Vikan


Vikan - 25.08.1949, Page 9

Vikan - 25.08.1949, Page 9
VIKAN, nr. 34, 1949 9 Fréttamyndir Hér sést hópur starfsmanna hjá Philcofélaginu i Philadelphíu i verkfalli. Stendur mannfjöld- inn þarna til varnar því, að verkfallsbrjótar fái notið sín. Það eru til að minnsta kosti tvær borgir, sem heita Montevideo. Önnur í Uruguay, en hin i Minnesota í Bandaríkjunum. Hér sést. mynd af frægri þjóðhetju í Uiuguay, Jose Artigas, og er gjöf til Montevideoborgar í Bandaríkjunum frá nöfnu sinni í Uruguay. Glæsilegt stökk. Truman forseti er þarna að dást að „Frelsisklukkunni“, sem hangir í Inde- pendence Hall í Filadelfia. Var forsetinn I stjórnmálaerindum, en skoðaði sig um leið um í borginni. Fáir munu geta gert sér í hugarlund, hvernig fstandið er nú í Kína. Mynd þessi er tekin nokkru áður en kommúnistar náðu Shanghai á sitt vald rg sýnir kínverskt flóttafólk um borð í skipi, sem það býst við að sleppi úr landi. Fyrrum gátu Parísarbörnm skemmt sér við asnakerrur á Champs Elysées, en nú eru x þeirra stað komnir „vasabílav“ og virðast börnin ekki kunna þeirri nýbreytni illa.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.