Vikan - 03.11.1949, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 44, 1949
5
.......-..Ný framhaldssaga:........................-....—................................
EIRÐARLA UST LÍF — 5
Eftir ANN DUFFIELÐ
tllitlllllMI,••■■■■!,1111,111,1 „„„ „I „,,,,, ,,,,,,,
„Þakka yður fyrir — en ég er hrædd um, að
ekki geti orðið af þvi, Mustapha Aziz.“
Án þess að svara henni, sneri hann sér að föð-
ur hennar sem stóð þarna nálægt og sagði:
„Getið þér snætt kvöldverð hjá mér á fimmtu-
daginn ásamt dóttur yðar, Terry?“
„Já, ég þakka fyrir, gamli vinur! Það viljum
við mjög gjarnan!" svaraði Molloy strax.
Mustapha sneri sér aftur að ungu stúlkunni og
leit á hana með augum, sem brostu ekki leng-
ur. En hvað þau voru einkennileg, þessi augu ■—
en þó fallegri en nokkur önnur, sem hún hafði
séð eða dreymt um. Augu hans ein hefðu sett
hann í flokk sér — óvanaleg, áhrifamikil —
hættuleg!
„Þetta virðist vera allt í lagi,“ sagði hann að-
eins.
Hún leit á hann, hún var skyndilega svo hjálp-
arvana — svo lítil. Faðir hennar hafði svarað svo
fljótt, án þess einu sinni að spyrja hana, eins
og boð Mustapha væri konungleg skipun. Og
henni virtist hún hafa séð svip áhyggna og ótta
í augum Molloys — svip, sem hún hafði séð
nokkrum sinnum vikuna sem liðin var frá komu
hennar. Hún var mjög rugluð og — hrædd.
„Ég hélt, að við værum upptekin þá, en mér
hefur augsýnilega skjátlazt.“
„Já, það hlýtur að vera,“ svaraði hann. „Yður
hlýtur að hafa skjátlazt, ungfrú Molloy!"
Orðin voru ögrandi, næstum þvi eins og ógnun.
Beatrice tók andköf, en hélt velli og var hnakka-
kert. Svo urðu köldu augun aftur blíðleg —
Mustapha Aziz brosti og sýndi hvítar tennurn-
ar.
„Þér viljið ekki koma,“ sagði hann. „Þér er-
uð ákveðin í, að við eigum ekki að verða vinir
— og ég verð nauðugur viljugur að beygja mig
undir vilja yðar. En húsið mitt mun að minnsta
kosti falla yður í geð — það er eitt af hinum
fáu gömlu húsum, sem eru eftir í Stambul, og
vel þess vert að sjá það! Þér ætlið að koma og
sjá húsið mitt?“
Þetta kom svó skyndilega og óvænt, að
Beatrice varð aftur orðlaus. En nú kom gott
uppeldi hennar henni til hjálpar. Hún vissi, að
hún hafði verið óvingjarnleg, næstum dónaleg.
„Það er mjög vingjarnlegt af yður að bjóða
okkur,“ sagði hún dálítið þvinguð, „og ég vil
mjög gjarnan koma.“
Hann sagði ekki meira, kvaddi aðeins kurt-
eislega og sneri sér svo við til að kveðja hina.
Hún horfði á eftir honum —• ljóst höfuðið gnæfði
UPP yfir höfuð hinna, og fallegur vöxtur hans
kom mjög vel fram í einkennisbúningnum -—
þegar hann gekk ákveðnum skrefum að dyrun-
um. Og um leið kom Pietro og opnaði dyrnar
fyrir honum.
Óþolinmóð sneri hún sér við — það var farið
með manninn alveg eins og hann væri heiðurs-
gestur. Þetta gat ekki gengið. Og þó — veizlan
var svo undarlega dauf eftir að hann var farinn.
Beatrice var skyndilega þreytt, og fjörugir,
talandi gestirnir, sem eftir voru, virtust henni
leiðinlegir.
Hún settist 1 stól við hlið Mary Leighton og
reyndi að neyða sjálfa sig, til að hugsa um eitt-
hvað annað. Á fimmtudaginn átti hún að vera
gestur Mustapha í húsi hans. Hún fann til und-
arlegs ótta við það — ótta, sem hún skyldi ekki
vel sjálf. Hún óskaði að hún gæti losnað við að
snæoa hjá honum þennan kvöldverð og datt um
leið í hug, hvernig hús hans liti út, og hvernig
hann myndi vera heima hjá sér. Og sér til ótta
uppgötvaði hún, að hún hafði augnablik óskað,
að hún ætti að fara þangað á morgun — eða
jafnvel í kvöld!
Á meðan ók Mustapha heim í stóra bílnum
sínum og olli ringulreið, ótta og aödáun, hvar
sem hann kom. Þegar hann var kominn, fór hann
inn í bókasafnið, settist við að skrifa og hringdi
á ráðskonu sína.
Hún kom strax — hún var há og tíguleg kona,
dökkhærð. Hún var klædd í svart.
„Ég held kvöldboð á fimmtudaginn!“ sagði
Mustapha stutt.
„Já, Mustapha!"
„Og ég vil hafa það — þannig!" Hann rétti
henni stóra pappírsörk. „Þetta er að minnsta
kosti mín hugmynd í stórum dráttum — þú get-
ur sjálf séð um smámunina."
„Já,“ sagði hún aftur — og nú með veiku
brosi. Hún kunni miklu betur en hann að hugsa
um kvöldboö. ,,Og gestirnir, Mustapha,“ hélt hún
áfram. „Hve margir — og hverjir?"
Sem svar rétti hann henni aðra örk. Hún las
hana, lyfti augnabrúnunum og brosti.
„Ekki hægt,“ sagði hún.
„Hversvegna?“ Hann hrukkaði ennið, því að
hann hatáði, að haft væri á móti því, sem hann
sagði.
„Kæri Mustapha — þú getur ekki boðið þessu
fólki með tveggja daga fyrirvara!"
,,Ég bið þeim með tveggja klukkustunda fyrir-
vara, ef ég vil,“ svaraði hann.
„Ég efast ekki um það,“ svaraði hún rólega.
„En enda þótt þú byðir þeim, myndu þau ekki
koma. Eða ef þau af tilviljun myndu ekki vera
upptekin og þiggja boðið, myndu þau brosa.
Mustapha, og það myndi koma þér í koll.“
„Brosa — að mér?“ rödd hans var hvöss. „Það
held ég varla, Vera.“
„Jafnvel að þér,“ svaraði hún. „Þú getur ekki
boðið tveim svo tignum persónum með tveggja
daga fyrirvara. „Það gera menn ekki — ekki
einu sinni Mustapha Aziz! Vika er stytzti fyrir-
varinn, tvær vikur væri betra og þrjár vikur
alveg rétt.“
„Ó — ég vildi sjá þig hengda!“ hrópaði hann
ruddalega.
Hún brosti og sagði: „Eylgdu mínum ráðum.“
„Jæja, ég býst við, að þú hafir rétt fyrir þér,“
sagði hann i vafa.
„Skjátlast mér nokkurn tíma i þess háttar
málum? Hjálpa ég þér ekki — og aðrir eins og
ég — með þessi formsatriði. Þú þurftir mikið
að læra, þegar við komum til þín, og það þarft
þú enn. Jæja — viðvikjandi þessu kvöldboði —
hvaða mánaðardag á ég að setja á boðskortin ?“
„Viku frá þessum degi!“ svaraði hann.
„Það er fljótt, Mustapha.“
„Ég hef sagt það — eftir viku!“ svaraði hann.
„Allt í lagi — en hversvegna þarf að hraða
þessu svona mikið?“
„Kernur þér það við?“
„Kemur mér ekki allt við, sem viðvíkur þér?“
Hún stóð mjög nálægt honum og talaði blíðlega.
Rödd hennar hafði alltaf verið eitt af því feg-
ursta við hana. Hann hafði elskað hana af mörg-
um ástæðum, og rödd hennar var ekki sú minnsta.
Hann leit á hana og lagði hönd sína yfir hennar.
Svo breyttist svipur hans' skyndilega, og hann
dró hana að sér.
„Ég hef fengið svar,“ sagði hann.
„Nú aftur. Mustapha? Hver er hún nú?“
„Það mun ég láta þig um að finna út ■—“ svar-
aði hann.
5. KAFLI.
Beatrice lá og svaf. Meðan hún svaf, varð hún
fölari — hún var hvít sem marmari og hár henn-
ar hrafnsvart. Grannir, hvítir handleggir hennar
hvildu á teppinu, og hendurnar voru dálitið
krepptar.
En hvað hún er falleg — næstum ótrúlega fal-
leg, húgsaði Pietro. Hún likist dýrlingi.
Hann setti bakkann frá sér og dró gluggatjöld-
in frá, svo að sólin skein inn. Beatrice hreyfði sig,
opnaði augun og brosti til litla þjónsins.
..Góðan daginn. Signorina!‘‘
„Góðan daginn. Pietro!“
„En hvað veðrið er fallegt í dag!“
„Signorinu þykir vænt um sólina ?
„Já, það þykir henni.“ Hún tók fram silkislopp,
fór í hann og ýtti koddunum hærra upp. 1 dag var
loksins fimmtudagur! 1 dag átti hún að snæða
kvöldverð hjá Mustapha Aziz. Hún vildi ekki
snæða kvöldverð hjá Mustapha Aziz — en •—
hún brosti aftur, og augu hennar ljómuðu — í
dag var fimmtudagur!
„Hér er bréf til Signorina!" sagði Pietro al-
varlega, og klukkan níu verður boðið tilbúið!“
Hann fór út og lokaði hurðinni hægt á eftir sér.
Hann sagði á hverjum morgni þetta sama um
boðið. Hann hugsaði um Beatrice, alveg eins og
hann hugsaði um Molloy, burstaði skóna hennar,
strauaði kjólana hennar, rétti henni jafnvel —
henni til mikillar ánægju siðu kjólana hennar.
„Guð blessi hann!“ hugsaði Beatrice og sneri
sér síðan að bakkanum til að sjá, frá hverjum
bréfið væri. Það var stórt og grátt umslag með
svörtu innsigli. Hún greip það í ákefð og starði
á skriftina. Hún var smá en mjög greinileg —
næstum eins og hún væri prentuð.
„Hver í ósköpunum — —“ muldraði hún, en
hún vissi það vel.
Bréfið var frá Mustapha Aziz — og þar stóð,
að fresta yrði boðinu þangað til eftir viku.
Mustapha fannst þetta leitt, en annars gaf hann
enga aðra skýringu. Beatrice las bréfið — aftur
og aftur — brúnaþung.
Þetta var andstyggilegt! Það hafði verið frekju-
legt af honum að bjóða þeim — þótt faðir hennar
gæti ekki skilið það, gat hún það að minnsta
kosti — það var náð frá þeirra hendi, að hafa
þegið boðið — það hlaut Tyrkinn að skilja. Og
að senda nú þetta kurteislega en stutta bréf var
ófyrirgefanlegt. Beatricé var reið — að hún væri
einnig vonsvikin, og að henni virtist fagur morg-
unninn skyndilega breyttur, viðurkenndi hún
jafnvel fyrir sjálfri sér.
Þegar hún stuttu siðar kom út á svalirnar,
sat Molloy þegar þar og snæddi morgunverð.
Þegjandi rétti hún honum bréfið. Molloy las það.
„Það hefur bersýnilega eitthvað komið fyrir,"
sagði hann. „Mustapha getur aldrei um frjálst
höfuð strokið."
„Hann hefði átt að gera sér það ljóst, áður
en hann bauð okkur.“
Hann leit á hana, brosandi:
„Ég hélt, að þig langaði ekki að fara?“