Vikan


Vikan - 04.08.1949, Blaðsíða 9

Vikan - 04.08.1949, Blaðsíða 9
VTKAN, nr. 31, 1949 9 Þessir sex öldnu menn eru nokkrir þeirra, sem lifa af hermönnum þeim, er þátt tóku í þrælastríð- inu I Ameríku, 1861—65. Þeir eru á þessum aldri talið frá vinstri: 102 ára, 104 ára, 103 ára, 99 ára, 102 ára og 107 ára. Þegar hafnarverkamenn voru í verkfalli sínu í London, voru her- menn settir til starfa við skipin. Þessir tveir, sem á myndinni eru, hafa kastað klæðum vegna veður- blíðunnar, enda slæpast þeir ekki við vinnu sína. Þessi stúlka heitir Martha Mitchell og er að baða sig í öldunum við Floridaströnd. Hér sést John McCloy, hernáms- stjóri Bandaríkjanna i Þýzkalandi koma til Tempelhofflugvallarins. Hertogafrúin af Kent tók fyrir skömmu þátt i árshátíð ensku slysa- varnanna, þar sem margir hinna hugdjörfu björgunarmanna voru sæmdir heiðursmerki, sem viður- kenning fyrir skerf þeirra til björg- unarmála. Hér sjást nokkrir björgunarmann-. anna í búningi sínum. Þessar tilfæringar eru frá Ameríku. Læknarnir eru að reyna að lækna þenna námamann, sem þjáist af lungnasjúkdómi, sem tiður er meðal þeirrar stéttar manna. Vígt hefur verið minnismerki um ameríska hershöfðingjann Patton i Ponthierry á Frakklandi. Var de Gaulle viðstaddur þá athöfn ásamt syni Pattons. Það kom nýlega upp úr kafinu, að þýzk sprengja frá árinu 1941 var ósprungin í jörðu rétt á Háskóla- sjúkrahúsinu í London. Meðan unn- ið var að ónýting sprengjunnar voru sjúklingarnir fluttir á brott..

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.