Vikan


Vikan - 25.08.1949, Page 4

Vikan - 25.08.1949, Page 4
4 VIKAN, nr. 34, 1949 SU LSTLA. — Hún Ólöf getur gert það, — kallaði frú María. Og það mátti líka treysta því, að Ólöf gerði það, sem um var beðið. Hún var heppin, hún frú María, að hafa svona góða stúlku, — sögðu kostgangar- arnir sín á milli. Og þeir voru líka sjálfir ánægðir með, að fá þarna miðdegismat, en geta svo borðað heima hjá sér á kvöldin, þegar annir dagsins ráku ekki lengur á eftir. Ólöf, stúlkan hennar frú Maríu, var ein af þessum sí-þjónandi manneskjum, sem alltaf mátti kalla til. Eitt hornið í eldhúsinu hjá frúnni, var afkróað með tveimur kössum, og fyrir inn- an þá kassa, stóð svolítið stelpukríli. Þessa litlu telpu átti Ölöf. Við hana mátti helst enginn tala, af því að á því valt atvinna móður hennar, hvort telpan var þæg eða ekki. I þessu afkróaða horni í eldhúsinu, var heimur „þeirrar litlu“, frá því hún vakn- aði á morgnana, og þangað til móðir henn- ar var búin að ganga frá öllu í eldhúsinu á daginn, þá átti hún sjálf þann tíma, sem eftir var dagsins. Þegar Ólöf var búin með verkin, tók hún „þá litlu“ á handlegginn, bar hana niður í kjallara, þar sem hún hafði herbergi, og fór að hreinsa hana og laga til. Stundum var pískrað um það í mötu- neyti frú Maríu, hvað það hlyti að vera erfitt fyrir Ólöfu, að hafa svona erilsama vist, — en aðrir þekktu svo vel til, að þeir vissu, að erfiðleikar myndu vera á því fyrir stúlku með barn á handleggnum, að fá atvinnu. Ekki voru allir í mötuneytinu jafn ánægðir með Ólöfu. Sumum faxmst það þreytandi að tala til hennar, ef eitthvað vantaði. Þeir sögðu sem svo, að þá kæmi alltaf þetta bölvað „ha“ hjá henni, og þeir gæfust alveg upp á því, að þurfa, hvað eftir annað að taka allt upp aftur, sem búið var að segja. Mér fannst þetta ekki réttlát aðfinnsla. Ólöf hváði sjaldan, nema ef hún var beð- in um eitthvað, sem ekki var í hennar verkahring að veita, eða, ef átti að fara að spyrja hana um eitthvað, sem henni þótti ekki koma sér eða spyrjandanum við, — þá kom þetta „ha“ hennar ískyggi- lega oft. Og við, sem veittum Ólöfu at- hygli, vorum viss um, að hún myndi ekki heyra neitt verr, en við hin, sem ekki höfðum vanið okkur á neitt hvumleitt „ha“. En Ólöf var snör í snúningum, og hreyf- ingar hennar voru mótstning við margt annað í fari hennar. Hún var svo yfirlætis- laus og fátæk, að fátæktin var auðsæ, hvar sem maður leit á hana. Jafnvel lítil, sljóleg augu hennár, báru fátæktinni vitni, — og ennþá einu sinni smeygði sú undrun sér inn í meðvitund mína, hvað manneskj- S MASAGA urnar hafa misjafnlega mikið fyrir að vera til. Ólöf bar það alltaf glöggt með sér, að hún hafði verið á einhvern hátt afskipt. Ég held ég hafi enga manneskju hitt, sem bar það frekar með sér en hún. Einn daginn kom ég tæpum klukkutíma fyrr en venja var til, inn í matstofuna til frú Maríu. Ólöf var ein að hreinsa til þar inni. Ég hafði orð fyrir mér hvað ég kæmi snemma, og hvernig stæði á því. Hún tók mér, með sjaldnséðu brosi, og bað mig að hafa mína hentisemi. Frúin hefði að- eins skroppið út, svo hún væri ein þessa stundina, — og „sú litla“, — bætti Ólöf við, og leit til barnsins frammi í eldhús- inu. Loks fékk ég tækifæri til að yrða á þessa manneskju. — Þið má vera erfitt Ólöf, að vinna hjá öðrum með svona lítið barn. — — Það er ekki spurt að því, — svaraði hún, og hendur hennar gengu af vélræn- um krafti. — Ég vona að „þeirri litlu“ þyki gaman að tilverunni, — sagði hún, um leið og hún leit á mig, með þennan einkennilega sljóleikaglampa í augimum. Ég kenndi sársauka undan tilliti þessarar mannlegu veru. Þið minnti mig frekar á tillit frá þjökuðu dýri en sjálfstæðri manneskju. — Þú hefur komizt að góðum kjörum með „þá litlu“ hérna, — sagði ég. Hún horfði á mig, án þess að stanza við verkið. — Ég hef óupphitað smáherbergi í kjallaranum, og miðdegismat fyrir mig og bamið. — ^umuumniinnmiiiifiHiintnuiniiniiaiiiiuiiiiiiiiiMiiMiiiiiauiMinnniiHiu n, | VEIZTU -? I | 1. Hvenær var Leonardo da Vinci uppi ? | 1 £. Hvenær hófu Rússar innrás í Pólland i i síðustu heimsstyrjöld ? i 3. Hvað hét aðalforingi nazista í Dan- | mörku ? | = 4. Hvert er hið norræna heiti Kiev ? i 5. Hver er talin mesta verzlunarborg á i meginlandi Evrópu? í 6. Hvað hét fyrsti forstöðumaður Hvann- : eyrarskóla ? | 7. Hvert er bræðslustig matarsalts? \ 8. Hvert er suðumark sjóvatns? i 9. Hvað er langt frá Isafirði til Flateyr- i I ar ? i 10. Hvar og hvenær er Jón skáld Magnús- \ i ^on fæddur? j i Sjá svör á bls. 14. i — Og hvað mikið kaup? — — Ég hef herbergið og miðdagsmat- inn, það er kaupið. Kvöldmatinn hef ég hjá sjálfri mér, og svo kaupi ég mjólk handa „þeirri litlu“. — Það hlýtur að vera erfitt hjá þér Ólöf að draga fram lífið. — Hún horfði á mig, án þess að hvá. — Frúin telur þetta ágætt fyrir mig. — Og svo hef ég dálitla meðgjöf með „þeirri litlu“, pabbi hennar meðgekk hana. — Ég sagði ekki neitt, en hálf blöskraði sú aðdáun, sem lýsti sér 1 rödd hennar,. yfir að faðirinn skyldi meðganga afkvæmi sitt. Eitthvað var öfugt við rás viðburð- anna hjá Ólöfu. Hafði skóli lífsins mótað hana svona, og gert hana svo imdirgefna, eða hafði henni alltaf mistekist að þroska. gjafir þær, sem henni voru gefnar? Hugur minn hvarflaði til litla velgerða barnsins, sem stóð í horninu sínu, og tal- aði sínu máli við sjálfa sig, eða tvíbökuna sína, sem hún notaði til allra mögulegra hluta. Alltaf hafði hún eitthvað fyrir stafni,. í sinni takmörkuðu veröld. Hún virtist mjög þægt barn, — kannske hættu- lega nægjusöm. En stór ljósblá augu henn- ar minntu alltaf á heiðan himin, eða eitt- hvað hreint og heilagt sem aldrei yrði hægt að fjötra eða byrgja til lengdar inn- an þessara fjögurra veggja. Dag eftir dag, vakti þetta litla barn eftirtekt á sér, og þegar maður virti Ólöfu fyrir sér, fann maður aldrei neinn skyldleika með „þeirri litlu“ og henni. Allur svipur mæðgnanna og tillit var næst- um ótrúlega fjarskylt, allt frá ljósum hrokknum kolli telpunnar, sem var gjör- ólíkur þunnu strýhærðu háralagi móður hennar, — og að hverju einstöku atriði í andliti þeirra beggja. Oft lét frú María það skína í gegn, við okkur kostgangarana, að hún væri að biðja Ólöfu um að gefa sér „þá litlu“ — Eiginlega tel ég mig eiga „þá litlu“, sagði hún í lægri róm. — Ef móðir hennar toll- ir hjá mér, el ég hana auðvitað upp. En víst var um það, að ef frú María hefði verið manneskja til, þá hefði hún gert svo sómalega við móður barnsins, að sú litla hefði ekki þurft að híma inni í eld- húshorninu allan bezta hluta dagsins. Áfram þokuðust vikur og mánuðir. All- ir virtust eiga sínar kröfur um einhverja tilbreytni, nema „sú litla“ í eldhúshom- inu, og móðir hennar. Þegar kostgangararnir fóru út frá mið- degismatnum, var þetta litla barn oft um- talsefni þeirra. Þeim virtist „sú litla“ dafna framar öllum vonum, og allt útlit var á því, að þannig myndi þetta ganga óbreytt til vorsins með „þá litlu“, en þá myndi móðir hennar fara með hana í sveit’ og lofa henni að liggja úti í græn- um grösum. Kannske Ólöf kæmi henni líka á bamaheimili ? — Það var erfitt að samþykkja nokkuð af þessum uppástungum, sem var neikvætt. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.