólega: ,,Já.“
Hann: „Það verður viðbrigði fyrir þig.
Það þrengist hjá þér. Ég hefi enga íbúð
handa okkur.“
Hún: „Ég hefi íbúð, sem nægir okkur.“
Hún gerðist dálítið óþolinmóð. „Hvers-
vegna var hann alltaf að ræða þetta mál?“
hugsaði hún. Þau höfðu ákveðið að gift-
ast.
Hann mælti: „Ég hefi aldrei fengið orð
fyrir að vera engill.“
Hún svaraði: „Hver getur kallast því
nafni ? Við erum engir unglingar eða
kjánar.“
Hann: „N—e—i. En ég er talinn léttúð-
ugur. Mér þykir það leiðinlegt. Og maður-
inn sem þú áttir var búinn að valda þér
mikillar óhamingju. Ég vildi ekki bæta á
hana.“
Hún: „Það er langt síðan ég var
gift. Sjö ára leiðinlegt hjónaband getur
gleymst. Það er hægt að sópa þeim endur-
minningum burt eins og visnum laufblöð-
um.“
Hann: „Þú ert kjarkmikil." Augnaráð
hans sýndi að hann meinti það, sem hann
sagði.
Hún: „Nú er nóg komið. Ég þekki þig.
Ég hefi verið gift, ég hefi húsnæði handa
okkur báðum. Ég veit að laun þín gætu
hrokkið okkur. Þau eru há.“
Hann: „Þínar tekjur eru ekki litlar.
Það er gott að hafa þær líka.“
Hún: „Þín laun nægðu.“
Hann: „Án þinna launa eða tekna yrðir
þú að neita þér rnn margt.“
Hún: „Við höfmn rætt þetta mál áður,
og þurfum ekki að endurtaka þær umræð-
ur.“
Hún rétti út hendina til merkis um það.
En hann greip höndina og kyssti hana,
og sagði: „Við tvö verðum eitt.“
Skömmu eftir að hún skildi við hann,
mætti hún vinkonu sinni.
Vinkonan mælti: „Þetta verður skrítið."
„Skrítið ?“
„Já, þú hefur búið ein um margra ára
skeið. Þú ert sjálfstæð efnalega.“
„Það er Gregers líka,“ svaraði hin. „Við
erum of gömul til þess að fjargviðrast
yfir smámunum. Ég er viss um að okkur
mun koma vel saman — Þarna er spor-
vagninn." — Þær kvöddust.
En ormurinn nagaði. Ormur „vinátt-
unnnar“ er lítill, og sézt ekki með berum
augum, en hann kemur oft miklu í verk.
Hún hugsaði um það, sem vinkanan
hafði sagt. Þegar heim kom hengdi hún
kápuna í forstofuna, og gekk xnn allt hús-
ið. Kveikti ljós í hverri stofu og athugaði
hin fögru húsgögn sín, og aðra muni, er
þar voru.
Það yrði að rýma til í húsinu, þegar
Gregers flytti til hennar, færa til húsgögn
og farga einhverju því að hann kæmi með
skrifborð, bókaskáp og fleira.
I svefnherberginu hafði hún þegar gert
breytingu, flutt rúm sitt út að vegg svo
hans rúm kæmist fyrir. En það átti að
koma daginn eftir. Og hún var svo hrif-
in af því að geta gengið umhverfis rúm
sitt. Nú varð þeirri ánægju lokið. Hún
hafði þegar selt stóra hægindastólinn,
sem stóð við gluggann. Það var ekki rúm
fyrir hann.
Vinkonan hafði haft rétt að mæla.
Hún hafði ekki fyrr en nú gert sér
grein fyrir öllu því öngveiti, sem húsgögn-
in yrðu fyrir. Það kæmist mikil ringul-
reið á margt. Það yrði minni ró og næði
á heimilinu. Hún var því vön að leggjast
á legubekk, og hvíla sig, er hún kom heim
úr búðinni, og líta í blöðin.
En Gregers kæmi klukkustund á undan
henni heim frá sínum störfmn, og þá var
þessari dýrð lokið.
Svo átti Gregers bróður og mágkonu,
er henni geðjaðist illa að.
VEIZTU -?
1. Hvar hefur alþjóðafélag flugiþróttar-
innar aðsetur?
2. Hvenær var efnt til kaupstaðar í Nið-
arósi, og hver gerði það? ,
3. Hvenær sat Hannes Hafstein fyrst á
þingi ?
4. Hver er eðlisþyngd fílabeins?
= 5. Hvert er suðumark járns?
f 6. Hvað er langt milli Egilsstaða og
Reyðarf jarðar ?
I 7. Við hvaða fjörð er kauptúnið Suður-
eyri ?
I 8. Eftir hvern er óperan „La Traviata"?
| 9. Hver er Simun av Skarði ?
í 10. Hvenær var Jóhann Sigurjónsson uppi?
Sjá svör á bls. 14.
.......mmmmiummmmm.............................
En Gregers þótti vænt um bróður sinn.
Það bætti ekki úr skák.
Þá var það kötturinn. Hún fann það á
sér að Gregers geðjaðist illa að köttum.
Hann hafði þó aldrei fært það í tal. En
hann hafði minnst á að það væri líklega
gaman að eiga hund. Ef hann fengi sér
hund yrði vont samkomulag milli hans og
kattarins. Kötturinn hafði verið einn um
hituna í mörg ár.
Svo var ekki hægt að gera heimilið að
dýragarði.
En útvarpið. Hún hlustaði aldrei á það.
En í matsöluhúsinu, þar sem Gregers borð-
aði gargaði útvarpið án afláts. Hún hafði
einhverju sinni haft orð á þessu við
Gregers.
En hann hafði sagt henni að hans út-
varpstæki væri alltaf í gangi, en hann
heyrði í raun og veru ekki til þess. Þetta
hafði henni blöskrað.
Nei, henni fór ekki að lítast á'blikuna.
Margt yrði erfitt að sætta sig við. Hún
var ekki að hugsa um það, hvernig maður
Gregers væri, eða myndi verða. Hún ótt-
aðist ekkert sambúðina við hann. Fyrri
maður hennar hafði þó ekki látið hana
eiga sjö dagana sæla. En hún var búin að
ná sér eftir þau hörmunga ár.
Ég er hyggnari nú en þá, hugsaði hún.
En ég er orðin vanaföst.
Hún reikaði fram og aftur um íbúðina,
flutti til blóm, hagræddi veggmyndum,.
færði stóla og borð. Allt var snyrtilegt og
smekklega fyrirkomið. Innan skamms
mundi tóbakslykt leggja um allt, ösku-
bakkar og bækur vera hvarvetna. Og, þeg-
ar síminn hringdi gæti það alveg eins ver-
ið samtal við Gregers eins og hana. Hún
myndi ekki fá frið til þess að sitja með
bók og hvíla sig.
Svo máttu búast við að hann byði hin-
um og þessum heim •til sín. Hami gæti
sagt sem svo: „Ég hefi boðið N. N. og
N. N. klukkan átta. Ég hugsa að þau
komi stundvíslega.“
Að hún skildi aldrei hafa hugsað um
þetta fyrr.
Hún gekk að símanum og hringdi til
Gregers. Hún sagði: „Ég ætla að koma til
þín snöggvast. Ég þarf að tala við þig.“
„Já,“ svaraði hann glaðlega. „Ég kem
niður að viðkomustað sporvagnanna og
sæki þig.“
Samtalinu var slitið.
Hún sagði við sjálfa sig: „Karlmenn
eru svo hugsunarlausir og skilningslausir.
Hann hefði átt að geta skilið það, að hún
hefði ekki gleðifréttir að færa, þar sem
hún hringdi til hans hálfri stund eftir að-
þau skildu.
Þegar hún kom út á götuna var rign-
ing, en kyrrt veður. Götuljósin voru dauf.
Margt fólk á götunni hafði regnhlífar, og
rákust þær á. Hún náði ekki í bifreið,
en fór með sporvagni.
Þegar sporvagninn kom á ákvörðunar-
staðinn var Gregers þar ekki. En skyndi-
lega heyrði hún í honum hinu megin göt--
Framhald á bls. 14.