Vikan


Vikan - 25.08.1949, Qupperneq 3

Vikan - 25.08.1949, Qupperneq 3
"VIKAN, nr. 34, 1949 3 Framhald af forsíöu. írjálsíþróttamanna íslendinga í sumar, þeirra Gunnars Huseby og Arnar Clausen — einkum þó vegna frammistöðu hins síð- ara í tugþrautinni, á áður-umgetnu móti, er hann vann 2. sætið í keppni þessari, — næst á eftir Ólympíumeistaranum Mathias — sem er mesta þrekþraun á sviði frjáls- íþróttanna. Forsaga og tildrög þessa framúrskar- andi afreks eru þau, að Örn hafði æft með Hauk bróður sínum og ,,fitlað“ við ýmsar greinar frjálsu íþróttanna um nokk- urra ára skeið — hann er þó aðeins tví- tugur — án þess að helga sig nokkurri þeirra sérstaklega, mest vegna þess að honum þótti skemmtilegra að breyta til :í æfingunni og reyna hæfni sína í ýmsum greinum. Hann var að eðlisfari fljótur að hlaupa, eins og bróðir hans, og þroskaði þann eiginleik með aðstoð góðra þjálfara, eins og Svíanna Bergfors og Olympíu- þjálfarans O. Ekbergs. Hann tók þátt í keppni í ýmsum greinum, eins og sprett- hlaupum, hástökki og langstökki, þar sem hann hefur verið meðal hinna beztu und- anfarin ár, þótt hann keppti við sérgreina- menn. Að eigin sögn, keppti hann fyrst á opinberu móti 17. júní 1945, þá 16 ára, í há- stökki; voru þeir bræður jafnir á 1.65 m. I köstunum hefur hann sjaldan keppt, en þó æft þau meðfram að einhverju leyti. Grindahlaup, — sem hann setti íslandsmet í fyrir skömmu — og stangarstökk æfði hann lítið eða ekkert, fyrr en hann fór að æfa tugþrautina með tilliti til Ólympíu- þátttöku. — Eins og kimnugt er, keppti Örn á Ólympíuleikunum við ágætan orðs- tír en afleit keppnisskilyrði. Varð hann 12. maður í „greininni“ af 37, er hófu keppni og hækkaði þá íslandsmetið úr 5552 upp í 6444 stig. Var það fyrsta sinn sem hann keppti í tugþrautinni og má segja, að myndarlega væri af stað farið! Hefur Gunnar Huseby varpar kúlu á íþróttavellinum í Reykjavík. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon). Þessir piltar tóku þátt i móti Norð- urlandaþjóða og Bandaríkjam. í Osló í sumar. Þeir voru hver um sig fremstir Norðurlanda- manna í sinni grein, þótt þeim auðnaðist ekki að sigra Ameríku- mennina. Þeir eru (taldir frá vinstri): Finn- björn Þorvalds- son, Haukur Clausen, Örn Clausen og Gunn- ar Huseby. framhaldið og verið eftir því, því að næsta skipti sem hann keppti, — hér heima í sumar, — bætti hann metið enn og fór upp í 6980 stig. Þriðja keppni hans er svo Bandaríkja—Norðurlanda keppnin, sem áður getur, þar sem Örn hækkaði enn hið ágæta met sitt og nú upp í 7197 stig! Á síðustu Ólympíuleikum vann Mathias þrautina á 7139 stigum; svo að óhætt er að segja, að Erni hafi vel tekizt — eða réttara framúrskarandi. Enda vakti hin frækilega frammistaða hans svo mikla hrifningu, að fátítt er á Norðurlöndum, að sögn sjónarvotta, og gaf m. a. tilefni til framangreindra ummælamesta „íþrótta- spámanns“ Finna. Þau ummæli hefur hann síðar undirstrikað með því að skýra opin- berlega frá þeirri skoðun sinni, að Örn hefði hin ágætustu skilyrði til að fara upp í 8000 stig í tugþrautinni, þ. e. að ryðja heimsmeti Ameríkumannsins Morris 7900 stigum, settu á Ólympíuleikunum í Berlín 1936! — Vegna þess hve tiltölulega lítið Örn hefur æft ýmsar greinar tugþrautar- innar og svo þess hve ungur hann er og fljótur að hlaupa, hefur hann hin vænleg- ustu skilyrði til mikilla framfara í þraut- inni. Hver veit, hve miklar þær framfarir gætu orðið við beztu skilyrði? Þar hvílir skylda á íþrótta-aðstandendum Arnar, að sjá honrnn fyrir þeim. Örn æfir ekki mjög mikið, — er það ó- vanalegt um tugþrautarmann, — t. d. und- ir hið umrædda stórmót ekki nema 2—3 sinnum í viku. Hann er 1.83 m hár, vegur 81V2 kg. nakinn og telur heppilegustu keppnisþyngd sína vera 80 kg. 9á íþróttamaður í flokki íslenzkra á- hugamanna, sem mest er þekktur ut- an lands síns, er Norðurálfumeistarinn og Norðurlandamethafinn í kúluvarpi, Gunn- ar Huseby. Hinar frækilegu utanfarir hans í sumar, ásamt öðrum íþróttamönnum, og þau afrek, sem hann hefur unnið í ferðun- um, — að setja Norðurlandamet, með 16.41 m. varpi í Noregi og verða beztur af Norð- urlandakeppendunum í kúluvarpinu á áð- ur umgetnu leikmóti Bandaríkjanna og Norðurlanda — hafa, ásamt afreki Arnar, gefið tilefni til hinna óvenjulegu hrós-um- mæla um íslendinga. Gunnar hefur líka sýnt framúrskarandi fræknleik og dugn- að í íþrótt sinni að geta, þrátt fyrir ýmis- legt mótdrægt, tekið stöðugum framför- um, og það svo miklum, að enginn er eða hefur verið honum fremri á Norðurlönd- um. Það var auðséð á árangri hans strax í vor, 15.59 m„ að honum myndi takast að ryðja Islandsmeti sínu frá 1946, 15.69 m., en engan grunaði, að hann myndi gera það svo rækilega, sem raun er á orðin og fara svo langt fram úr metum allra Norð- urlanda-kúluvarpara. Það var mikill sig- ur fyrir Guxmar og íslenzka íþróttamenn. Nokkur vonbrigði urðu mönnum, og hon- um sjálfsagt líka, að honum skyldi ekki tak- ast að komast „upp á milli“ amerísku kast- aranna. Það afrek hans var þó ágætt, að verða næstur þeim. Gunnar hefur verið hinn ókrýndi kúlu- varps-kóngur íslendinga allan tímann frá 1941, þá 16 ára, þegar hann setti hið ótrú- lega — ótrúlega af 16 ára dreng — íslands- met sitt með 14.79 m. varpi. Það met sitt hækkaði hann ekki tvö næstu sumur. En 1944 ,,stökk“ hann upp í 15.50, 1946 hækk- aði hann enn upp í 15.69. Það met stóð þar til nú í sumar, að hann hefur hækkað metið þrisvar sinnum — 15.82, 15.93 og svo síðast hin mikla stökk-hækkun í endi Noregsfararinnar, 16.41 m.! Þetta má kalla framför; enda spurði norski blaðamaður- inn Gunnar, hvort næsti áfangi hans yrði ekki 17 metrar. Gunnar sagði, að nægur tími yrði til að ræða það síðar, — enda Framhdld á bls. 14 Öm Clausen kastar kringlu. Lengst hefur Örn kastað kringlunni um 42.00 m. Iþróttavíkingar Islendinga

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.