Vikan - 04.08.1949, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 31, 1949
7
Kaup og kjör Trumans forseta
Harry S. Truman hefur nú hærri laun
æn nokkur annar forseti Bandaríkjanna
hefur haft. Laun hans hækkuðu úr 75,000
•dollurum í 150.000 dollara.
Hann greiðir 40,067 dollara í skatt, og
á þá eftir 109,933 dollara. Af fyrri laun-
um borgaði Truman 27,000 dollara, og átti
þá aðeins eftir 45,000 dollara.
En Truman hefur mörg hlunnindi, sem
æðsti maður Bandaríkjanna. Það er mik-
111 munur á kjörum hans og John Adams,
þegar hann fyrir 148 árum flutti inn í
forsetahöllina, er þá var ekki fullgerð.
Þessi höll, sem forsetinn býr í endur-
•gjaldslaust, er aðeins eitt af mörgum
hlunnindum.
Mesta hluta þess f jár, sem Truman eyð-
ir til ferðalaga, öryggis, hressingar, lækna
■o. fl., fær hann greiddan af opinberu fé.
Forsetinn hefur sinn eigin járnbrautar-
vagn, skemmtisnekkju, flugvél og fjölda
bifreiða. Hann hefur heilan hóp leynilög-
reglumanna og einkalögreglumenn. Hann
hefur sveitasetur ókeypis, fjölda þjóna,
rakara og bókasafn.
Hann hefur einkasundlaug, tennisvöll,
hesta og skeiðvöll. Truman og fjölskylda
hans hafa ókeypis læknishjálp og meðöl
þar með taldar tannlækningar. Hann þarf
ekki að borga fyrir að sjá kvikmyndir,
hlusta á hljómleika eða sækja íþróttar-
mót.
Truman er fyrsti forsetinn, sem býr við
betri kjör en nokkur annar borgari Banda-
ríkjanna. Það er sagt að sá maður, sem
gæti lifað á sama hátt og Truman, þyrfti
að hafa 3,5 milljón króna árstekjur.
Skattar hækkuðu afskaplega í U.S.A. á
stríðsárunum og eftir stríð eru þeir háir.
Það voru aðeins tveir menn í Bandaríkj-
unum árið 1948, er höfðu fyrrnefndar
tekjur. Og var það vegna þess að þeir
seldu verglun, sem þeir áttu í félagi.
Truman ferðast all mikið, ýmist með
snekkjunni, flugvélinni, bílum, eða hann
festir Pullmanvagn sinn við járnbrautar-
lest.
Snekkja Trumans heitir „Williams-
burg“. Hún er 243 fet á lengd, og geng-
ur 16 sjómílur. Áhöfnin er hundrað
manns. Forsetinn ferðast með henni, og
oftast á Polomacfljótinu. Skip þetta kost-
aði margar milljónir, og rekstur þess
mundi kosta „privat“ mann 200,00 doll-
ara á ári.
%
Flugvél forsetans er fjögurra hreyfla
DC—6. Hún kostaði á aðra milljón doll-
ara. Flugvélin heitir „Independence“, og
áhöfnin er átta manns.
Pullmanvagn forsetans heitir „Ferdi-
nand Magellan". Rúðurnar eru skotheld-
ar, og vagninn stálbryddur. Þennan vagn
notaði Roosevelt forseti á stríðsárunum.
I vagninum er útvarp, sími, svefnherbergi,
eldhús, borðstofa og vinnustofa.
Vagnar af þessari gerð kosta frá
250,000—350,000 dollara. Með vagni þess-
um ferðast Truman milli Washington og
New York fyrir upphæð, sem nemur far-
gjaldi á fyrsta farrými.
Forsetinn hefur 20—25 bíla, og kostn-
aður við þá nemur 25,000 dollurum á ári.
Suma þessa bíla á ríkið, en suma þeirra
hafa bifreiðaverksmiðjueigendur sent for-
setanum til afnota. Álíta þeir, það góða
auglýsingu að forsetinn aki í bifreiðum
þeirra. En þeim er ekki leyfilegt að aug-
lýsa þennan greiða.
Truman hefur tuttugu og fimm leyni-
lögreglumenn, sem gæta hans og fjöl-
skyldu hans á ferðum og heima, bæði sof-
andi og vakandi.
Leynilögreglumenn standa úti fyrir
skrifstofu forsetans þegar hann er við
vinnu sína. Lögregluliðið, sem gætir
Hvíta hússins, er ekki fámennt. I því eru
107 manns, og kostnaður við það er
350,000 dollarar ár hvert.
Truman forseti býr í Blair House á
meðan viðgerð fer fram í Hvíta húsinu.
Viðgerðin er áætluð að kosti 4,000,000
dollara. Landrými það, sem fylgir for-
setabústaðnum, var fyrir tíu árum virt
á 25 milljónir dollara, og þykir lágt mat.
Hefði lóð þessi verið leigð myndi ársleig-
an ekki hafa orðið minni en 500,000 doll-
arar.
Þjónar Hvíta hússins kosta ríkið
150,000 dollara um árið.
Auk þess, sem hér hefur verið talið,
hefur forsetinn ýms hlunnindi önnur, eða
fríðindi.
Georg Washington, fyrsti forseti U.S.A.
hafði 25,000 dollara árslaun. En vegna
þess að hann var fátækur, voru laun hans
tvöfölduð.
Forsetar greiddu ekki tekjuskatt fyrr
en 1933.
Hoover og Roosevelt eyddu meiri pen-
ingum en kaup þeirra nam, á meðan þeir
voru forsetar.
Þeir voru efnaðir, og höfðu ráð á því.
Truman var fátækur. En eftir síðustu
launahækkun, er hann kominn í tölu
þeirra manna, sem hæst laun hafa, þó mið-
að sé við allan heiminn.
ÚR ÝMSUM ÁTTUM -
Samkvæmt arabisku skjali frá 13. öld
á förumunkur, að nafni Hadji Omar að hafa
uppgötvað kaffið. Hann var rekinn úr klaustri
í Hekka og settist að á eyðimörkinni. Hann
kom þar að gróðrarbletti og bjó þar í mörg ár.
Hann lifði á berjum, sem hann þurrkaði, brenndi
og blandaði með vatni. Þegar menn frá Mekka
fundu hann, fannst þeim það vera kraftaverk,
hvernig hann hafi getað lifað af þessari svörtu
blöndu, og var hún álitin heilagur drykkur, sem
nefndur var „Kava". Kalífinn eignaði sér einka-
sölu á ,,Kava“.
; | t
Við rætur eldfjallsins Etna vex kastaníutré, en
bolur þess er 63 m í þvermál. Hjarðmaður hefur
gert sér bústað í bolnum og einnig gripahús
handa fjárgripum sínum.
! ! !
Dýrasta og jafnframt eitthvert ljótasta nefið
hafði bandaríski milljónamæringurinn Pierpont
Morgan. Það, sem óprýddi það svona var rautt
æxli. Allir frægustu húðsjúkdómalæknar heims-
ins reyndu að lækna og fegra nef Morgans, en
ekkert hjálpaði.
! ! !
Er hægt að lækna svefnleysi með því að draga
úr saltáti? Dr. Michael M. Miller, sem vinnur
við St. Elizabeth sjúkrahúsið í Washington, á-
lítur það. Hann gaf 20 sjúklingum aðeins 5 sentí-
grömm af salti á dag i mat þeirra. Seytján sjúkl-
ingar merktu greinilegan bata.
Ilér sést Truman forseti suður á Florida, umkringdur af heiðurssveit úr 82. Airborne-herfylk-
inu. — Truman tók þátt í heimsstyrjöldinni fyrri.