Vikan - 10.11.1949, Blaðsíða 8
8
VIKAN, nr. 45, 1949
Gissur er hundavinur — og Rasmína líka.
Telknlng eftir George McManujEi,
Gissur: Snati minn, ósköp ertu einmanalegur,
greyið.
Gissur: Nei, lagsmaður, hlustaðu nú á mig.
Þú mátt ekki elta mig, þótt ég sé að ávarpa þig.
Snautaðu burtu!
Gissur: Okkar beggja vegna, Snati minn, farðu,
farðu. Rasmína verður alveg vitlaus, ef ég kem
heim með þig.
Gissur: Heyrðu, Jón minn! Viltu ekki tal:a þennan
hund að þér fyrir mig?
Jón: Því miöur get ég það ekki, því að ég sef i
hundabyrginu sjálfur.
Gissur: Hlustaðu nú vei, ljúfurinn. Mig langar
ekki að beita þig hörðu, en þetta endar með ó-
sköpum, ef þú hættir ekki að elta mig.
Gissur: Jæja, karl minn, hér með erum við
skildir ,að skiptum.
Gissur: Mér þykir afskaplega fyrir þessu, en svona
verður það að vera, því að Rasmína liefur bannað mér
að taka hund á heimilið. Vertu sæll, Snati minn.
Gissur: Eg get aidrei gleymt, hvað þessi
vesaiingur var stúrinn á svip, þegar ég
kvaddi hann. Hann á, ehgan að, auming-
inn.
Rasmína: Líttu á, elskan! Eg fann þennan hund. Hann
er svo ósköp einmana, svo að ég verð að taka hann að
mér.
Gissur: Komdu, greyið!
Hundurinn: Voff—voff!