Vikan - 10.11.1949, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 45, 1949
11
. Framhaldssaga: ...................
LEIKUR ÖRLAGAIMNA
|5 Eftir HERMÍNU BLACK
Hún fann til reiði. Var það hennar sök, að
hann fór aftur af stað? Henni datt í hug að
spyrja Garth um, hvernig Tony liði, en það var
eins og hun gæti ekki fengið sig til að tala við
hann um Tony. Hún gat ekki gleymt, hvernig
hún hafði látið Tony vera á milli þeirra, og hún
gat ekki fengið sig til að minna Garth á það.
Garth, sem hafði lesið um það í blaðinu og
síðan heyrt aðstoðarlækninn á sjúkrahúsinu tala
um það, hafði ákveðið, að nefna það ekki við
Nödu. Það er að segja ef hún talaði ekki um það
að fyrra bragði.
Og þessvegna, meðan þau sátu bæði við há-
degisverðinn og hugsuðu um Tony og áætlaða
ferð hans, töluðu þau aðeins um Annette Mar-
ston.
,,Hún er mjög hrifin af þér,“ sagði Nada.
Hann leit á hana og brosti.
„Og hvað eigum við að gera við því?“
„Vera henni til skemmtunar“, svaraði Nada,
„hún er svo aðlaðandi."
,,Á ég að vera öllum aðlaðandi konum, sem
láta sér velferð mína miklu skipta, til skemmt-
unar?“
„Kjáninn þinn. Ert þú að segja, að þær séu
svo margar,“ sagði Nada hlæjandi um leið og
hún stóð upp frá borðinu og fór inn í dagstofuna.
Annie hafði komið inn með kaffið, og um leið
og hún var farin, tók Garth Nödu í faðm sér.
„En hvað þetta hefur verið langur dagur,
Nada — ég hafði ekki einu sinni tíma til að
hringja í þig. Það er hræðilegt að vera gift
svona manni.“
„Ég kvarta ekki,“ sagði hún og leit á hann
og hann kyssti hana blíðlega.
„Ertu upptekin í kvöld?“ spurði hún stuttu
síðar. „Mér datt í hug, hvort við gætum farið
’í kvikmyndahús."
„Því miður —“ hann leit á hana. „Ég þarf að
undirbúa fyrirlestur, sem ég á að halda á morg-
un og einnig búinn að lofa.“
„Allt í lagi. Vertu ekki svona sorgmæddur.
Ég get lifað án þess að komast í kvikmynda-
hús.“ Hún leit á hann og hló, þegar hann kyssti
hana. Og, þegar hann var farinn inn í vinnu-
stofu sína, tók hún sér bók, settlst í þægilegan
stól og fór að lesa.
En enda þótt hún hefði áhuga á bókinni, lá
hún þó lokuð við hlið hennar. Undanfarna mán-
uði hafði hún eytt mikið af tíma sínum í að lesa,
en henni fannst nú, að það ætti að lifa lífinu en
ekki lesa það.
Óhjákvæmilegt var, að hugsanir hennar sner-
ust að grein þeirri, sem hún hafði lesið í blað-
inu, og hugsunin um Tony gerði hana reiða aft-
ur. Ef einhver hefði sagt henni, að hún svo full-
komlega gæti útilokað hann úr tilveru sinni,
gleymt, að hann væri til í marga daga, hefði
hún ekki trúað því. En ennþá undarlegra var
það, að hún eftir giftingu sína hefði stöðugt
verið að hugsa um hann. Að hún hafði getað búið
undir sama þaki og Garth — hafði séð hann á
hverjum degi, án þess að skilja, að það var hann,
sem hún elskaði. Og svo, þegar Tony kom
aftur — —
Augnablik hafði gamla ástríðan blossað upp,
og ekki hafði hana grunað augnablik, að það
gæti hafa verið af því, að hún þráði ástarat-
lot. En hún hefði átt að vita, að ef hún í raun-
inni hefði elskað Tony eins og hún hélt, þá hefði
hún aldrei haft kraft til að senda hann frá sér
aftur.'
Hún hugsaði um mennina tvo, sem höfðu haft
svo mikil áhrif á líf hennar. Drauminn og
raunveruleikann.
Tony hafði verið draumurinn — Garth var
raunveruleikinn — elskhugi hennar, eiginmað-
ur hennar. Hún vissi nú, að Tony hefði aldrei
getað gert hana hamingjusama. En vissi Garth
það? Hann var svo einkennilega auðmjúkur.
Hún fékk tár í augun við að hugsa um hann.
Einmana litla drenginn, sem hafði lifað í sínum
eigin heimi. Faðir hans hafði verið herlæknir í
Indlandi, og báðir foreldrarnir höfðu dáið í
kólerufaraldri, þegar Garth var í skóla. Hann
hlaut að hafa verið mjög einmana, og hann
hafði ætíð hjálpað öðrum — það hafði henni
skilizt af því, sem Tony af tilviljun hafði talað
um.
Aðeins ef ég gæti bætt honum upp einmana-
legu árin — og allt annað, hugsaði hún. Hann
verður að skilja, hve heitt ég elska hann — -—
Það var einkennandi fyrir Garth, að enda þótt
hann hugsaði svo mikið um Nödu, að það var
eins og hún væri alltaf við hlið hans, þá gat
hann einbeitt sér að vinnu sinni.
Hann sat og skrifaði ákaft, er síminn hringdi.
Með pennann í hendinni greip hann heyrnar-
tólið. Fjandinn sjálfur, hver gat verið að hringja
á þessum tíma?
Rödd Tonys heyrðist:
„Ert það þú, Garth?"
„Já, Tony. Hvernig líður þér?“ Þeir höfðu
skilið óvinir, en Garth gat ekki verið vondur nú.
„Ágætlega. Þ. e. a. s. eins v.el og hægt er í
þessum fjandans heimi. Það er ekki gott fyrir
mig að segja það, sem ég þarf að segja við þig,
i símann, en ég vil gjarnan tala við þig. Geturðu
komið hingað í kvöld?"
Garth bretti brúnir.
„Er það mjög áríðandi?"
„Já, mjög. Þú hefur ef til vill séð, að ég er að
fara í burtu aftur. Ég vil gera ráðstafanir við-
víkjandi ákveðinni persónu — áður en ég fer.“
„Ágætt. Ég skal koma til þín.“
Þegar Garth lagði heyrnartólið á, hugsaði
hann. að enda þótt þetta hefði i för með sér, að
hann lyki ekki við vinnu sína, þá væri það ef
til vill ágætt, að hann fengi tækifæri til að tala
við Tony. Síðan hann hafði heimsótt Lissu, hafði
hann verið svo önnum kafinn, að hann hafði ekki
haft tíma til að hitta Tony — ef hann ætti að
vera alveg heiðarlegur, varð hann að játa, að
hann kveið dálítið fyrir að tala við hann, enda
þótt enginn gæti ásakað hann fyrir að vera
bleyða.
Þegar hann opnaði dyrnar á dagstofunni, þar
' sem Nada sat með fæturnar upp í hægindastóln-
um, leit hún fljótt upp og sagði:
„Ertu að fara út?“
„Já, því miður.“ Ætti hann að segja henni,
hvert hann ætlaði? En aftur veigraði hann sér
við að nefna nafn Tonys.
„Þú skalt ekki sitja hér og bíða eftir mér, ef
þú ert þreytt," sagði hann og beygði sig niður
og kyssti hana.
„Ég fer að hátta," svaraði hún. „Komdu nú
ekki seint heim.“
Hann fór í frakkann og, þegar hann var kom-
inn út á götuna, kallaði hann á leigubíl og sagði
bílstjóranum heimilisfang Tonys.
Tony opnaði sjálfur dyrnar fyrir hann.
„Það er ágætt, að þú gazt komið.“
„Ég gladdist yfir því sjálfur. Ég veit aldrei,
hvað getur komið á kvöldin,“ svaraði Garth.
„Ertu enn þræll vinnu þinnar?“ spurði Tony
og brosti sama vingjarnlega brosinu sínu.
Þrátt fyrir vingjarnlegar viðtökur, fundu þeir
báðir, hve andrúmsloftið var þvingað.
„Viltu fá eitthvað að drekka,“ spurði Tony,
þegar þeir voru komnir inn í stofu hans.
„Nei, þakka þér fyrir — ■—“
Tony fékk sér sjálfur að drekka. Garth sá
hann hella sodavatni í glas, sem var hálf fullt
af whisky. Hann bretti brúnir, en sagði ekkert.
Hann vissi of vel, hvernig slíkri athugasemd
yrði tekið.
En Tony sá svip hans, þegar hann sneri sér
við og brosti vorkunnlátur.
„Ég hef ekkert breytzt," sagði hann — og
hélt strax áfram: „En viðvíkjandi Lissu. Vissir
þú, að ég hef heimsótt hana.“
Garth hrökk við.
„Nei. Hvers vegna gerðir þú það, Tony? Auð-
vitað ætlar þú að aðhafast eitthvað ?“
,Ég hef í hug að gera það, sem ég álít nauð-
synlegt." Tony settist á hægindastól. „Og hvað
heimsókninni viðvíkur, þá skrifaði hún mér ógn-
andi og mjög heimskulegt bréf, þar sem hún
heimtaði, að við hittumst og töluðum saman
og bað mig að hringja sil stn. Ég gerði það og
ákvað að gera það, sem hún bað mig um —
að hitta hana í veitingakrá, sex eða sjö kíló-
metra frá staðnum, sem hún býr. Það var
ekkert skemmtilegt samtal. En ég lofaði að sjá
fyrir henni og barninu líka, ef það lifir.“
„Það mun lifa,“ sagði Garth.
„Já, auðvitað," sagði Tony og tæmdi glas sitt.
Jæja, en það sem ég ætlaði að segja var eftir-
farandi: Þú veizt, að ég er að byrja á öðru met-
flugi, er það ekki?“ , ,
„Jú, ég las um það i blaðinu." - L j
Garth athugaði hann nákvæmlega. „Mér fínnst,
að þú ættir ekki að gera það — ég efast um,
að þú sért nægilega hraustur enn.“
„Ég er nógu hraustur,“ var svarið. „Ég verð
geðveikur, ef ég á að vera hér lengur, og auk þess
þarf ég að nota peningana. Bulverton gamli frá
Incorporated Petroleum, styður ferðina fjárhags-
lega, og ef mér tekst að fljúga þetta, fæ ég mikla
peninga! En viðvíkjandi Lissu.“ Hann lét glasið
frá sér og kveikti í sígarettu: „Get ég treyst þér?
Ég hef gert erfðaskrá, þar sem ég læt þér eftir
allt, sem ég á. Ef eitthvað skyldi koma fyrir mig,
getur þú látið hana fá það. Ég ætla að vera
alveg hreinskilinn við þig. Ég vil ekki persónu-
lega hafa neitt saman við hana að sælda. Ég
fæ þér peningana, og þú getur komið þeim til
skila. Þar eð þú nú þegar hefur gert svo mikið,
hefur þú þá nokkuð á móti að gera það?“
Garth hikaði. Hann vildi helzt, þegar barn
Lissu væri fætt, vera laus við þetta mál, eða
eins laus við og hann gat, án þess að gefa henni
þá tilfinningu, að hún sé alveg vinalaus.
„Sagði hún nokkuð við þig um, að hún hugt
aði um að fara frá Englandi ?“ spurði hann. „Ai
hún vildi setjast að í Ameríku?“
„Nei, það gerði hún ekki. En, ef hún geriiv
það, er hægt að leggja peningana á banka, þar