Vikan - 25.08.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 34, 1949
13
STJÓRIMUDALIRNIR.
Baxnasaga • frá Bæheimi
Það var einu sinni fátæk stúlka,
sem hét Marenka. Hún var vinnu-
kona á bóndabæ. Húsbændur hénnar
voru svo nízkir að þeir timdu ekki
að borða sig metta, né að seðja þá
er hjá þeim unnu.
Auðvitað var matur Marenku af
skornum skammti, og kaup það, sem
hún átti að fá, greiddu hjónin ekki.
Það var þó ekki hátt eins og nærri
má geta. Viðkvæði konunnar gagn-
vart kaupinu var ætíð hið sama:
„Það liggur ekkert á að borga kaup-
ið. Það er gott fyrir Marenku að
eiga það inni. Hún eyðir því ekki á
meðan.“
I svefnherbergi hjónanna stóð kista
mikil er í voru silfur- og gullpening-
ar. Það var bezta skemmtun þeirra
að sitja framan við kistuna, telja
peningana og raða þeim í háa turna,
og velta þeim að því búnu ofan í
kistuna.
Konan mælti: ,,Við biðum með að
greiða Marenku kaupið. Sjáðu hve
dalirnir eru skinandi fagrir eins og
stjörnur. Hún þarf enga peninga að
sinni. Hún getur beðið.“
Marenka kvartaði yfir því að
kjóllinn er hún var í væri orðinn
gamall og slitinn. Hún kvað sig
vanta nýjan kjól.
„Það er argasta bull,“ sagði hús-
móðirin. „Kjóllinn þinn er mátulega
fínn til þess að nota hann hversdags-
lega. Þér verður ekki of heitt í hon-
um, og er það mikill kostur. Þú ert
fátæk stúlka, og því eðlilegt að þú
sækir ekki skemmtanir. Þú þarft þess
vegna ékki sparikjól."
Marenku dauðlangaði til þess að
eiga fallegan kjól til að fara í á
sunnudögum. Hún þráði það, að
komast á dansleiki. En um þvílíkt
var ekki að ræða, þar sem hún átti
engan góðan kjól.
Kvöld nokkurt var dansleikur, eins
og oftar, í grennd við heimili Mar-
enku.
Unga stúlkan var angurvær. Hann
langaði til þess að taka þátt í
skemmtuninni, en gat það ekki vegna
klæðleysis.
Hún gekk út í skóg og settizt við
rætur trés nokkurs. Himininn var
heiður og stjörnurnar blikuðu.
Marenku virtust stjörnurnar líkjast
gljáandi silfurdölum. Hún sagði við
sjálfa sig:
„Það vildi ég að silfurdalir féllu
niður í kjöltu mina, þá gæti ég keypt
kjól.“ Og er hún hafði þetta mælt
datt eitthvað. Marenka leit, upp, og
varð afar forviða. Skínandi silfur-
dalir lágu í kjöltu hennar.
Hún varð mjög glöð, spratt á fæt-
ur og dansaði af ánægju. Svo hélt
hún heimleiðis með dalina í lófanum.
Marenka sagði engum, hvar eða
hvernig hún hefði fengið peningana.
En hún bað um leyfi til þess að fara
í kaupstað daginn eftir.
Hjónin gáfu hið umbeðna leyfi.
Að nokkrum dögum liðnum var
skemmtun í þorpinu. Marenlta fór á
skemmtunina.
Stúlkurnar ráku upp stór augu er
þær sáu hana. Hún hafði keypt nýj-
an kjól, nýja skó og silkiskýluklút.
„Hefirðu fengið kaupið þitt, Mar-
enka?“
Marenka svaraði: „Ég fékk pen-
inga ofan frá stjörnunum."
Ilúsbændur Marenku brutu heilann
um það, hvaðan hún hefði fengið
kjólinn, skóna og slæðuna, eða rétt-
ara sagt peningana til þess að kaupa
þetta fyrir.
Hún sagði hjónunum að hún hefði
eignast stjörnudali. En þau álitu að
Marenka hefði stolið þeim úr stóru
kistunni þeirra.
Urðu þau mjög heiftúðleg, fóru til
fógetans og ákærðu stúlkuna fyrir
þjófnað.
Fógetinn var vitur maður. Hann
lét sækja Marenku og sagði henni frá
kærunni.
Marenka mælti: „Ég hef unnið hjá
hjónum þessum heilt ár án þess að
fá kaupið. Er ég hef minnzt á
greiðslu á því, hafa hjónin ætíð sagt
að ég gæti beðið lengur eftir launun-
um. Mér var farið að leiðast þetta
þóf.“
Svo sagði Marenka fógetanum írá
því, hvernig henni áskotnuðust dal-
irnir er hún sat hjá trénu.
Þegar fógetinn hafði heyrt frásögn
hennar, kallaði hann á son sinn, er
var röskur piltur. Feðgarnir fóru út
í skó, og gengu að trénu, sem Mar-
enka hafði setið undir, er dalirnir
féllu i skaut hennar.
Pilturinn kleif upp í tréð. 1 því
fann hann hreiður, er skjór átti.
I hreiðrinu voru margir skínandi
hlutir. Þar var lítill bikar, er prest-
urinn hafði misst um vorið, skeið sem
bóndi nokkur hafði tapað, silfur-
hnappar er Katucha vissi ekki hvað
orðið hafði af. Hafði henni dottið í
hug að litli drengurinn hennar hefði
fleygt þeim í brunninn.
1 hreiðrinu fannst miklu fleira en
það, sem hér hefur verið nefnt.
Peningarnir, sem féllu í kjöltu
Marenku, höfðu komið úr hreiðrinu.
Það var bersýnilegt.
Skjórinn hafði stolið stjörnudölun-
um. En hvar? Það vissi enginn. Og
peningarnir höfðu að likindum legið
lengi í hreiðrinu.
Húsbændur Marenku voru neydd til
þess að greiða henni kaupið. Og réði
unga stúlkan sig svo hjá fógetanum
og konu hans.
Kona fógetans vildi fá Marenku
því að henni var kunnugt um hve
vel hún var verki farin, iðin, prúð og
glaðlynd.
Og er tímar liðu gekk sonur fóget-
ans að eiga Marenku. Var hjónaband
þeirra mjög farsælt, enda unnust þau
hugástum.
Ritstjórarabb frá mannhafinu mikla
Framhald af bls. 2.
mér í samband við prýðilegan Islending,
er var þarna staddur, sem ásamt öðrum
landa, jafngóðum, fylgdi mér um langan
veg til staðarins, þar sem ég átti að hafa
aðsetur. Og hér var mér ekki í kot vísað:
Skemmtilegt hús í fögru umhverfi uppi
á hæð, friðsæll almenningsgarður á aðra
hönd, en á hina snyrtileg íbúðarhús við
breiða, trjáprýdda götu, og heimafólkið
tók mér einsog ég væri ættingi eða gam-
all vinur. Og þannig hafa þeir Englend-
ingar, sem ég hef kynnzt, komið mér
fyrir sjónir.
Fyrstu vikuna, sem ég var í London,
voru nemendur frá Konunglega leiklistar-
háskólanum (The Royal Academy of
Dramatic Art) að leika Kappa og vopn
(Arms and the Man), eftir Bernhard
Shaw, í útileikhúsi í einum skemmtigarði
borgarinnar. Léku þeir á hverjum degi og
suma dagana tvisvar. Mér var forvitni á
að sjá þennan leik, af því að íslendingur
lék eitt aðalhlutverkið, Petkoff. Er það
Baldvin Halldórsson, sem lokið hefur
námi í Leiklistarháskólanum og kemur
heim í haust. Hann fékk verðlaun fyrir
„character" leik í lokaprófinu. Mennta-
skólanemendur í Reykjavík munu hafa
leikið Kappa og vopn. Því miður sá ég
ekki þá sýningu. Þetta er gamanleikur,
háð um ,,stríðshetjur“, eða réttara sagt
vissa tegund þeirra, og bráðskemmtileg-
ur, enda var hann yfirleitt prýðilega leik-
inn. Auk íslendingsins léku í honum
nokkrir aðrir útlendingar, m. a. Grikld
frá Kyprus, goðumlíkur að fegurð og
glæsileik, Norðmaður og tékknesk stúlka.
Ég kynntist þessu fólki dálítið og var það
mjög skemmtilegt, ekki sízt að koma á
heimili tékknesku stúlkunnar og hlusta
þar á fólk frá Bandaríkjunum, Austur-
ríki, Tékkóslóvakíu, Englandi og Islandi
tala fjörlega saman um vandamál þjóð-
anna og menningu þeirra og ómenningu.
Þar voru ekki allir sammála, en allt í
bróðemi þó.
Einn morguninn fór ég með konunni,
sem ég bý hjá, og þremur enskum ungl-
ingum til Worthing, en það er lítill bær
úti við Ermasund. Ferðin þangað tók rúm-
lega hálfa aðra klukkustund í járn-
brautarlest. Farið er um fagrar sveitir.
Baðströnd mikil er við Worthing og röð
hótela og veitingastaða upp af henni.
Þennan dag var yndislegt veður og f jöldi
fólks þarna. Fremst á breiðri bryggju,
sem nær þó nokkurn spöl út í sjóinn, er
tveggja hæða hús. Uppi er veitingasalur.
Þaðan er ágætt útsýni yfir baðströndina
og gaman að virða fyrir sér iðandi líf
fólksins í fjörunni og sjónum, skip og báta
á sundinu og ströndina í fjarlægð, en í
loftinu sést alltaf við og við til lítilla og
stórra flugvéla. Á bryggjunni situr margt
manna og lætur fara þægilega um sig, les
blöð og bækur, horfir á umhverfið eða
dottar, en nokkrir menn eru með veiði-
stangir og virðast bíða þolinmóðir eftir
veiðinni. Ég sá aðeins einn þeirra draga
fisk; það var áll, ekki þó ógnarlangur.
Gamall ,,kunningi“ blakti við hún á
bryggjunni: danski fáninn; hann var
þarna vegna einhverrar siglingarkeppni,
sem Danir ætluðu að taka þátt í á næst-
unni. Á neðri hæð þessa bryggjuhúss
var einskonar ,,Tivoli“, með allskonar
skemmtitækjum, og þangað söfnuðust
börn og unglingar og fullorðnir reyndar
líka. Lúðraflokkur lék á ströndinni og ekki
vantaði „karlinn á kassanum". Ég hlust-
aði á hrafl af ræðum tveggja; það var um
Guð og Sameinuðu þjóðirnar og Gyð-
inga . . .
Á heimleiðinni frá Worthing var sólar-
lagið næstum eins fagurt og í vestur-
bænum í Reykjavík en ég saknaði Snæ-
fellsnessfjallanna, einkum þó jökulsins,
þótt skógurinn væri yndislegur. JHG