Vikan


Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 4

Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 47, 1949: Hvað sem það kostar Þýdd smásaga Það var engum efa undirorpið, að dr. Etz hafði verið myrtur. Hann lá hjá skrif- borðinu, á persnesku gólfábreiðunni, með útrétta arma og óttaslegið andlit. Fingur hægri handar voru krepptir mjög fast að lófanum, en með þeirri vinstri hafði hann gripið um stólfót, og virtist hafa gert það í þeim tilgangi að komast á fætur. Á hinu stóra og vandaða skrifborði lá þykk frímerkjabók, bundin í skinn. Var mikið safn frímerkja í bókinni. Þarna voru verðskrár, stækkunargler og fáein laus frímerki. Hafði dr. Etz auð- sjáanlega verið að líma nýfengin frímerki í bókina. Út við vegginn stóð peningaskápurinn og var opinn. Á hillum hans gat að ltta fjölda frímerkjabóka af sömu gerð og þá, er á skrifborðinu lá. I einni röðinni var skarð. Hafði bókin, sem á börðinu lá, stað- ið þar. Lögreglulæknirinn kraup á kné hjá lík- inu og rannsakaði sár, er var á hnakka þess. Án efa hafði dr. Etz verið barinn með bréfapressunni, er lá við hlið hans. Sakamálasérfræðingurinn rannsakaði bréfapressuna nákvæmlega og mælti: „Auðvitað er þetta morðvopnið. Það eru hár á pressunni, og hún vegur að minnsta kosti fimm pund.“ Svo sneri hann sér að þjóninum, er hét Martin og stóð eins og steinrunninn og starði á líkið, og þurrkaði svitann af enn- inu. „Segið allt, er þér vitið. Ekkert er þýð- ingarlaust, þó að það virðist smávægi- legt,“ mælti lögreglumaðurinn. Þjónninn svarað: „Ég skal segja frá því, sem mér er kunnugt, svo vel sem ég get. En — þér verðið að fyrirgefa, ég er svo æstur og utan við mig, — ég fór út klukkna fimm.“ „Hvernig vitið þér það svo nákvæm- lgea hvað klukkan var?“ spurði lögreglu- maðurinn. Martin svaraði: „Húsbóndinn kallaði á mig og sagði: Klukkan er fimm. Farið með þetta bréf niður á járnbrautarstöð- ina. Lestin fer að tuttugu mínútum liðn- um. Bréfið verður að fara með lestinni, svo það komist til London í kvöld. Ég verð að ' fá þessa frímerki, sem bréfið fjallar um. Flýtið þér yður. Komið bréf- inu. Til þess hafið þér nægan tíma.“ Ég leit á úrið. Það var nákvæmlega fimm.“ „Jæja, hvað gerðist svo?“ „Ég tók við bréfinu og fór mína leið. Ég fór með strætisvagni til stöðvarinnar, náði í lestina, lauk smáerindum og fór gangandi heim. Þá var klukkan sex.“ „Nákvæmlega sex? Hugsið yður vel Þjónninn horfði óttaslegnum augum á þjón laganna, er sat og skrifaði það, sem hann sagði. Martin strauk titrandi hendi um ennið, og sagði með stamandi rödd: „Klukkan var ekki nákvæmlega sex. Hún var nokkrar mínútur gengin 1 sjö. Það var farið að skyggja.“ „Hvað gerðuð þér eftir heimkomuna?“ „Ég fór fram í eldhúsið. Doktorinn vildi fá smurt brauð til kvöldverðar. — Svo fór ég niður í kjallarann til þess að sækja flösku af víni.“ r „Og svo?“ „Klukkan varð sjö. Á þeim tíma borð- aði húsbóndinn venjulega kvöldverð. En hann hringdi ekki að þessu sinni.“ 7 „Var hann vanur að hringja, er hann vildi borða?“ „Já, ætíð herra minn. Hann vildi ekki að ég kæmi með matinn, er hann var önn- um kafinn.“ „Hm, einmitt það. Biðuð þér í eldhús- inu.“ „Já, ég beið þar eftir að hringt yrði. En þegar klukkan var orðin átta, án þess að hann hringdi — ja, þá — svo.“ — Þjónninn horfði á kreppta hönd hins dána manns — „Svo varð ég órólegur. — Ég varð órólegur og —.“ „Og?“ „Ég fór og hlustaði við dyrnar.“ „Hvers vegna stóðuð þér á hleri? Yður var kunnugt um, að doktorinn var önn- I VEIZTU -? | 1. Hong Kong er eyja úti fyrir Kina- | ströndum. Hvenær náðu Englendingar ; þar tangarhaldi? É 2. Hvar er herskipahöfnin Vladivóstok ? ■ I 3. Hvað nær syðsti oddi Grænlands langt i suður ? | I 4. Hvenær uppgötvuðu menn Ástralíu ? | § 5. Hvenær tók húnaðarskólinn í Olafs- i i dal til starfa? 1 1 6. Hver var stjórnandi hans? i 7. Hvenær hófst talsímasamband við i i Island ? i | 8. Hvert er bræðslustig brennisteins ? 1 9. Eftir hvern er óperan ,,La Boheme“? 1 i 10. Hvar og hvenær er Jóhannes úr Kötl-. i um fæddur? i i Sjá svör á bls. 14. i um kafinn við frímerki sín. Af því staf- ar enginn hávaði. Hve lengi hlustuðuð þér.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði þjónninn og yppti öxlum. „Nokkrar mínútur. En er ég heyrði ekkert, opnaði ég dyrnar — og, og sá hann li^gja blóðugan á gólfinu. Ég veitti einnig bréfapressunni athygli.“ „Þér hafið væntanlega ekki snert bréfa- pressuna?" „Ég man það ekki. — Jú, ég hef víst tekið hana, ég var svo utan við mig. En ég fleygði henni strax frá mér. Ég var svo ruglaður." „Það var heimskulegt af yður að hand- leika bréfapressuna. Jæja, hvað höfðust þér fleira að ?“ „Svo hringdi ég til lögreglunnar,“ sagði Martin. ,Vissuð þér, að frímerkjasafn dr. Etz er mjög dýrmætt?“ „Já, það vissi ég. En ég hef ekkert vit á frímerkjum. Doktorinn sagði mér þetta. Hann var að líkindum hræddur við þjófa, því hann bað mig oft að gæta vel heim- ilisins.“ „Hafið þér nokkurn grunaðan um að hafa drýgt þennan glæp? Komu hér ekki sömu mennirnir oft?“ „Doktorinn átti ekki marga vini né kunningja. Það voru aðallega frímerkja- safnarar og frímerkjasalar, er hingað komu. Og þeir voru úr ýmsum áttum.“ „Þekkið þér nöfn á nokkurum þeirra?“ „Þeir sögðu mér hvað þeir hétu, en ég þekkti þá ekki og gleymdi nöfnum þeirra.. — En doktorinn átti litla, svarta minnis- bók, og ritaði í hana nöfn og heimilis- fang þessara manna.“ Lögreglumaðurinn leitaði í skrifborð- inu, og fann litlu bókina. Hann fletti henni og las. Fletti bókinni aftur, og las meira. Martin stóð og horfði á, og vætti þurr- ar varir sínar með tungubroddinum. Skyndilega sagði lögreglumaðurinn: „Hafið þér vit á frímerkjum?“ „Nei, ekki minnstu vitund.“ „Það er slæmt. Morðinginn hefur haft eitthvert markmið. Doktorinn var ekki drepinn í hefndarskyni. Hér er heldur ekki um ránmorð að ræða. Hvorki peningum né verðmætum munum hefur verið rænt. En að líkindum hefur dýrmætum frímerkj- um verið stolið. Sýndi doktorinn yður aldrei sjaldgæf og dýr frímerki?” „Nei,“ svaraði þjónninn og kreisti sam- an varirnar. „Það er skrýtið,“ sagði lögreglumaður- inn. „Ég skal láta yður heyra, hvað dok- torinn hefur ritað fyrir fimm dögum: „Mér kom það mjög á óvart, hve Mar- tin hefur mikið vit á frímerkjum. I gær sannaði hann að hin bláu 5-Bajocchi frí- merki frá 1852, er ég keypti, eru óekta, eða fölsuð.“ Lögreglumaðurinn skellti aftur bókinni og lagði höndina á öxl Martins. En þjónn- um. Framhdld á bls. lJf.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.