Vikan


Vikan - 25.08.1949, Qupperneq 2

Vikan - 25.08.1949, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 34, 1949 PÓSTURINN • Herra ritstjóri. Pósturirm hringir alltaf þrisvar,!! en fjanda kornið sem ég hringi nú meira en einu sinni, en það skal lika vera kröftug hringing. Og svo spyr ég yður, ritstjóri góður, og það með allri vinsemd og mestu einlægni. Eruð þér að gera yður leik að því að komaVikunni alveg fyrir kattarnef? Eruð þér vísvitandi að spilla svo fyrir þessu vinsæla blaði, að þér get- ið átt það á hættu að yfir yður rigni svo uppsögnum á blaðinu, að jafnvel regnhlíf úr bezta sænska stálinu, yrði yður að engu gagni. Ég skal nú segja yður eina sögu. Ég er nýbúinn að heimsækja 78 heimili hér í kaupstaðnum og ég hef aldrei verið nær því að fá mér flug- vél og fljúga til Reykjavíkur og drepa mann, en eftir að ég hafði heimsótt þessi heimili. Á fyrsta heim- ilinu lá heimilisfaðirinn, góðvinur minn 26 ára, á hnjánum og skúraði gólf. Á því næsta var heimilisfað- irinn niðri í kjallara að þvo stór- þvott. Á því þriðja var hann að hella úr koppnum og búa upp rúmin. Á því fjórða var hann hágrátandi að þvo krökkunum, hátta þau og halda þeim að pissa og var það ekki lítið verk, því hann átti 14 börn á aldrin- um frá 0 til 6 ára. Á því fimmta var hann, 98 ára, að rulla þvott og strjúka lín, en kerlingin, sem var 70 árum yngri, lá uppíloft og lét fara vel um sig við lestur Vikunnar. Á því sjötta var hann kófsveittur, svo ég segi ekki sveittari, að hnoða brauð og baka. Á því sjöimda var hann að taka af borðinu og þvo upp leir og potta frá síðustu vikunum. Á því áttunda var hann að stoppa í sokka af konunni og festa hnappa á skyrtur sínar og buxur. Og þannig var skyld saga af öllum þeim heim- ilum að segja, sem ég hef heimsótt. Allt í öngþveiti, heimilisfeðurnir grátandi og gnístandi tönnum, þung- búnir og þögulir, nýkomnir þreyttir frá erfiði dagsins, frá stritinu við að sjá heimilunum farborða, heimilis- ánægjan farin út um þúfur og öll barómet á jarðskjálta. Og ég fæ ekki nokkurn kjaft til að spila við mig einn slag, fara með mér á bíó eða drekka með mér eina kollu af öli. — En hvað veldur þessu og hvað gerðu konurnar, — spyrjið þér nú eflaust. Ja, von að þér spyrjið, —- blessaður fáráðurinn, sem ekki vitið hverju þér hafið komið til leiðar. Jú, kerlingarnar voru flestar heima að búa sig á böll, í leikhúsið, á bíó, eða ólögleg stefnumót, en allar lesandi Vikuna nr. 20 frá 21. júlí 1949, og þrumandi upp úr henni þennan ban- setta greinarstúf, Feður og börn, eftir G. C. Myers, dr. phil. Jæja, nú vitið þér þetta, en af því að mín kona er í sumarfríi, með börnin okkar, uppí sveit og ég er búinn að brenna blaðið, svo hún sér það aldrei, þá ætla ég ekki að segja upp Vikunni núna, en ef að þér komið aftur með svona vitleysu og kannske framhald eigum þá líka að fæða af okkur í þeim anda að við karlmennirnir börnin etc. þá segi ég pass. Jæja, bless ritstjóri, yðar Kr. I. Svar: Þetta bréf, sem að ofan get- ur, er bersýnilega ritað í stundar- æsingu. Frásögnin um heimilisfeð- urna í kaupstaðnum og konurnar er misheppnaður útúrsnúningur á efni umræddrar greinar, sem birtist í 29. tbl. Vikunnar í ár (en ekki 20. tbl. eins og bréfritari segir). Bréfritari er fokillur yfir því sjónarmiði grein- arhöfundar, að feðurnir taki virkari þátt í heimilisstörfunum og hjálpi konum sínum, þegar mikið liggur við og hann hefur tíma til. En ef bréf- ritari slægi örlítið af æsingu sinni, þá hlýtur honum að verða það ljóst, að f jölmörgum konum er nauðsynlegt að fá einhverja aðstoð til þess að geta annað því, sem gera þarf á heimil- inu, svo vel fari og þær slíti sér ekki út löngu fyrir tímann á striti og basli, sem henni myndi reynast auð- veldara, ef einhver væri til þess að rétta henni hjálparhönd. Það eru til fjölmörg heimili um allt land, þar sem konan verður að strita frá morgni til miðnættis til þess að allt fari henni sómasamlega úr hendi, al- menn heimilisstörf s. s. matargerð, uppþvottur, gólfþvottur og annað því um líkt, auk þess sem hún þarf að klæða, hátta og mata 5—6 ung börn hjúkra öldruðum foreldrum — og sinna eigin útliti. Mikill hluti launa- manna hefur ekki efni á því — pen- ingalega séð — að hafa vinnukonu, ef svo heppilega vill til, að þær gefi kost á sér og því er ekkert sann- gjarnara en að nútímakarlmaður hristi af sér ok gamalla hleypidóma og hjálpi konu sinni við heimilis- störfin, en auðvitað því aðeins að hann megi vera að því starfa sinna vegna. Og það er sannast að segja vafasöm sanngirni — en sennilega afskaplega karlmannleg — að heim- ilisfeðurnir strjúki í bió eða „spila- partí“, þegar konur þeirra eru enn á kafi í heimilisstörfunum og krakka- þvarginu seint á kvöldin — enda þótt hann vinni sinn ákveðna tíma á dag til þess að afla heimili sínu lífsviður- væris. — Hér í blaðinu verður alls ekki stofnað til ritdeilu um þessa. grein, — né aðrar, sem birtast. En það skal þeim lesendum ráðlagt, sem ekki hafa séð umrædda grein, að afla sér hennar. Þá geta þeir sjálfir dæmt um hógværð bréfritarans, sem leynist að baki þessara þriggja bók- stafa Kr. I. P.S. Vikan virðist enn halda vin- sældum sínum því að áskriftabeiðnir streyma til afgreiðslunnar! Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Gróa Herdís Guðjónsdóttir (við pilta 18—24 ára, mynd fylgi), Skalla- búðum við Grundarfjörð, Snæf. Unnur T. Hjaltalín (við pilta 18—24 ára, mynd fylgi), Garðsenda við Grundarfjörð, Snæf. Páll T. Hjaltalín (við stúlkur 18—22, mynd fylgi), Garðsenda við Grund- arfjörð, Snæf. Elínborg Kristjánsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—17 ára), Eiði, Eyrarsveit, Grundarfirði, Snæf. Ritstjórarabb frá mannhafinu mikla London, ágúst 1949. Það fer ekki hjá því, að íslendingur, sem ekki hefur farið utan í tuttugu og eitt ár, er gripinn töluverðri eftirvænt- ingu, þegar hann loks hefur lokið öllum undirbúningi og er að halda af stað í aðra utanför ævi sinnar! En geysilegur munur er á upphafi þessara tveggja ferðalaga. I fyrra skiptið var farið á þriðja farrými á norsku skipi og velkzt í hafi í 4—5 sólarhringa, en nú er stigið upp í Gullfaxa, hina stórglæsilegu flug- vél Flugfélags Islands, á níunda tímanum að morgni dags. Sætin geta varla þægi- legri verið, vélin haggast ekki yfir hafið frá Reykjavík til Prestwick, áhöfnin er alíslenzk og vekur traust og virðingu, þemurnar alúðarfyllstu manneskjur, sem maður hefur hitt í veröldinni, og svo er komið til London, eftir hálfsannarstíma dvöl og borðhald í Prestwick, um hálf sex og þó búið að flýta klukkunni um einn tíma! Þetta er mikill munur á fararflýti og þægindum. Það hafa líklega verið um þrjátíu far- þegar með Gullfaxa. Mín megin í „stúk- unni“ voru þrír skemmtilegir sjómenn. Þeir voru á leið til Aberdeen, eiga að vera með í að sækja togarann Neptúnus: Halldór Jónsson, loftskeytamaður (og fyrrverandi ritstjóri sjómannablaðsins Víkingur). Jón Helgason, bátsmaður hann er fæddur og upp alinn á „bezta landi í heimi“, en það hef ég leyft mér í tíma og ótíma, að kalla Vesturland og get hvorki né vil leggja þann góða sið niður; þriðji sjómaðurinn var Kristján Oddsson, stud. med., sem leggur svona fallega hönd á plóginn, er hann á frí frá námi. Hann á reyndar ekki langt að sækja það, dreng- urinn, því að faðir hans, sá góði mann, fór margar langferðirnar á skonnortum, þegar ég var unglingur í Kveldúlfi — en það er auðvitað langt síðan! Því miður voru ekki allir í þessum hluta vélárinnar eins áhyggjulausir og við. Uppi yfir okkur var sjúkrarúm og í því enskur sjómaður. Honum leið mjög illa. Hann hafði alveg nýlega orðið fyrir því slysi á togara að missa annan fótinn fyrir ofan hné. Ég sá, að Þorsteinn Jóns- son flugstjóri og þernurnar létu sér mjög annt um hann. Það var sorgleg sjón að sjá, þegar hann þurfti að fara niður úr rúminu og fór á einum fæti aftureftir vélinni. Á tólfta tímanum var „fréttablaðið“ Hvað líður ferðinni? látið ganga á milli farþeganna. Efni þess var: Kl. 11. 340 km. NW. af Hebrideseyjum, breiddargr. 55°30’N, lengdargr. 12°25’ W. Hæð 7 þús. fet. Lofthiti 8 stig. Flughraði 335 km. á klst. Það var mjög gaman að fljúga í svona góðu veðri yfir eyjar og firði, sveitir og þorp og borgir, og hlusta á skýringar þeirra, er betur vissu, um það, sem sást úr loftinu, en ekki ætla ég að reyna að lýsa því. Á flugvellinum í London var glaðasólskin og mikill hiti, svo að mér þótti nóg um. Mér varð ekki um sel á flugstöðinni inni í borginni, er ég sá, að maðurinn, sem átti að taka á móti mér, var hvergi sjáanlegur. Ég fékk síðar að vita, að hann var löglega forfallaður. Það var ekki efnilegt að standa þarna ráða- laus í heimsborginni með ekkert annað en ávísanir á brezkan banka í vasanum, ekki einusinni eitt svartamarkaðspund! En umboðsmaður Flugfélagsins leysti af mikilli lipurð úr þessum vanda. Hann kom Framhald á bls. 13. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4. sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.