Vikan - 10.11.1949, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 45, 1949
15
Á íhyglisverð bók Tvær rímur eftir Snæbjörn Jónsson.
Fyrri rtman, 75 erindi, er ort út af Natanssögu. Ekki er Snæbjörn sá fyrsti, sem
yrkir út af henni, en hann hefur algerlega aðra meðferð á yrkisefninu en áður
hefur verið höfð.
Seinni ríman, 960 erindi (auk viðbóta), nefnir hann Skáldaflotahn. Þar kveður
hann um nálega hálft fimmta hundrað skálda í réttri tímaröð, byrjar á Jóni Þor-
lákssyni og endar á Tómasi Guðmundssyni. Yrkir hann um öll helztu skáldin og
einnig hinna minni spámennina. Skáldaflotinn er lengsta ríma, sem ort hefur verið.
Síöasti kafli bókarinnar er ekki síður merkur, því að þar er æviskrá allra
þeirra skálda, sem höfundur yrkir af rímuna. Er þar að finna mikinn fróðleik,
sem hvergi er annars staðar til á prenti,og um allt hefur höfundur kappkostað að
leita hinna beztu heimilda, sem kostur er á.
Fyrir bókinni er formáli, 44 þéttletraðar blaðsíður og má mikið vera, ef sá
formáli velgir ekki einhverjum undir uggum. Sumir mundu segja, að bæði for-
máli og ýmsir kaflar rímunnar um skáldin væri reiðilestur. En hitt mun sanni
nær, að höfundur tali óreiður. En enginn mun segja, að ekki sé einarðlega mælt,
enda hefur Snæbirni aldrei verið brugðið um, að hann þyrði ekki að segja skoð-
anir sínar, hver sem í hlut átti.
Lesið Tvær rímur eftir Snæbjörn Jónsson,
þær fást hjá öllum bóksölum.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
% <6>
I . 1
Ástarsögusafn ið
Skemmtilegar bækur og spennandi ástarsögur. Verðið
ótrúlega lágt, aðeins 5 krónur hver bók.
Fyrstu fimm sögurnar eru komnar út. Þær eru
þessar:
1. Sönn ást
2. Auður og ást
3. Ást og svik
4. Vinnustúlka, Ieikkonunnar
5. Krókavegir ástarinnar
Eignizt Ástarsögusafnið frá byrjun.
Bókaútgáfan ÖSP
Pósthólf 561 — Reykjavík
Bækur gegn afborgun
Ég- undirritaður óska að mér verði sendar Islendingasögur
(13 bindi), Byskupa sögur, Sturlunga saga, Annálar ásamt
Nafnaskrá . (7 bindi), sem samtals kosta kr. 870,00 í skinn-
bandi.
Bækurnar verði sendar í póstkröfu þannig, að ég við mót-
töku bókanna greiði kr. 70,00 að viðbættum öllu póstburðar og
kröfugjaldi og afganginn á næstu 8 mánuðum með kr. 100,00
jöfnum mánaðargreiðslum, sem greiðast eiga fyrir 5. hvers
mánaðar.
Ég er orðin. .. 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki
mtn eign, fyrr en verð þeirra er að fullu greitt.
Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til
að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti,
enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku
verksins.
Litur á bandi óskast Nafn ..
Svartur
Brúnn Staða ..
Rauður
Strikið yfir það, Heimili
sem ekki á við.
Islendingasagnaútgáfan
Útfyllið þetta áskriftarform og sendið það til útgáf-
unnar.
Aldrei hefur íslenzkum bókaunnendum verið boðin
slík kostakjör sem þessi.
Íslendingasagnautgáfan h.f.
Túngötu 7. Pósthólf 73. Sími 7508. Reykjavík.