Vikan


Vikan - 25.08.1949, Síða 5

Vikan - 25.08.1949, Síða 5
VIKAN, nr. 34, 1949 5 .Ný framhaldssaga: .................. LEIKUR ÖRLAGAIMMA 4 Eftir HERMÍNU BLACK Var það satt? Hefði hann verið maður, ef hon- um fyndist hann ekki svikinn? Hann hafði búið sér til vígi gegn fortiðinni, og fortíðin var eins og flóðbylgja, sem fallið hafði yfir þau. Bn hann vissi, að hann var henni nauðsynlegur, og hughreysti það hann stundum, af því að hann elskaði hana svo heitt. Hann stóð og batt hálshnýti sitt, er hún kom inn. Hún kom oft inn til hans, enda þótt hann, síðan fyrsta kvöldið, hefði aldrei stigið fæti inn fyrir þröskuld hennar. Hún kom með bakka, sem tvö glös voru á. „Mér fannst þú verða að fá Cocktail nú,“ sagði hún glaðlega. „Við förum til Farrar-fjölskyld- unnar, skal ég segja þér, og ég, sem hef þekkt þau alla ævi mína, get með vissu sagt, að þau eru svo miklir bindindismenn, að þau bera að- eins fram hreinan tómatsafa. Frú Farrer er mjög ofstækisfull. Og ef þú þarfnast ekki einhver sterkara, éftir erfitt dagsverk en tómatsafa, veit ég ekki, hver þarfnast þess.“ Hann hló og lók glasið, sem hún rétti honum. „Þú sagðir mér ekki, þegar ég kvæntist þér, að þú þekktir þess háttar fólk." „Það er Shirley, sem hefur komið því til leið- ar, að okkur var boðið," sagði hún kvartandi. „Frú Farrer er guðmóðir hennar, og ég fer að halda, að hún muni kasta okkur i arma allra, sem hún veit, að hafa peninga. Til þess að auka sjúklingatölu þína, elskan, — sú er víst hugsunin. Eins og.þú hefðir ekki haft nóg að gera áður.“ Hann hristi höfuðið. „Ég er hræddur um, að ég hafi sérstaka hæfi- leika til að móðga hina ríku. Þeir geta ekki þolað, að þeim sé sagt, að ekkert gangi að þeim.“ Nada hristi höfuðið. „Þú verður aldrei Sir Garth Rosslyn, — til þess læknar þú allt of marga menn.“ „Já, ég hef þá kjánalegu hjátrú, að það sé það, sem læknar eigi að gera,“ sagði hann. Hef- urðu talað við Shirley í dag?“ ,,Já, hún kom hérna við.“ Nada tæmdi glas sitt og lagði það varlega frá sér. „Robert fer norður í viku, og hún bað mig að spyrja þig, hvort þú gætir verið án mín í nokkra daga?“ „Auðvitað,“ sagði hann, „ef þú vilt gjarnan fara til hennar. Ég á bágt með að vera án þin — en næstu viku mun ég hafa mjög mikið að gera. Berringer er farinn, — svo að ég verð að hafa hans vinnu ásamt minni.“ „Og það mun gleðja þig að vita, að enginn situr og bíður eftir þér. Og úr því að þú blátt áfram r e k u r mig út, skal ég víst fara í burtu.“ Þetta hljómaði allt svo eðlilega, og gæti hafa haft mikil áhrif, hafi þeim báðum ekki verið ljóst, að þetta glens var kjánalegt. Tilraun til að grafa vofuna, sem stóð á milli þeirra á sér- hverri alvarlegri stund. Hundrað sinnum hafði Nada álasað sér fyrir að segja svo mikið, en töluð orð verða eigi aft- ur tekin. Og næstu daga varð henni sifellt ljós- ara, að hún vildi gera allt til að vera fær um að gefa honum það, sem hún fann að hann verð- skuldaði — alla hollustu sina, alla ást sína — sig sjálfa! — Var auðveldara fyrir hann að vera án hennar nokkra daga? Hún fann til við umhugsunina. Næsta föstudag fór hún með lestinni til Kent. Ga.rth fylgdi henni á stöðina og ók svo hratt aftur til Harley Street. Hann átti ekki von á neinum sjúkling þennan dag, en hann átti mikið óunnið. Þegar hann kom inn, kom hjúkrunarkona fljótt á móti honum. — Dr. Rosslyn — það situr ung stúlka í bið- stofunni. Hún vildi ekki fara. Hún sagði, að þér þekktuð hana og vilduð áreiðanlega tala við hana, og -4---.“ Hún hætti. Hún hefði getað bætt við: „Og þar sem ég þekki yður og veit, hve erfitt þér eigið með að neita nokkrum, sem þarfn- , ast yðar, lét ég hana vera kyrra.“ Hann stanzaði og hrukkaði ennið. „Sagði hún hver hún væri?“ „Já, ungfrú Grey.“ Grey! Einkennilegt, hve þetta orð hafði mikil áhrif á hann, — hann fékk einnig þá undarlegu tilfinningu, sem sagði honum, að honum bæri eigi að heyra það, sem Lissa Grey hefði að segja honum. En það var aðeins stutta stund. Svo sagði hann: „Vísið henni upp til mín eftir fimm mínútur. Ég þarf að skrifa bréf fyrst. Ég skal hringja." Hann settist niður við skrifborðið í læknisstofu sinni og skrifaði bréfið fljótt. Hann sat og sneri andlitinu að dyrunum, þegar Lissa Grey, sem einu sinni hafði verið barnfóstra barna Barracloughs, kom inn. Hann stóð upp og rétti henni höndina. „Ungfrú Grey! Já, ég hélt líka, að þetta hlyti að vera þér. Þér eruð vonandi ekki veikar. Get ég hjálpað yður á nokkurn hátt?“ Hún var rrijög veikindaleg og hafði dökka bauga undir augunum, sem báru vott um svefn- lausar nætur og tár. Þegar hún sá vorkunnar- samt augnaráð hans, hló hún stutt og biturlega. „Já, ég kem til yðar í þeim tilgangi að biðja yður að hjálpa mér“, sagði hún. „Allt í lagi. Viljið þér þá ekki fá yður sæti og segja mér frá þvi öllu.“ Hann tók stól fram, og þegar hún hafði sezt, setist hann bak við skrifborðið. Ljósið féll á andlit hennar, og aftur varð hann óttasleginn yfir slæmu útliti hennar. Augnablik sat hún og handlék hanzka sína, sem hún hafði tekið af sér, og horfði út um glugg- ann. Svo rétti hún úr sér og horfði beint í augu hans. „Ég veit ekki, hvað ég á að gera,“ sagði hún. „Ég skal segja yður, að ég á von á barni!“ Hún hélt áfram með nærri þvi þóttafullri höfuðhreyf- ingu: „Auðvitað hefur þetta komið fyrir marg- ar ungar stúlkur á undan mér. Og þær hafa átt þau og komist af, — en ég er svo hræðilega hrædd.“ Hún hækkaði röddina, og orðin streymdu nærri þvi af vörum hennar, svo að hann hafði ekkert tækifæri til að taka fram í fyrir henni: „Ég hélt, að ég myndi vilja eiga það, og ég hef ætlað mér það, en — ég á enga neninga og ég hef enga hugmynd um, hvað ég á að gera--------.“ Röddin brast og hún horfði á hann stórum, sorgmæddum augum. Guð ætti að vita, að Garth var vanur sorgleg- um atburðum, — nærri því daglega heyrði hann í þessari sömu stofu, sögur, sem höfðu áhrif á hann, vegna vonleysis og beiskju. Hann hafði smámsaman lært að taka þessu rólega, því að gerði hann það ekki, myndi hann ekki hafa getað hjálpað. En örvæntingarfull játn- ing ungfrú Grey hafði áhrif á hann, af því að hann hugsaði skyndilega um daginn, sem hann hafði komið til Sussex til að heimsækja Nödu, og Lissa hafði komið inn í stofuna, — hann minntist hegðunar hennar, og hvað áður hafði komið fyrir, og skyndilegur ótti vaknaði innra með honum. Hann vissi, að hann átti að leggja fyrir hana spurningar viðvíkjandi heilsu hennar og fullvissa hana um, að ekkert væri að hræðast, en hann heyrði sjálfan sig segja: „Auðvitað vitið þér, hver faðirinn er, og hann mun eflaust taka yður að sér.“ „Það getur hann ekki, — hann er dáinn,“ svar- aði hún undarlega hljómlausri röddu. „Og jafn- vel þótt hann lifði, þá — myndi hann eflaust ekki gera mikið. Ég skal segja yður, þá væri hann nefnilega nú kvæntur annarri.“ Garth beygði sig skyndilega að henni, og rödd hans, sem annars var svo heillandi, varð hvell og hörð, er hann spurði: „Ungfrú Grey — hvers vegna hafið þér ein- mitt komið til mín. Hver var þessi dáni maður? Þekkti ég hann?“ Og hvort sem það hefur nú verið ætlan henn- ar að segja honum það eða ekki, las hann svar- ið í andliti hennar, áður en hún brast i grát og huldi það í höndum sínum. „Hamingjan góða!“ sagði hann nærri því hvísl- andi. „Tony! —■“ Og hún sagði, mitt í ekkafullum gráti sínum, og var enn hrokafull: „Ég elskaði hann svo heitt. Hann — við------.“ Garth stóð upp og gekk út að glugganum og stóð og starði sem í blindni á götuna fyrir neðan. Tony og þessi stúlka! Já, — hafði hann ekki alltaf — innst inni — vitað það? Bergmálið af ekkaþrungnum gráti Nödu kom aftur fram í minni hans: „Rödd Tonys talaði við mig, — spurði mig, hvort ég væri honum trú------." Tony ,sem hafði haft allt, sem sjálfur hafði ekki getað verið trúr og tryggur. Og þess vegna voru þrjú líf eyði- lögð. — Ef Nada vissi þetta-------. Ef Nada vissi — — Hann endurtók þetta í huganum, er hann stóð og starði niður á götuna. Dyrnar á húsinu á móti opnuðust, og kona kom út. Jafnvel úr þessari fjarlæggð gat hann séð, að hún var náföl, en hún var hnakkakert, þegar hún gekk niður tröppurnar, yfir gang- stéttina að bilnum, sem beið eftir henni. Með skjótu hugmyndaflugi, sem var næstum sem sjötta skilningarvit, vissi Garth, að þessi kona hefði fyrir fáum mínútum heyrt dauðadóm sinn. Og ef hann segði Nödu það, sem hann hafði heyrt, myndi hún einnig líta þannig út. Eftir allt, sem hún hafði þolað, myndi þetta vera hið sið- asta. Hið eina, sem hún hughreysti sig við var trú hennar á Tony, — hvernig færi, ef hún væri tekin frá henni? Hann heyrði hljóð fyrir aftan sig og sneri sér snöggt við. Lissa Grey hafði fallið niður*af stólnum og lá í öngviti á gólfinu. Um leið var hann orðinn læknirinn, — allt ann- að var gleymt. Hann lyfti ungu stúlkunni upp á sófann og án þess að fá hjálp, fékk hann hana til að rakna við aftur. Augljóst var, að Lissa var illa haldin og hræðilega þjáð, og enda þótt Garth nærri því hataði hana, gat hann þó ekki

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.