Vikan


Vikan - 03.11.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 03.11.1949, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 44, 194» • HEIIMIllÐ Gleymið ekki háttprýðinni! IMIIIIIimillltr 'f' »MIIIMMMMMMIMMMmillMMUI Eftir dr. G. C. Myers. Matseðillinn Eggjamjólk. 2 1. mjólk, 50 gr. hrísgrjón, 80 gr. sykur, 2 egg, rommdropar, tvíbökur og ávaxtamauk. Hrísmjölið er hrært út í % 1. af mjólk. Það, sem eftir er af mjólk- inni, er látið sjóða og jafningnum hellt saman við og þeytt, þar til það sýður. Soðið i 10 mín. Eggin og syk- urinn hrært saman og látið út i á meðan stöðugt er hrært í. Romm- droparnir eru settir út i rétt áður en súpan er borin fram. Borið fram með sítrónum og, ávaxtamauki. Kjötbollur 250 gr. kjöt, 250 gr. soðnar kart- öflur, 25 gr. tvímökumylsna, 25 gr. maizenamjöl, 2% dl. mjólk, 1 til 2 egg, pipar og salt. Kjötið er þvegið og brytjað smátt, iátið saman við afhýddar, kaldar kartöflur, tvíbökumylsnu og mjöl. Allt hakkað tvisvar eða þrisvar í hakkavél. Síðan eru eggin ásamt mjólkinni, lítið í senn, látið saman við, og farsið svo hrært vel. Salt og pipar látið út í og dálítið af lauk, ef vill. Bollurnar steiktar ljósar í smjöri. Bera má fram með þessu kartöflusalat eða grænmeti, brúnað ;.smjör eða tómatsósu. Ábætir. % kg. epli, 125 gi*. sykur, 3—4 eggjahvítur, dálítið vin, sítrón. Eplin eru soðin í þykkan graut, sykurinn settur út i; hvíturnar stíf- þeyttar og settar út í grautinn, þeg- ar hann er orðinn vel kaldur, og hrært í 20 mínútur. Síðan er vín og sitrón sett saman við. Borið fram i glerskál, skreytt með þeyttum rjóma. Enska leikkonan Linden Travers sýnir hér tvennskonar hatta, sem hún bar er hún Iék I myndinnx ,.Ðo:r’t Evor Leáve ?.ie“ (Farðu aldrei frá mér). (Frá J. Arthur Rank, London). Ég lief verið vitni að því í mörg- urn skólastofum og á skólaskemmt- unum í landinu, að drengir á nær öllum aldri, úr 1. bekk og hinum efsta, hafa setið með húfuna á höfð- inu. Það, sem mér þótti þó furðu- legast, var, að kennarar létu þetta afskiptalaust, þótt með þessari hegð- un cé þverbrotin aldagömul venja, sem mér finnst, að hafi nokkurt gildi. Þá hef ég einnig iðulega séð mæð- ur koma í hús með drengi sína, fimm, sex eða sjö ára og láta það afskiptalaust, þótt þeir taki ekki of- an. Margar mæður taka sjálfar höfuðfötin af sonum sinum, alveg eins og þeir væru óvitar. Vc/njið barnið. Við skulum snemma byrja á því að þjálfa háttprýði barna okkar. Kennum sonum okkar ungum að taka alltaf ofan í heimahúsum. Strax og þeir koma inn úr dyrunum, ætti að venja þá á áð hengja húfurnar sín- ar upp á snaga (má útbúa lágan snaga, svo að drengirnir eigi gott með að ná upp í hann). Reynum að fylgj- ast með því, hvort þeir gera hið sama á heimili leikbræðra sinna eða annarra. Feðurnir mega ekki láta sinn hlut eftir liggja að sýna gott ? ordæmi. Sú var tíðin, að við urðum að opna dyrnar fyrir börnum okkar, af þvi að þau voru svo lítil, að þau náðu ekki upp í hurðarhúninn. Og við létum þau ganga á undan okkur inn um dyrnar. Börn hafa alltaf fram eftir árum tilhneigingu til þess að vaða fram fyrir fullorðið fólk, m. a. í því að ganga á undan inn um dyr. En við skulum venja börn okkar á það, strax og við verður komið að sýna fullorðnu fólki tillitssemi í þessu efni, kenna þeim, að þau eiga’ að opna dyrnar fyrir fullorðna fólkinu og láta það ganga inn um þær á undan. Algengt er það, að börn hlaupi frá matborðinu, áður en fullorðna fólkið hefur lokið máltíð. Háttprýði barnanna býður mikið tjón við þetta. Og svo eru sum börn, sem alltaf flýta sér að ná í bezta sætið í stof- unni, á undan þeim fullorðnu. • Gestir fyrst. Börnin verða að læra að rýma til fyrir fullorðnum, minnast þess, að fyrst á að búa gestunum hægindi. „Börnin fyrst“ er ágætt i sjávar- háska, en bölvað í stofum inni, að jaýnaði. Ég hef þá skoðun að nútima upp- alendur og kennarar, leggi of litla rækt við að kenna ungum börnum háttprýði og tillitssemi við fullorðna. 1 þessum efnum gætum við mikið lært af Kínverjum. SNÍÐABÓKIN. Bókaútgáfan Garðarshólmi hefur geflð út sníðabók, sem samin er af Herdísí Guðmundsdóttur, kennara í kjólasaum við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Eru smekklegar teikn- ingar í bókinni og leiðbeiningar um, hvernig taka á mál. Er ekki nokkur vafi á, að konur kunna að meta þessa bók, kaupa hana og lesa og hagnýta sér þann fróðleik, sem í henni er um sauma og kennslu í þeim. Nýja tizkan setur einnig svip sinn á baðfötin í ár, enda þótt þau eigi eftir að breytast ennþá meira. Lög- reglustjóri einn, amerískur, hefur gef- ið í skyn að hann muni segja upp þeim lögregluþjónum, sem hafa ein- göngu átt að gæta þess að baðföt kvenna væru ekki styttri en sæma þótti. Kaupið okkar vinsælu tveggja krónu miða Bifreið fyrir tvær krónur. DREGIÐ 5. NÓV. - K.R. happdrættið býður yður nú fjórðu bifreið- ina fyrir tvær krónur. K.R. happdrættið dregur aðeins úr seldum miðum. K.R. happdrætti er því alltaf að marka. K.R. happdrætti er aldrei frestað. K.R. happdrættismiðum týnir þvi enginn. K.R. happdrættið hefur líka alltaf haft þá ánægju að afhenda réttum eiganda sína bifreið'.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.