Vikan - 04.08.1949, Blaðsíða 10
10
VIKAN, nr. 31, 1949
£
\..................«...
Matseðillinn
Smásteik (gullach).
1500 gr. kjöt, 180 gr. laukur,
2 tsk. salt, hálf tsk. pipar, Vi
tsk. negull, 8 lárberjarlauf, 100
gr. tólg, 100 gr. hveiti.
Kjötið er hreinsað vandlega og
skorið í ferstrenda, hæfilega stóra
bita. Þeim er velt í hveitinu og brún-
aðir í fitunni með lauknum við góð-
an hita, svo að þeir verði móbrúnir
að lit. Meðan verið er að brúna kjötið,
þarf að hræra vandlega í, svo að allir
bitarnir brúnist jafnt. Þegar búið er
að brúna, er allt kryddað og saltið
látið í og svo miklu af heitu vatni
hellt á, að það fljóti yfir. Steikin er
soðin í 1—2 klst. Smásteik á að vera
vel soðin. Sé sósan ekki nógu þykk,
má bæta í hana dálitlu af hveitijafn-
ingi og ennfremur sósulit og kryddi
eftir smekk.
italskt salat.
25 gr. makkaroni, 50 gr. grænai'
baunir, 50 gr. soðið kjöt, 1 eggja-
rauða, 15 gr. smjör, 15 gr. hveiti,
2 dl. jurtaseiði, salt, sinnep, 2
matsk. rjómafroða.
Makkaroníið er soðið og hellt yfir
það köldu vatni, síðan skorið í smá-
,bita. Hreistrið er hrært út í jurta-
.seiðinu og suðan látin koma upp;
hrært stöðugt í, meðan sósan er að
kólna. Eggjarauðunni, kryddinu,
makkaróníinu, kjötinu og grænu
baununum er blandað vel saman við.
,skreytt með karse.
Priíisessubúðingur.
100 gr. hveiti, 130 gr. sykur, 6
egg, 100 gr. smjör, V2 1. mjólk,
salt, vanille, kardimommur.
Smjörið er brætt og hveitinu hrært
í þa'3, síðan er mjólkinni smáhellt út
í og stöóugt hi'ært í pottinum, þang-
al til þetta er orðið þykkt og jafnt,
þá er það tekið af eldinum og látið
kólna dálítið. Eggjarauðurnar eru
hnoðaðar með sykrinum, þangað til
þær eru orðnar ljósar og þykkar, þá
eru þær hnoðaðar út í deigið ásamt
ögn af vanille, kardemommum og
salti, þá er hvítunum vel þeyttum,
jafnað út í deigið. Búðingurinn er
bakaður í móti með föstum botni og
borinn heitur á borð i mótinu. Með
honum er höfð saftsósa.
HÚ S RÁÐ
Þvottaskinnhanzka á að skola upp
úr sápuvatni, til þess að skinnið hald-
izt mjúkt.
Látið aldrei járnpotta eða pönnur
vera rakar eða blautar langa stund,
heldur þurrkið ílátin alltaf rækilega,
strax eftir notkun.
Tízkumynd
Lana Morris, sem kemur fram í
gamanleiknum „Trottie True,“ sést
hér með hvítan stráhatt, settan
knipplingum. Hatturinn er einnig
skreyttur bláum og hvítum borðum.
(Myndin er frá J. Arthur Rank kvik-
myndafélaginu, London).
Sjóðið mat aldrei of lengi. Bragð og
næringargildi margra tegunda græn-
metis rýrna af ofmikilli suðu.
Fitublettum af veggfóðri er oft
hægt að ná af með þerripappír og
heitu straujárni. v
Grátt og hvítt hár fær fallegan
siflurgljáa, ef dálítið af taubláma er
sett í skolvatnið. Kamillute er gott
fyrir ljóst hár og edik fyrir rauð-
brúnt.
Ullarsokka, peysur og nærföt á
aldrei að skola upp úr köldu vatni,
heldur úr velvolgu vatni.
Bómullar- og gervisilkisokka er
bezt að þvo upp úr volgu vatni, en
skola úr köldu.
Olíumálningu, harpix og tjöru er
hægt að ná af með terpentínu.
Ef málningarblettir eru ekki alveg
harðir, þá er auðvelt að ná þeim af
gleri með heitu ediki.
Fitublettum á fötum má oft ná af
með dálitlu spritti eða ákaviti, og á
eítir er þvegið með hreinu vatni.
Gyllta myndaramma er prýðilegt
að hreinsa mc3 safa úr lauk. Fægt
vel á eftir mcj þurrum klút.
Skinnfeldir og kápur með skinnum
ætti alltaf að geyma á köldum eða
svölum stað. Hiti eða sólarljós getur
þurrkað fituna, sem er i hárinu.
<<IHilHlliHllmiHMHflUHHIMMIIMIMJIfflMMIflHHMfllMMMMfMfMMfMIMfMIMMMIIIIMMI«MMIIMlllllllllMMIIIIIIMMIMIIIIIMIMI'l/
vað gerir arfinn illt af sér?
•••••.-......... eftir Ragnar Ásgeirsson.
Skaðsemi illgresis er fólgin í því,
að; Það tekur upp rúmið fyrir nytja-
jui'tunum.
Það ckyggir á nytjajurtirnar og
útilokar þar með áhrif sólarinnar á
þær og moldina.
Það tekur næringu frá nytjajurt-
unum, sem þær þurfa á að halda til
aö ná eðlilegum þroska.
Það rænir hita og raka frá jarð-
veginum -— og það kemur einnig hart
niður á nytjajurtunum.
Það getur verið aðsetur fyrir
sveppi, sem gera nytjajurtunum
skaða.
Þar sem mikið er um illgresi, verð-
ur öll ræktun erfiðari og dýrari en
ella, og uppskera úr illgresisbæli er
alltaf miklu minna virði til ræktun-
ar og sem verzlunarvara, en af landi,
sem er í góðri rækt.
Fræðimenn skipta illgresi i tvo
flokka, sem þeir nefna Fræillgresi
og Rótarillgresi, með tilliti til þess
hvort það æxlast aðallega með fræi
eða rótarskiptingu. Fræillgresi er
flest einærar tegundir, en rótarill-
gresi fjölærar. Af báðum þessum
flokkum eru til margar tegundir hér,
bæði innlendar og erlendar, sem hafa
slæðzt hingað á siðari tímum á ýms-
an hátt. Tegundir af báðum flokk-
um reta orðið gróflega erfiðar við
aö fást, cf þær eru ekki teknar rétt-
um tökum í byrjun. Af tegundum
þessum verða aðeins þær helztu
nefndar hér.
Frœillgresi.
Ótrúlegt en satt.
Vitað hef ég eir.a haugarfaplöntu
íslenzka bera 110 þúsund frækorn.
En í erlendu visindariti hef ég lesið
um eina baldursbrárplöntu, sem bar
310 þúsund fræ — og af þeim spíruðu
306 þúsund fræ á 4 dögum. Af þess-
um tölum má hver garðeigandi sjá,
að betra er að láta ekki mikla við-
komu þessara plantna eiga sér stað
í garði sínum. Mældir og samanlagð-
ir geta stönglar sumra illgresisteg-
unda orðið geysilega langir. Mikil
jurtanæring fer til þess að mynda
slikan vöxt og hins mikla fræjafjölda.
Alla þá næringu tekur illgresið
traustataki frá matjurtunum.
Rótarillgresi.
Af. illgresi, sem æxlast aðallega
með rótum, er húsapunturinn einna
verstur, og skriðsóley. Einnig elfting
og þístill, njóli og fífill geta orðiö
erfiðir sé ekki haft eftirlit með þeim.
Tvær síðastnefndu tegundirnar bera
hér fræ, og frá biðukollunum flýgur
fræið oft langar leiðir, en stundum
þó ekki nema í garð nábúans. Það
er eiginlega alls ekki einkamál hvers
og eins, hvernig hann hirðir garðinn
sinn. Ef hann hirðir hann illa og leyf-
ir illgresi að auka þar kyn sitt ó-
hindrað, þá stafar öðrum garðeigend-
um mikil hætta af. Einkum er þetta
viðsjárvert, þegar um marga sam-
liggjandi garða er að ræða. Erlendis
eru til lög, sem banna slíka vanhirðu
— en svo langt erum við Islendingar
ekki komnir á löggjafarsviðinu, enda
þótt sumum finnist lögin ærið mörg.
Af illgreei, sem æxlast eingöngu
með fræi er haugarfinn algengastur
og frægastur að endemum, svo al-
menningui' nefnir jafnan allar aðr-
ar illgresistegundir eftir honum, og
kallar þær bara arfa. Þá er hjarta-
arfi, vegarfi, skurfa, hrímblaðka,
krossgras og baldursbrá — og er sú
síðastnefnda eitt hið fegursta blóm
hins íslenzka jurtarikis. Viðkoman
hjá þessum illgresistegundum er ó-
skapleg og lygileg. ,
Hreinar
léreftstuskur
keyptar
Steindórsprent h.f.
Eins og gengur —
„Herrann" er eins og þjónninn!