Vikan


Vikan - 25.08.1949, Side 6

Vikan - 25.08.1949, Side 6
6 VIKAN, nr. 34, 1949 arrnað en haft meðaumkun með henni. Undir öðr- um kringumstæðum hefði þessi meðaumkun ver- ið ennþá meiri. Hann vissi svo vel, hve hirðu- leysislega Tony hafði leikið sér að hjörtunum, hve örlagaþrungið hafði verið fyrir konur að verða ástfangnar af honum. En þegar hann íhug- aði, hvað þessar tvær manneskjur höfðu gert móti Nödu, varð hann strangur. Lissa Gray opnaði augu sín og settist upp. „Eftir augnablik verðið þér orðin góð,“ sagði hann við hana. Drekkið þetta og verið kyrr". Hún hlýddi, en gretti sig, er hún drakk með- alið. „Ó, þetta er hræðilegt á bragðið", sagði hún. „Mér finnst það leiðinlegt, en það var nauð- synlegt. Hann fór til að láta glasið frá sér, og þegar hann snéri sér við, sá hann, að hún horfði fast á hann. Augnablik horfðust þau í augu. Svo leit hún undan rólegu, festulega augnaráði hans. Hún spurði sjálfa sig, hversvegna hún nokkru sinni hafði farið hingað upp — í fyrsta sinn fann hún, að þessi maður, sem henni hafði alltaf virzt svo vingjarnlegur og blíður, gat einnig verið mjög strangur og harðlyndur. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt, dr. Rosslyn", sagði hún, nærri því andstutt. „Ég hefði ekki átt að — ónáða yður“. „Hversvegna ekki?“ spurði hann. „Þér þarfn- ist í raun og sannleika læknis, ungfrú Grey“. „Ef til vill. En-----“ „Ef ég get hjálpað yður, skal ég með glöðu gera það", sagði hann við hana. „Og mér finnst, að þér hafið gert rétt í því að snúa yður til mín“. Hann meinti það, sem hann sagði. Honum fannst rangt, að hún þyrfti að fara til vanda- lausra og biðja um hjálp. Það var stöðugt ábyrgð, sem varð að standa við í þessu erfiða máli, og Garth myndi verða til þess siðastur manna, að losa sig undan ábyrgð. „Þegar allt kemur til alls, var ég frændi Tony Hammerton." Veikur roði kom fram í vöngum hennar. Hún hafði horazt mjög, en það var til þess, að meira bar á þykkum vörum hennar. Þegar Garth horfði á hana gat hann vel séð, að hún var einmitt stúlka, sem Tony litist vel á, og alveg ósjálf- rátt hrukkaði hann ennið. „Ég held, að ég hefði ekki komið, ef ég hefði munað það", sagði hún. „Ég ætla að biðja yður að trúa, að mér hefur alls ekki komið til hugar að koma neinni ábyrgð á yður. Og í rauninni" — hún reyndi að brosa — „vissi ég ekki, að ég myndi falla í öngvit í læknisstofu yðar“. „Betra var, að þér skylduð falla í yfirlið hér en úti“, svaraði hann glaðlega. „Þér hafið stof- una alveg til yðar umráða". Svo varð hann al- varlegur og sagði: Pinnst yður nú þér ekki eigið að segja mér allt um yðar hagi? Hvað gerið þér? Ég meina, á hverju lifið þér?“ Hún þagði. „Ég hafði vinnu þar til fyrir nokkrum vikum. En svo varð ég að fara þaðan. Ó," sagði hún skyndilega, „yður finnst auðvitað ég vera mjög ósiðsöm — þar eð ég vissi alltaf, að hann var trúlofaður. En skiljið þér — ég var ástfangin af honum — alveg frávita af ást, og hún hafði svo mikið. Ef til vill, ef við hefðum hitzt fyrr, ef hann hefði ekki veft-ið svona bundinn — —“ „Heyrið þér nú, ungfrú Grey!" tók Garth fram í fyrir henni. „Ég vil ekki vera ruddalegur, en það er aðeins ein kona, sem Tony elskaði allt sitt líf og vildi kvænast, og sú kona er Nada Fairlie. Hann kunni vel að tæla konur það litla, sem hann hafði til að gefa, gaf hann henni — og guð einn veit, að það var minna en ég hélt“. Honum fannst hann verða að segja þetta við Lissu Grey — honum gramdist að hún skyldi halda, að hún hefði getað tekið eitthvað, sem með réttu tilheyrði Nödu. Það var móðgun gagn- vart konunni, sem hann elskaði. Lissa kreppti hnefana. „Hún er ein af þeim, sem allt eiga og firmst hún hafa rétt til þess". Bitur öfund og afbrýði- semi heyrðist á tali hennar. Hún rétti úr sér, þrýsti höndunum að augunum. „Ég veit, hvað þér hljótið að hugsa um mig, en — ég tilbað hann, og ég tók allt, sem ég gat fengið. Ég var aðeins tvisvar sinnum heima í íbúð hans, svo að það var ekki svo hræðilegt". Garth minntist áhrifa þeirra, sem Lisia Gray ætíð hafði á hann. Að undir rólegu yfirborði voru hyldýpi. Hann vissi nú, að hann vildi gefa mik- ið, til að forðast þessi hyldýpi. En um leið var honum ljóst, að hún var að því komin að fá taugaáfall, og að það varð að umgangast hana með mikilli varúð. Áður en hann gæti sagt nokkuð, hélt hún á- fram: „Þegar mér fyrst varð ljóst, að ég átti von á barni, var ég nógu heimsk til að verða glöð — ég hugsaði um hana, sem varð að syrgja ein, þegar ég átti að verða þeirrar hamingju aðnjót- andi, að halda á barni hans í örmum mínum. En nú kæri ég mig ekki lengur um að fá það. Mér er ljóst, hve lítils virði í raun og veru ég var hon- um. Ef hann hefði komið aftur, hefði hann kvænzt annarri -— nema því aðeins, að ég hefði farið til hennar og sagt henni allt. Og öðru hverju hugsa ég þannig, hvort ekki myndi Vera skemmtilegt að segja henni það nú“. „Það gætuð þér aldrei gert", sagði hann hörkulega. „Hversvegna ekki? Hversvegna ætti hann að sleppa svo vel?“ Garth átti örðugt með að skipa henni ekki að fara. En honum heppnaðist að hafa stjórn á sér. Hann vissi, að konur í hennar ástandi væru oft erfiðar, og einkum undir þessum óvanalegu sorg- legu kringumstæðum. „Ungfrú Gray", sagði hann mjög rólega, „mér finnst þér eigið að vita, að konan, sem þér talið þannig um, er nú eiginkona mín“. Lissa hafði setið og starað niður á gólfið. Nú hrökk hún skyndilega við og starði á hann stór- um augum. „Þýðir það, að hún ■— að hún hefur gifzt yður ? svona fljótt eftir —“ „Við munum ekki ræða um það nánar“, sagði hann stuttlega. Mér finnst aðeins, að þér ættuð að vita það“. Hún hló hvellum hlátri. „Já, hann átti víst ekki betra skilið!" sagði hún einkennilega hljómlausri röddu. „En hvað á ég að gera? Enginn vill kvænast mér. Og ég vil ekki eignast bamið hans, ég vil það ekki. Ég er hrædd. Ég vissi ekki, að það væri svona hræðilegt —- en nú veit ég það. Ég hef séð það“. Rödd hennar hækkaði, og hann skildi, að hræðsla hennar hlyti að vera byggð á reynslu. Hann settist við hlið hennar og tók hendur hennar í sínar. „Svona, svona, róleg" — hughreysti hann hana. „Þér eruð taugaóstyrk og veik. Segið mér, hversvegna þér eruð svona hræddar, og ég er viss um, að ég get fengið yður til að líta öðruvísi á málið". Augnablik leit hún á hann, og það var eins og þjáningasvipurinn á andliti hennar minnkaði. „Þér eruð svo góður", sagði hún nærri þvi auðmjúk. „Ég veit vel, að ég haga mér hræði- lega, en — mér líður svo voðalega!" Og smám saman fékk hann hana til að segja frá því sem komið hafði fyrir. Síðasta vinna hennar hafði verið langt uppi í sveit hjá ungri konu, sem var barnshafandi, og var maður hennar í burtu. Lissa hafði verið ein í húsinu með henni, og svo nótt eina hafði konan alið barnið fyrir tímann. Læknirinn hafði verið í sjúkravitjun — á stað sem enginn sími var — og Lissa hafði ekki þorað að skilja ungu konuna eftir eina. Læknirinn hafði komið á síðustu stundu, og, þar eð engin tök höfðu verið á að fá hjúkrunarkonu, hafði Lissa orðið að hjálpa honum. Það er raun, sem mörg venjuleg ung stúlka mundi ekki eiga svo auðvelt með að gleyma, og fyrir stúlku í Lissu ástandi hlaut það að hafa verið hræðilegt. Garth var óttasleginn. Slikt hefði ekki átt að koma fyrir. Hann talaði alvarlega og rólega við hana, þangað til hún eins og flestar aðrar, sem til hans leituðu — varð fyrir áhrifum af þessum styrk og trúnaði, sem hann bar með sér. 1 fyrsta sinn í margar vikur var hún róleg, og hún var ekki lengur undrandi á því, að Nada hafði leitað athvarfs hjá þessum manni — hann var verður hundruð manna, sem voru eins og Tony. Tony! Alltaf fann hún til hræðilegrar kvalar við umhugsunina um hann. Það var eins og hjarta hennar væri sundurtætt, og hún vissi varla, hvort hún elskaði eða hataði hann. Að lokum stóð hún upp. „Ég má ekki taka meir af tíma yðar, Dr. Rosslyn. Þakka yður fyrir að hafa hlustað svo þolinmóður á mig." Auðvitað hsfði verið auðveldast að láta hana fara nú, en hjá Garth kom skyldan við aðra menn ávallt framar honum sjálfum. Og þess vegna hikaði hann aðeins augnablik áður en hann sagði: „Ég ætla að biðja yður að koma til mín á morgun — ég hef því miður ekki tíma til að rannsaka yður nú, en ég vil gjarnan gera það. Og þá mun ég eflaust geta róað yður. Viljið þér gefa mér heimilisfang yðar?" „Hvað er þetta?" verður flestum að orði, sem sjá þessa mynd, er sýnd var nýlega á sýningu i New York. Myndin er raunar af nakinni konu, sem teygir handleggina upp fyrir höfuðið. Ensku kvikmyndastjörnurnar (af öllum stærðum) halda árlega „garðveizlu" i Morden Hall í Surrey. Hér sjást þær í samræðum Joan Dowling og Constance Smith.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.