Vikan


Vikan - 24.11.1949, Page 3

Vikan - 24.11.1949, Page 3
VIKAN, nr. 47, 1949 Stúlkan sem hvarf Þýdd smásaga T?F þér gangið eitt skref þá skýt ”-*-i ég!“ Þau urðu bæði hrædd og æst, þegar þessi voðalegu orð voru sögð. Ósjálfrátt tóku þau höndum saman. Hann þrýsti hönd hennar fast eins og í verndarskyni. Þau horfðu á manninn með skammbyss- una, og var sem kalt vatn rynni þeim milli skinns og hörunds. Rödd mannsins hafði verið ákveðin. Og þau efuðust ekki um það, að hann myndi skjóta. Hún var náföl, og yfirbragð hans var litlu betra, þegar skotinu var hleypt af. Svo féll tjaldið, og þau héldust enn í hendur. „Fyrirgefið,“ mælti hún og dró höndina að sér. „Þetta var svo áhrifamikið." Hann svaraði: „Ekkert að fyrirgefa. Ég gleymdi því að ég var í leikhúsi, mér virtist þetta atriði svo raunverulegt. Hann lék ágætlega skammbyssumanninn. Er- uð þér ekki á sama máli með það ?“ „Jú,“ svaraði hún. „Hann lék ágætlega.“ Þau stóðu á fætur, þar sem þau urðu að rýma til fyrir mönnum er sátu í sömu röð, og ætluðu að viðra sig. Hann mælti: „Það er tíu mínútna hlé að þessu sinni. Eigum við ekki að kveikja í vindlingum ?“ Hléið leið áður en varði. Það var hringt. Næsti þáttur átti að hefjast. Þeim virtist, sem þau hefðu þekkzt alla ævi, og þó höfðu þau einungis setið hvort hjá öðru stutta stund í leikhúsi. Og það var tilviljun að þau sátu saman. Þau voru rétt komin í sætin þegar þriðji þáttur hófst. Þau höfðu enga hugmynd um það, hvað gerðist á leiksviðinu, svo hugfangin voru þau, hvort af öðru. Þriðja þætti lauk, tjaldið féll. Og nú var hléið milli þátta stutt. Nú var aðeins fjórði þáttur eftir. Hún mælti: „Fyrirgefið! Ég þarf að bregða mér frá sem snöggvast.“ Hann svaraði: „Þér eruð þó vonandi ekki lasin?“ Það var hluttekning í rödd hans. Hún hristi höfuðið, stóð á fætur og gekk burt. * Ljósið var slökkt. Fjórði þáttur átti að byrja. En hún var ókomin. Um leið og tjaldið var undið upp, stóð hann á fætur og litaðist um. Einkum horfði hann á dyrnar, sem hún hafði farið út um. „Setjizt! Setjizt!“ var sagt aftan við hann. En hann heyrði það ekki. Hann horfði á dyrnar þar til sterkar hendur þrifu í hann og ýttu honum niður á stól- inn. Hann horfði umhverfis sig, í von um að sjá hana, en fylgdist ekkert með því, sem gerðist á leiksviðinu. Að tíu mínútum liðnum stóð hann á fætur, og fór áleiðis til útgöngudyranna, þrátt fyrir mótmæli ýmissa áhorfenda, er kváðu hann trufla sig frá því að njóta leiksins. Þegar hann kom fram á ganginn er var framan við fatageymsluna, litaðist hann um með vonleysi í svipnum. Hana var hvergi að sjá. Og fata- geymslustúlkan fullvissaði hann um að engin stúlka hefði farið út úr leikhús- inu á þessu tímabili. Hún var horfin. Hann beið í anddyrinu til leiksloka, og leitaði hennar með augunum meðal á- horfendanna, er þeir fóru út. En hann sá hana hvergi. Þá aðgætti hann fatageymsl- una. Hún var tóm.öll föt höfðu verið tek- in. Eftirlitsmaðurinn, sem var að loka dyr- um, spurði hvort hann hefði týnt ein- hverju. Hann hristi höfuðið. Það var tilgangs- laust að segja eftirlitsmanninum frá því að hann hefði týnt indælustu stúlku, er hann hafði séð. Hann hélt heimleiðis, og var í vondu skapi. Hann ákvað að fara ekki í leik- hús næstu daga. „Ef þér gangið eitt skref, þá skýt ég.“ Síðast, er hann var í þessu leikhúsi, hafði þessi setning verið sögð. Þá sat hún við hlið hans. En í kvöld var hún hér ekki. Hann hafði búizt við því. Hann fór í leik- húsið ósjálfrátt, að þessu sinni. Við hlið hans sat roskinn maður, sem borðaði rjómasykur, án afláts. Við hina hliðina sat ungur maður og unnusta hans. Það var leiðinlegt að sitja þarna án hennar. Hún var ógleymanleg. I langa hléinu drakk hann vínblöndu við veitingaborðið. hugsa um að fara. En hætti þó við það. Virtist það hálf óviðkunnanlegt. Hann á- kvað að fara ekki fyrr en í leikslok. Fjórði þáttur fór fram á veitingastað. Hann fylgdist ekki vel með því, sem fram fór. En hann sá þó að all margt gesta var komið inn í veitingastofuna á leiksviðinu. Og skyndilega kom hann auga á hana. Hún var uppi á leiksviðinu og afgreiddi kaffi. Það var áreiðanlega hún. Hann myndi þekkja hana, hvar sem væri. Hann horfði aðdáunaraugum á hana. Hún var dásamleg! Þegar leiknum var lokið, og tjaldið féll, klappaði hann eins og hann ætti lífið að leysa. En hún kom ekki fram með leik- endunum, og þeir voru hylltir. Hún var aðeins til aðstoðar síðast í fjórða þætti, eða leikleysingi eins og kallað er. Hann fór að útgöngudyrum leiksviðs- in. Hún var glöð er hún sá hann. Hann kom með þá uppástungu að þau færu á veitingahús og fengju sér hressingu, í til- efni endurfundanna. Hún þá boðið. Hann mælti: „Þú hefðir átt að segja mér frá því að þú lékir í leik þessum.“ Hún svaraði: „Góði minn! Ég gekk út frá því sem gefnu, að þú þekktir mig, sem afgreiðslustúlku, í fjórða þætti.“ Hún brosti. „En þú stóðst á fætur þegar ég kom inn á leiksviðið. Þú fórst án þess að líta á mig.“ Hann sagði: „Já, ég fór. Ég var að leita að þér. Eftir að þú fórst missti ég allan áhuga á leiknum. Þú ert indæl sem þjónustumær. En mig grunar að stærra hlutverk hæfði þér betur. Ég vil fá þig til að taka að þér aðalhlutverk í lífi mínu. Viltu taka það hlutverk að þér? Ég elska þig.“ Þau gengu fram hjá götuljósi, er hann sagði þetta. Hann sá að hún brosti. Hún svaraði: „Ef til vill tek ég að mér hlutverkið, sem þú bauðst mér. Við getum talað bet- ur um það í góðu næði. Ég býst við að okkur semji vel.“ Að loknum þriðja þætti var hann að V erkamannaleiðtogar í Bandaríkjunum. Þessir 7 menn eru allir hátt settir I verkalýðssamtökum í Bandaríkjunum. Komu þeir saman í sumar til þess að and- mæla Taft-Hartley-ákvæðun- um, sem illræmd eru meðal verkamanna þar í landi. Menn þessir heita: Sitjandi frá vinstri Henderson, forseti fé- lagasambands matvæla- tó- baks- og landbúnaðarverka- manna; Selly, forseti sambands flutningsverkamanna; Hugh Bryson, fulltrúi þjóna og mat- sveina á flotanum. Standandi frá vinstri til hægri: Robin- son, fulltrúi fyrir kolanámu- menn og malara; Flaxer, skrif- stofustjóri; Stanley iloney frá sambandi rafmagns- viðtækja- og vélaviðgerðarmanna; Max Perlow, fulltrúi sambands hús- gagnasmiða.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.