Vikan - 10.11.1949, Blaðsíða 3
'VIKAN, nr. 45, 1949
3
ÆVAR R. KVARAN
LEIKARI
ljósi og nú síðast Clive Champ-
,ion-Cheney í Hringnum.
Auk þess, sem hér hefur ver-
ið talið, hefur Ævar leikið fjöld-
ann allan af hlutverkum í út-
varp; síðasta stóra útvarps-
hlutverkið var Egmont í sam-
nefndu leikriti Goethes. Hann
hefur fengizt dálítið við að
,,dramatisera“ smásögur fyrir
útvarp, nú síðast í sumar tvær
af sögum Einars H. Kvaran,
Anderson og Sigríði á Bústöð-
um.
Ævar sigldi 1945 til fram-
haldsnáms í Englandi í þeim til-
gangi að leggja lögfræðina á
hilluna og helga leiklistinni
krafta sína óskerta. Stundaði
Elín Ingvarsdóttir sem Elizabeth og
Róbert Arnfinnsson sem Edward
Luton í ieikritinu „Hringurinn", sem
Leikfélag Reykjavíkur er nú að
sýna. (Ljósm. Vignir).
Framhald af forsíðu.
leiklistarnám í Royal Academy
of Dramatic Art og söngnám í
Royal Academy of Music í
London, árin 1945—1947.
Hefur eftir heimkomuna auk
útvarpsleikrita sett á svið eft-
irtalin leikrit: Lénharð fógeta
eftir Einar H. Kvaran, (á Akra-
nesi og Eyrarbakka); Landa-
fræði og ást eftir Björnstjerne
Björnsson (í Hveragerði); Gas-
ljós eftir Patrick Hamilton og
Gullnu leiðina eftir Loft blaða-
mann Guðmundsson, (tvö síð-
asttöldu í Hafnarfirði) og í
Reykjavík Menntaskólaleikritið
Mirandolinu eftir Lady Gregory
og Hringinn eftir W. Somerset
Maugham.
Hefur haft leikskóla síðan
1947 með styrk frá alþingi.
Stjórnaði síðastliðið sumar
töku nýrrar íslenzkrar ævin-
týrakvikmyndar, sem gerist í
sveit á íslandi á síðastliðinni
öld. Kvikmyndina tók Óskar
Gíslason eftir kvikmyndatöku-
handriti Þorleifs Þorleifssonar,
sem var byggt á frumsaminni
sögu Lofts blaðamanns Guð-
mundssonar. Ýmsir kunnir ís-
lenzkir leikarar koma fram í
þessari litkvikmynd, sem vænt-
anlega kemur á markaðinn í
janúar næstkomandi. Hefur ver-
ið fastráðinn leikari við Þjóð-
leikshúsið frá 1. nóv. s.l.
Úr leikritinu „Hringurinn“, eftir Somerset Maugham, sem Leikfélag
Reykjavíkur er nú að sýna. Frá v.: Valur Gíslason sem Porteus lávarður,
Arndís Björnsdóttir sem lafði Catherine Campion-Cheney, Róbert Arn-
finnsson sem Edward Luton, Elín Ingvarsdóttir sem Elizabeth.
(Ljósm. Vignir).
„HRINGURINN", sjónleikur í þrem þáttum, eftir
W. Somerset Maugham. Þýðandi og leikstjóri
Ævar R. Kvaran.
Maugham á marga aðdáend-
ur hér á landi, ágætar sögur
hafa verið þýddar eftir hann á
íslenzku og þetta er þriðja
verkefnið, sem Leikfélag
Reykjavíkur flytur eftir hann;
hin voru ,,Fyrirvinnan“ og
„Loginn helgi“. Hlutu þau á-
gætar viðtökur og eins virðist
'ætla að fara um ,,Hringinn“.
Efni leiksins eru árekstrar
milli karla og kvenna, sígilt
viðfangsefni, sem alltaf verður
nýtt og þarf aldrei að verða
leiðinlegt í höndum snillinga.
Maugham kann sitt ,,handverk“
flestum öðrum fremur, er ávallt
mannlegur og smekkvís, en ná-
kvæmni og vönduð vinnubrögð
eru nauðsynleg við allt, sem
flutt er eftir liann, þýðingu,
framsetningu og leikstjórn.
Á frumsýningunni var leikn-
um ágætlega tekið, en það ó-
happ vildi til, að rafmagns-
ljósin slokknuðu og þurfti að
notast við kertaljós við sýningu
nokkurs hluta leiksins og var
það auðvitað mjög bagalegt.
Leikendur voru Jón Aðils,
Lúðvík Hjaltason, Þóra Borg-
Einarsson, Elín Ingvarsdóttir,
er hún nýliði á sviðinu, en fór
með stórt hlutverk, Róbert
Arnfinnsson, Ævar Kvaran,
Arndís Björnsdóttir, Valur
Gíslason. — Sigfús Halldórsson
hefur séð um tjöldin.
Úr leikritinu „Hringurinn", eftir Somerset Maugham, sem Leikfélag
Reykjavíkur er að sýna. Frá v.: Arndís Björnsdóttir sem lafði Catherine
Champion-Cheney, Róbert Arnfinnsson sem Edward Luton, Ævar R.
Iívaran, þýðandi leiksins og leikstjóri, sem Clive Champion-Cheney, Valur
•Gíslason sem Porteus lávarður, Þóra Borg Einarsson sem frú Shenstonc.
(Ljósm. Vignir).
Úr ýmsum áttum —
Getur þú brotið pappír saman tíu
sinnum ? Reyndu. Þegar þú hefur
brotið hann þrisvar sinnum, hefur
þykktin áttfaldazt. Við sjöunda brot
er þykktin orðin 128 sinnum meiri
en sú upphaflega. Ef hægt væri að
halda áfram myndi þykktin við
tuttugasta brot vera orðin 20 m. og
við tuttugasta og fjórða 4500 m. Við
fertugasta og fjórða brot myndi papp-
írinn ná alveg til tunglsins — ef þú
hefur tekið nægilega stóra pappírs-
örk!
! ! !
Giftar konur höfðu ekki aðgang
að Olympíuleikvanginum í Olympia.
Þessi lög voru brotin árið 396 f. Kr.
af Kallipateira, sem gjarnan vildi sjá
hvernig syni sínum gengi, en hann
átti að taka þátt í hnefaleikum ungra
pilta. Kallipateira dulklæddi sig sem
þjálfara sonar síns, komst inn á leik-
vanginn og sá son sinn sigra, en þá
komst upp um hana. Kallipateira var
dregin fyrir dóm, en af því að hún
var dóttir Olympíukappans Diagoras
frá Rhodos, komst hún hjá þeirri
refsingu sem lög mæltu fyrir að vera
hrundið fram af klettum.
Afgreiðslustúlkan: Hann bindúr
alltaf fyrir augun, þegar hann hef-
ur fengið sér mjólk og rúgbrauð með
margaríni.