Vikan


Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 1

Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 1
Fagurt er rökkrið Það var mjög skemmtilegt að vera á frum- sýningu „Bláu stjörnunnar" á Fagurt er rökkr- ið. Þessi skemmtiskrá hennar var jafnbezt af þeim, sem við höfum séð hjá henni. Flest atrið- in voru sérlega góð og ekkert þeirra lélegt, gömlu úrvalskraftarnir, Alfreð Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson, í fullum gangi með annan eins mann og Brynjólf Jóhannesson við hlið og þar að auki nýtt blóð, Soffíu Karls- dóttur, sem féll vel í farveg þessara hæfileika- manna; hún á eftir að' standa sig sómasamlega áfram, ef rétt er með farið. Atriði eins og Kosningakantatan, með Soffíu, Brynjólfi, Haraldi og Alfreð, er bráðskemmti- legt, og sama er að segja um Yngingavélina, gamandrama, með Auróru, Haraldi, Jóni Gísla- syni, hænu og eggi! Ekki var heldur slælegt atriðið „Lauslega þýtt úr frönsku“, gamanþátt- ur í tveim atriðum með Birnu Jónsdóttur, Gunn- vöru Sigurðardóttur, Alfreð Andréssyni og Har. Á. Sigurðssyni. Dansarnir, sem Sif Þórz og Sigríður Armann höfðu samið og æft voru prýðilegir, eins og við mátti búast. En svo kemur rúsínan: Gamanvísurnar hans Brynj- ólfs Jóhannessonar voru perlur, bæði vísurnar og flutningurinn. Önnur atriði voru: Einsöngur Gunnars Krist- inssonar, með undirleik Fr. Weisshappel og harmonikuleikur Braga Hlíðberg, hljómsveitar- stjóri var Aage Lorange, að ógleymdum gam- anvísum Alfreðs og Kærleikskoddanum, gaman- leik í tveim þáttum. Efst: Brynjólfur Jóhannesson syngur gamanvísurnar. Að ofan, til v.: Dansinn, Guðný Pétursdóttir, Margrét Hjartar, Irmy Toft, Birna Jónsdóttir, Sjöfn Hafliðadóttir. — Að ofan t. h.: Kosningakantatan, Brynjólfur Jóhannesson, Soffía Karlsdóttir, Haraldur A. Sigurðsson, Alfreð Andrésson. —- Að neðan t. v.: Yngingavélin, Jón Gíslason, Haraldur A. Sigurðsson, Soffía Karlsdóttir. — Að neðan t. h.: „Lauslega þýtt úr frönsku" Alfreð Andrés- son og Haraldur A. Sigurðsson. (Ljósm.: Vignir).

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.