Vikan - 10.11.1949, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 45, 1949
Fréttamynd
Enskir skátar í afbrigðilegum bún-
ingum. Sjáið til dsemis húfurnar.
Þjóðverjar eru ekki af baki dottnir
í tæknilegum efnum. Haia þeir uý-
lega sent frá sér mótorhjól, sem eru
svo létt, að hægt er auðveldlega að
bera þau upp stiga. Samt getur
hraði þeirra orðið 40 km. á klst.
Benzíneyðslan er 1 lítri á hverja 100
kílómetra.
Frægir tékKneskir tennisleikarar, Jaroslav Drobny (t. v.t og Vladimir
Cemik. Myndin er tekin í Sviss, er þeir neituðu að snúa heim aftur.
?~iv
Elizabeth Englandsprinsessa með son sinn.
Þessir þrir menn eru allir gamlir hermenn, sem særðust svo í styrjöld-
inni í Frakklandi, að þeir bíða þess aldrei bætur. Vonandi eiga þeir
ekki eftir að sjá syni sína í fötum stríðandi hermanna, en þeir eru ein-
mitt að skeggræða um væntanlegt stríð og vonast allir til þess, að
heimurinn sjái að sér.
Hertoginn af Edinborg hjá syni sínum og Elízabethar prinsessu. Prins-
inn heitir Charles og verður bráðum eins árs.