Vikan


Vikan - 25.08.1949, Side 7

Vikan - 25.08.1949, Side 7
VIKAN, nr. 34, 1949 7 SÚ LITLA. Framháld af bls. ?/. •vió öllu því, sem fullorðna fólkinu datt í !hug að stinga upp á fyrir hennar hönd. Mennirnir vita oft skemmra en þá órar .fyrir, og hver veit nema að við höfum •öll fundið til þess sama, þegar ,,sú litla“ leit á okkur, fundið til þess að við skild- um ekki tillit hennar, og máske höfrnn við öll átt þá ósk, að við ættum sjálf hrein- leikann, sem speglaði sig í djúpi augna hennar. En um það var aldrei talað upp- hátt. Einn daginn litu flestir sem sátu við ,-stóra borðið hjá frú Maríu, — spyrjandi hver framan í annan. — „Sú litla“ stóð •ekki í horninu sínu bak við kassana. — .Það var tæplega ástæða til þess, að hún hefði fengið að fara út í dag, fremur e: aðra daga. Veðrið var kalt og hráslaga- legt. Loks spurði einhver Ólöfu um barn- ið. Ólðf svaraði spurningunni, án þess að láta sér fatast við vinnuna, eða líta upp: — ,,Sú litla“ mín er lasin í dag. Hún hef- ur líklega hita, hún var svo cróleg fram- undir morgun, en þá féll hún í svefnmók og hefur sofið síðan. 1 annað sinn mættust augu okkar flestra, sem sátu þarna, og um leið viss- um við það, að við áttum öll sameiginlega velvild til þessa barns. Á sinn hátt til- heyrði hún því bezta, sem þróaðist í sér- hverju okkar. Allir sátu þögulir við borðið, á meðan á máltíðinni stóð, og enginn sinnti gam- anyrðum frú Maríu. Hver um sig virtist hafa nóg að hugsa. Næstu dagar urðu svipaðir, þeir fóru í kjölfar hvers annars, með leyndum óróa innra með okkur. Einn daginn, þegar ,,sú litla“ var ennþá ókornin í eldhúshornið sitt, brast Hjálm- ar þolinmæðin. Upplit hans, sem alltaf var hálf þvingað, varð einarðlegt, þegar hann leit á frú Maríu og kom með þá spurningu, hvað læknirinn segði um veik- indi bamsins. Við litum undrandi hvert á annað, og svo Hjálmar. Okkur virtist hann hafa 'kastað af sér dulgervi. Það var aldrei gott að átta sig á þessum orðfáu rólegu mönn- um. Svipur frú Maríu bar það með sér, að hún hefði ekki átt von á einu orði úr þessari átt. Hún brosti góðlátlega, og sagði að ennþá virtist barnið aðeins með hitasnert, það virtist vera svipað og kvef- ið, sem gengi í krökkunum hérna allt í kring. En hver lítur þá til „þeirrar litlu“, •— sagði ein stúlkan við Ólöfu. Veslings Ólöf leit sljólega til þeirrar sem talaði, og hendur hennar hættu að hreyfast. — Það er enginn hjá henni, nema þegar ég hleyp niður til hennar. „Sú litla“ brekar ekki neitt. Hún er alltaf í þessu sama þunga svefnmóki. Flest af okkur í mötuneytinu vorum orðin nákunnug hvort öðru, og það var — hin sameiginlega samúð, til þessa litla barns, sem tengdi okkur kærleiksböndum. Og þegar við litum hvert á annað, mim okkur öllum hafa dottið svipað í hug: Ef til vill á hún aldrei eftir að koma í eldhús- hornið sitt aftur. Þrem dögum seinna, þegar við spurð- um um „þá litlu“, var hún dáin. Þegar einhver ónafngreindur hafði loks- ins sent lækni heim til Ólafar, til að líta á „þá litlu“, var ekkert hægt að gera til að bjarga henni. Öll einkenni báru þess vott, að það væri lömunarveiki, sem hún lægi í, — og engin von var um bata. Nú loks hafði ,,sú litla“, fengið að koma út í morgunsólina. — Mennirnir staldra svo misjafnlega stutt við, á þessum við- kvæma stað. Hjálmar snerti ekki við matnum sínum, daginn sem fréttist um lát „þeirrar litlu“, og einhverjir fóru að hans dæmi. — En vesalings Ólöf, vann verk sín, eins og him var vön. Hendur hennar gengu hægt, og hún var óviss í hverri hreyfingu. Hún var óvenju lítil og samangengin, eins og hún hefði misst orku úr sjálfri sér og væri nú að smá visna upþ. Daginn eftir herti ég upp hugann, og spurði, hvort ég og einhverjir aðrir fé- lagar úr mötuneytinu, mættu koma til hennar í kvöld, og sjá ,,þá litlu“. Hún leit snöggvast á okkur, eins og barn, sem er gefið eitthvað óvænt: —Ver- ið þið velkomin, — sagði hún.— Þið vor- uð henni alltaf svo góð. — Svo fór hún fram í eldhús, þögul og yfirlætislaus, og þó var hún í okkar augum hetjan á þess- ari stund í lífi sínu. Við vorum flest á valdi þeirrar geðs- hræringar, sem þessi snöggu umskipti höfðu haft á okkur. I djúpi sálar okkar geymdust furðu sterk áhrif frá þessari litlu mannveru, sem nú hafði horfið svo skyndilega af sjónarsviðinu, án þess að nokkurt okkar hefði rétt henni hjálpar- hönd. Kannske tilfinningin um atkvæða- leysi okkar, hafi líka verið sá broddurinn, sem sárast sveið undan Þegar létt og hljóðnæm húmskikkja kvöldsins hafði breiðzt yfir bæinn, mætt- umst við nokkur úr mötuneyti frú Maríu, fyrir utan kjallaradyrnar hjá Ólöfu. Við þrengdum okkur inn í dimman og fúlan ganginn, og nærri samhliða opnaðist hurð- in inn til Ólafar. Hún stóð þarna milli okkar og helgidóms síns, lítil og beygð, en þó svo þjónandi lífinu. — Hún kinkaði kolli til okkar, og gekk til hliðar. Við gengum með lotningu inn í þetta litla fátæklega herbergi, og þar inni var dýpri friður, en nokkru sinni áður hafði mætt okkur á lífsleiðinni. — Ef við höfum vanmetið hvert annað áður, þá sameinuð- umst við nú í kærleikanum, og þá ómiss- andi perlu, hafði „sú litla“ vakið hjá okkur. Þarna hvíldi litli líkaminn á lágu borði, eins og hvað annað, sem ekki heyrði leng- ur þessu lífi til. Ólöf tók klútinn af litla andlitinu. I daufu kertaljósinu, stirndi á augnabrúnimar, og augnhárin, — sem vom ívið dekkri en hörundið, — vom eins og innsigli fyrir lokuðum augunum. „Sú litla“ hafði alltaf verið falleg, en þó aldrei náð þeirri áhrifadýpt, sem hún hafði nú. Við höfðum keypt þau fegurstu blóm, sem völ var á, það var hinzta kveðja okk- ar til barnsins, sem hafði knúð okkur með burtför sinni, til þess að hugsa mn hverf- ulleika augnabliksins. — Og við vissum það á þessari stundu, að þó vegir okkar skildu, þá myndum við um ókomin ár, eiga óskerta sameiginlega minningu um „þá litlu“, sem sjálf var horfin úr litla líkamanum, sem lá þama eins og fegursta vaxmynd og minnti okkur á augnablikið óhjákvæmilega. Það liðu dagar, vikur, mánuðir og ár. Við vorum löngu komin sitt í hvora átt- ina úr mötuneyti frú Maríu. Þá var ég á gangi úti, síðari hluta dags í apríl-mánuði. Veðrið hafði verið yndis- fagurt undanfama daga, og þrátt fyrir skýjabólstra í hafinu, var ennþá kyrrð og blíðviðri. Himinninn var blátær og hreinn, og þegar ég fór að hugsa um þennan hreinleika fjarlægðarinnar, þá • hvarlaði hugur minn ósjálfrátt til „þeirrar litlu“, sem einu sinni stóð í eldhúshominu sínu. — Ef til vill hafði forsjónin verið henni miskunnsöm, og þó hlaut jarðlífið að vera fátækara eftir en áður. En, ef hún hefði lifað hérna megin, hefði hún þá ekki orð- ið svolítil vanhirt telpuhnáta, sem hafði alizt upp á gangstéttinni, og enginn hefði haft tíma til að sinna ? — Það var ástæðu- laust að hugsa svona, „sú litla“ átti ann- ars úrkostar, það hafði verið tekið fram fyrir hendur vanmáttar og getuleysis. Líf- ið átti svo margar leiðir fyrir börnin sín. Eflaust áttu margir svona minningar, og hugsuðu um þær, hver á sinn hátt. En Framhald á bls. 14. Þetta er jarnbrautarstarfsmaður í Bretlandi, með ljós í hjálminum eins og tíðkast meðal námumanna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.