Vikan - 25.08.1949, Side 11
VIKAN, nr. 34, 1949
11
... Framhaldssaga: ............
Dóttir miljónamæringsins
maður. Ég gaf þér tækifæri til að geta þrisvar
sinnum, en þú gazt alltaf skakkt."
„En samt laugstu í gærkvöldi," svaraði Doro-
thy. „t>ú sagðir, að það hefði ekki verið min
vegna, að þú fórst þessa ferð.“
„Skakkt ennþá, elskan mín,“ sagði Larkin og
reyndi að brosa. „Ég sagði, að ég hefði aldrei
heyrt þig nefnda, fyrr en einum klukkutíma áð-
ur en lagt var úr höfn í San Francisco. Og það
er ótrúlegt — en satt. Ég fékk skipunina á sið-
ustu stundu."
„Og það skilur þú auðvitað ekki,“ skaut Frayle
inn í hæðnislega. „Það ert þú, sem Larkin fékk
skipun um að elta, Hann átti að njósna um
einkalíf þitt, tilfinningar þinar og afklæða þig
andlega til þess að seðja fréttafýsn blaðalesenda."
„Þú getur verið hreykinn af sjálfum þér, Glen,“
sagði Dorothy. Það var ekki vottur af beiskju
í rödd hennar, en reiðin brann í augum hennar
og fyrirlitningin var máluð í munnsvipnum. Hún
hélt áfram:
„Þú vinnur verk þitt svo vel, að þú ert viss
með mikinn frama. Aðferð þín er fullkomin. Þú
daðrar við mann eins og þér sé fullkomin al-
vara — —“
„Mér er líka alvara!“ sagði Larkin og tók fram
í fyrir henni. „Kallaðu mig flagara, ef þú vilt,
en segðu ekki að mér sé ekki alvara. Ég hef
aldrei sagt neitt í jafnmikilli alvöru og það, að
ég elskaði þig-. Ég elska þig, Dorothy. Ég vildi,
að hægt væri að segja þetta á einhvern annan
og áhrifameiri hátt, en það er ekki hægt. Ég
elska þig, Dorothy.“
„Auðvitað elskar hann þig,“ sagði Frayle með
uppgerðarsamúð. „Að minnsta kosti sem blaða-
mat. Þvi miður hefur hann svikið þig í hendurn-
ar á yfirvöldunum og svo skrifar hann hrífandi
lýsingu á öllu saman, sálarstríði þínu, baráttu,
fegurð og fangelsun. Það er að segja, ef hann
elskar þig ekki svo mikið, að hann hefur ákveðið
að láta af sorpblaðamennsku og helga þér allt
það sem hann á eftir ólifað.“
„Gætir þú hugsað þér að gera það, Glen?“
spurði Dorothy og í rödd hennar var veikur eftir-
væntingarskjálfti.
Larkin reis á fætur. Hann dauðlangaði til þess
að murka líftóruna úr þessum siglottandi Frayle.
Brjóta hann saman til beggja enda. Og allt í
einu fannst honum hann vita að hann gæti það.
Vissan um það gaf honum nýtt traust á sjálf-
um sér og skynsemi Dorothy Bonner. Hann
sneri sér ákveðinn frá Frayle til Dorothy og
sagði:
„Nei, Dorothy. Það gæti ég ekki. Og ef þú
ert eins gáfuð og ég held þú sért, mundir þú
geta sagt þér það sjálf. Ég hef starf, sem mér
þykir vænt um, sem ég er hæfur til og sem ég
fæ vel borgað. Auk þess nær verksvið mitt langt
°g á. eftir að ná lengra, áður en Japanir hafa
snúið landabréfinu á hvolf. Það var illt, að þér
skuli ekki geðjast að atvinnu minni. En hatur
þitt á blöðunum er ef til vill eðlilegt, en mjög
persónulegt. Þú lætur af því von bráðar. Annars
er ég ekki æsifréttamaður. Ég skrifa útlendar
fréttir. Ég veit ekki, hvað bíður þín í Honolulu,
en auðvitað stend ég við hlið þína. Og ég geri
ráð fyrir, að mér muni ekki veltast það erfitt að
losa þig úr klípunni, jafnskjótt og ég veit, hvern-
ig sómapilturinn, Frayle vinur þinn, hefur flækt
þig í þessu svikaneti. Og upp úr því muntu geta
vanið þig við þá tilhugsun að vera gift blaða-
manni.“
„Gift!“ Dorothy hreytti þessu út úr sér fyrir-
litlega. „Þú hlýtur að vera meira en lítið vitlaus,
ef þú heldur, að mig langi til þess að giftast þér,
eftir allt það, sem komið hefur fyrir.“
„Þú hefðir nú átt að bíða með að svara, þang-
að til ég væri búinn að biðja þín,“ sagði Larkin
og hló.
Dorothy sló hann duglega utan undir, en það
náði ekki til að fjarlægja bros hans.
Frayle glotti illúðlega og mælti:
„Gleymdu ekki ráðum föður þíns: „Treystu
aldrei þeim, sem þú hittir á skipsfjöl“. Gakktu
aftur í gamla fyrirtækið. Við tvö munum áreið-
anlega finna leið út úr ógöngunum. Komdu, við
skulum fara.“
„Eitt andartak, Charlie." Hún stóð frammi
fyrir Larkin og mælti:
„Gefðu mér aftur möppuna, Glen.“
„Ég hef hana ekki,“ svaraði Larkin.
Það kom undarlegur svipur á Frayle.
„Hvaða mappa er það, vinkona?“ sagði hann.
„Mappan, sem Rodriguez gerði mest veður út
af í gær,“ svaraði hún án þess að horfa af
Larkin. „Svona, sæktu hana, Glen.“
„Ég hef hana ekki. Er ég ekki búinn að gera
ykkur það skiljanlegt. Henni var stolið frá mér!“
„Þú lýgur aftur!“
„Þú mátt hafa það svo, ef þér sýnist," svaraði
Larkin og yppti öxlum.
Frayle greip um handlegginn á Dorothy.
„Komdu, góða. Þú skalt ekki vera að munn-
höggvast þetta við hann lengur. Hann sleppur
þó ekki með hana frá borði."
Dorothy átti erfitt með að slíta sig lausa.
Augu hennar voru blind af örvæntingu og von-
brigðum og horfðu stöðugt á Larkin.
„Glen — ég---------“
„Já, elskan,“ sagði hann.
Hún gat ekkert sagt. Hún sneri sér síðan við,
tók undir handlegg Frayles og gekk þreytulega.
í átt til stigans.
Þegar þreytulegt skóhljóð hennar var dáið
út, stóð Larkin lika á fætur og gekk niður.
Á tréspjaldi rétt við borðsalinn var hengt upp
gamalt kort af Kyrrahafinu og á því voru lítil
japönsk flögg með nokkurra sentimetra millibili
til þess að sýna' það, hvað Kumu-maru komst
áfram daglega á leið sinni til Honolulu og hinna
fjarlægu Austurlanda. Undir kortinu var síðasta
staðarákvörðun skipstjórans frá því kl. 12 á
hádegi. Hún hljóðaði svo: „29° 31’ 10” norður-
breiddar. 133° 6’ 59” vesturlengdar. Skipið hefur
farið alls 241 sjómílu."
Það var greinilegt, að Kumu-maru nálgaðist
hitabeltið. Vindurinn var ekki lengur nístandi
bitur. Himininn hvelfdist yfir hafinu heiður og
blár.
Yfirmenn skipsins voru komnir í hvita ein-
kennisbúninga. Og farþegar skiptu líka um föt
nema William Cuttle, sem alltaf klæddist dökku
Cheviotsfötunum án þess að svitna, eða að
minnsta kosti án þess, að ískaldur svipur hans
breyttist hið minnsta. Hið eina, sem virtist mögu-
legt að skipta hjá Cuttle, var blómið í barmi
hans.
„Hm, ég gef ekki mikið fyrir þessa fréttavellu
yðar af atburðunum hér um borð,“ sagði Cuttle
og missti um leið dálítið af ösku niður á vestið
sitt.
16
Sakamálasaga
eftir Lawerence G. Blochman
„Það þykir mér illt að heyra, herra Sherlock
Holmes," svaraði Larkin stríðnislega og lagði
handlegginn á grænt filtteppið á borðinu. „En af
hverju eruð þér þá að lesa þær? Meðal annarra
orða, hversu lengi ætlið þér annars að halda vesl-
ings Hood lokUðum í klefa læknisins?“
„Þangað til hann leysir frá skjóðunni, hann
leynir mig einhverju."
„Hverju?“
„Það veit ég ekki. Ekki ennþá. En ég fæ að vita
það. Það hlýtur að enda með því.“
„Lof mér, herra Sherlock Halmes, að tala við
hann fáein orð. Ég skal láta hann tala!“
„Nei, svo vitlaus er ég ekki!“ svaraði Cuttle.
„Skipstjórinn hefur ekki gleymt hótunum yðar.
Hann treystir yður ekki. Og það geri ég ekki
heldur.“
„Jæja, þér um það, Cuttle," sagði Larkin. „Ég
ætla samt að taka til minna ráða“.
Larkin sneri til klefa sins, er var á hléborða.
Þar var kveljandi heitt. Hann fór úr skyrtunni,
vafði handklæði utan um hálsinn á sér til þess
að þerra svitann, sem bogaði af andliti hans. Er
hann hafði komið sér þægilega fyrir við ritvélina,
hóf hann að rita:
„Sögu Dorothy Bonners . . .“
Hann sveittist við að skrifa og skrifa. Ark-
irnar verða fleiri og fleiri.
Það var mjög heitt, og Larkin var alveg bragð-
laus i munninum af öllum vindlingunum, sem
hann hafði reykt.
Hann rétti fram höndina og þrýsti á hnappinn.
„Þjónn“, sagði hann, er dyrnar opnuðust.
„Gætuð þér ekki útvegað mér whisky, sem ekki
er of mikil brennisteinsfýla af.
„Dekimasu!“ svaraði þjónninn.
„En reyndu að flýta þér svolítið".
Larkin leit ekki upp frá ritvélinni, en varð
þess var, að þjónninn stóð enn í dyrunum eins
og hann væri að bíða eftir einhverju.
„Það verður ekki eins gott og á Hotel des
Beryues et des Nations“, sagði hann.
Nú leit Larkin upp. Franski framburðurinn
þjónsins var ótrúlega góður.
„Hvað þekkið þér til Hotel des Bergues et des
Nations, þjónn?" spurði hann.
Þjónninn leit niður fyrir sig og sagði:
„Þekkir herra Larkin mig ekki aftur?“
Larkin leit rannsakandi á sviplaust andlit Jap-
anans, en hristi síðan höfuðið.
„Nei, þjónn“, sagði hann, ,,ég þekki yður ekki.
Ég veit ekki einu sinni, hvað þér heitið“.
„Sato“ svaraði þjónninn.
„Ég þekki yður ekki að heldur“.
„En ég þekki yður, herra Larkin".
' „Svo! síðan hvenær, Sato?“
„Genf“, svaraði þjónninn stuttaralega.
Genf-------Larkin hugsaði sig um. Hann hafði
ekki verið í Genf síðan í marz mánuði 1934.
„Hotel des Bergues?" spurði hann.
„Já“.
„Þér eruð þá líklega einn af fulltrúunum, sem
sátu þing þjóðabandalagsins, þegar Japanir
gengu úr því, eftir innrásina í Mansjúriu? Og
þjónsjakki yðar er víst dulargervi, svo að þér
getið njósnað um eitthvert merkilegt mál fyrir
ríkisstjórn yðar?“
„Nei, Sato var í barnum á Hotel des Bergues.
Hjálpaði barmanninum til þess að þvo glös. Sá
herra Larkin oft í barnum“.
,,Ágætt!“ sagði Larkin. „Þá fæ ég snapsinn,