Vikan


Vikan - 24.11.1949, Page 5

Vikan - 24.11.1949, Page 5
VIKAN, nr. 47, 1949 5 .Framhaldssaga: ................................... EIRÐARLA UST LÍF — 8 ! Eftir ANN DUFFIELD 2 ...„■„„„„.....„...............„„„„............... 2 Það var ekki spiluð bridge og ekki dansað að loknum málsverði. Það var óvenjulegur blær yfir samkvæminu, ólikt þvi sem gerist nú á dög- um. Mustapha leit svo á, að gestir sinir væru það andlega þroskaðir, að þeir fyndu gleði í við- ræðum einum saman. Beatrice stóð hjá franska hershöfðingjanum, sem var heillaður af fegurð hennar og æsku. Beatrice var hálf óróleg af því að Mustapha hafði sett hana í fremstu röð og hún var að velta því fyrir sér, hvort það væri í hennar valdi að slíta samkvæminu. Nei, það kom henni ekkert við. Mustapha hafði sett hana í þennan vanda, án þess að hún hefði kært sig nokkuð um, og hún ætlaði að sýna gestunum, að hún gæti ekkert að því gert. Bf til vill hefur enska sendiherrafrúin skilið, hvernig henni var innan brjósts, því að hún kom skömmu síðar til Beatrice og sagðist vonast til þess, að þær ættu eftir að hittast bráðlega aftur, en því miður yrði hún nú að fara. Fór hún mörg- um orðum um það, hversu þetta hefði verið yndislegt kvöld. Þetta var til þess að almennt los kom á gesti. „Þér verðið að aka heim í mínum vagni, sagði Mustapha Aziz við heiðursgest sinn. „Þakka yður fyrir, en þess gerist ekki þörf. Við höfum lagt drög fyrir það, að okkar vagn komi og sæki okkur.“ „Ég hef afturkallað þá skipun," svaraði Mustapha og horfðist rólega í augu við hana. „Ég get ekki þolað það, að gestir mínir aki í leiguvagni um ístambul á þessum tíma nætur.“ Beatrice hrukkaði ennið hálfreið. En Mustapha sló þegar vopnin úr hendi hennar. „Auðvitað er sennilegt að ekkert verði yður að meini á leiðinni heim, en það ér þó alltaf nokkur áhætta, því að hverfið hérna er var- hugavert, og hér eru mörg víti á vegunum." Hún skammaðist sin enn á ný. Hversvegna var hún svona óvingjarnleg ? Hversvegna leit hún þennan mann aldrei réttu auga. Hún vissi á- stæðurnar — þær voru tvær. önnur var þjóð- erni hans —“hver gat þegið nokkuð af Tyrkja! En það er ekki honum að kenna, hugsaði hún, og ég verð að vera vingjarnleg við hann. Ef hann einungis væri ekki svona áleitinn — ef hann einungis liti ekki á sig sem jafningja henn- ar. Gat hann ekki skilið það? En það gat hann bersýnilega ekki. Og þegar hún þakkaði honum fyrir sig, leit hún á hann svo einkennilega, svo ástríðufullt, að það hlaut að tákna eitthvað meira en venjulega aðdáun. Það gerði hana bæði hrædda og ruglaða. Aftur fékk hún það á tilfinninguna, að hún hefði ver- ið leidd í gildru. fangelsuð í þessu húsi, í hverfi, sem hún gat ekki vænzt að sleppa úr. Lokuð inni — ásamt' Mustapha Aziz! Hræðileg hugs- un — og þó var þetta eins og fyrirboði um fram- tíðina. Hvort heldur það var tilviljun eða ákveðinn tilgangur, var vagn Mustapha sá síðasti, sem tilkynntur var, og þegar Beatrice gekk út í fata- herbergið, var þar enginn fyrir nema svartklædda konan. Beatrice gat ekki varizt þeirri hugsun, hver þessi kona væri og hversvegna hún gegndi þjónsstörfum á tyrknesku heimili, því að hún var bersýnilega af Evrópukyni. Beatrice brosti og sagði nokkur vingjarnleg orð við hana ,og hún svaraði kurteislega, en þó eins og i fjarlægð, því að hún vissi, hver staða hennar var, og henni bar að vera ekki of málug við gestina. Beatrice varð þessa var og gerðist æ forvitnari um hagi konunnar. En hún vildi bersýnilega ekki minnka bilið — og leitaði hvorki eftir vináttu eða samúð. Beatrice sneri sér við þegjandi og yfirgaf kon- una. Dyrnar voru í hálfa gátt og þegar hún var komin út að þeim, gekk þjónustustúlkan allt í einu fast að henni. Hún leit á Beatrice sínum stóru, svörtu augum, næstum því biðjandi og opnaði munninn eins og hún ætlaði að segja eitthvað. „Já, já, hvað var það?“ spurði Beatrice hálf- felmtruð. En henni til mestu furðu, horfði konan niður fyrir sig og mælti án nokkurrar áherzlu: „Góða nótt, madame.“ Beatrice sá gegnum hálfopnar dyrnar, að fað- ir hennar og Mustapha voru komnir út í for- stofuna. Eitt andartak stóð hún efagjörn og hugs- andi — hana langaði óskaplega til þess að vita, hvað konan ætlaði að segja við hana. En hún gat ekkert fengið út úr henni. Konan greip um hurðarhúninn, opnaði dyrnar upp á gátt og leit stöðugt niður fyrir sig, svo að Beatrice varð að láta sér það lynda, sem hún hafði orðið vísari, en ekkert meira. Mustapha Aziz hjálpaði Beatrice upp í vagn- inn, Molloy kom á eftir og Beatrice til undr- unar steig Mustapha sjálfur upp í og settist á milli þeirra feðginanna. „Mustapha ætlar að koma með okkur heim og fá sér eitt vínstaup," sagði faðir hennar. „Ég verð að segja það, að þér hafið gert vel til okkar í kvöld, vinur minn. Nú þegar maður kem- ur út í góða veðrið ■— •—“ Hér þagnaði hann, andvarpaði, en Mustapha hló og hagræddi silki- svæfli við herðar vinar síns. Vagninn ók hljóðlega af stað, og áður löng stund var liðin, var Terry farinn að hrjóta. Beatrice sat keik í horninu. Hún skynjaði Mustapha í myrkrinu; þar sem hann sat við hlið hennar og heyrði, að hann sagði blíðlega: „Eruð þér reið við mig, ungfrú Molloy?“ „Ég hygg, að betra hefði verið, að þér hefð- uð ekki farið með okkur,“ svaraði hún í sama kuldalega rómnum. „Pabbi er þreyttur — og það er orðið áliðið." „Ekki svo mjög, og Terry verður ágætur, ef hann nær að sofna andartak. Og með mér við- víkur sjálfum, hata ég mitt eigið heimili eftir svona samkvæmi. Mér finnst það einmanalegt, óhugnanlegt,— og þó áldrei eins og einmitt I nótt.“ Hún svaraði honum ekki, en starði reiðilega frarn fyrir sig. Er hann að reyna að daðra við hana? Vogar hann sér slíkt? Eru engin tak- mörk fyrir óskammfeilni þessa manns? „Svo að þér verðið að sjá aumur á mér,“ hélt hann áfram blíðlega., „Þér hefðuð átt að fara eitthvað annað." Hún fann, að hún var hræðilega kjánaleg og leiðinleg að halda sér sífellt við þetta heygarðshornið, en hún gat ekki að því gert. „En mig langar til þess að fara með yður,“ sagði hann sakleysislega og — ef þetta hefði bara ekki verið Mustapha Aziz — yndislega töfr- andi röddu. „Og þessvegna ætlið þér að sjá aum- ur á mér? Biðja mig að koma inn með yður og drekka með mér skilnaðarfullið. Ætlast ég til of mikils?“ Of mikils? Auðvtiað ekki! Ef þetta hefði verið Rickey eða einhver annar hefði það verið ósköp eðlilegt. En — hann — það gegndi öðru máli. Þessvegna svaraði hún — og hvíslandi rödd hennar kom upp um reiði hennar: „Mundi það verða til nokkurs, ef ég segði nei? Þér gerið allt sem yður dettur í hug og það, sem þér viljið . . .“ „Og líka það, sem þér viljið?“ Hún sá það í bjarmanum frá götuljósinu, að hann brosti. „Ég? En ég vil ekki — —“ „Á ég þá að láta vagninn nema staðar og fara út?“ spurði hann. „Hvernig ætlið þér að komast heim?“ „O, það verða vist einhver ráð með það.“ Hann laut áfram og greip talpípuna. „Jæja, á ég . . .“ „Nei!“ sagði hún ósjálfrátt. Af hverju sagði hún þetta? Mustapha sleppti píprmni og hallaði sér brosandi og makindadega aftur á bak. „Datt mér í hug," muldraði hann. „Ó, þér eruð hræðilegur!" „Er ég það? Það held ég ekki. Og held næst- um þvi, að þér álítið það ekki heldur, ungfrú Molloy. Ég þekki yður betur en þér sjálfa yð- ur.“ „Þér þekkið mig elrki vitundarögn,“ svaraði hún. Vagninn lenti allt í einu á stein og hristist dálitið, svo að Molloy vaknaði. „Ég hef víst sofið," sagði hann og hló. „1 fimm mínútur, Terry," svaraði Mustapha ástúðlega. „Góð meðmæli með ökumanni minum. Og meðan vagninn skreið eftir þröngum og fjöl- mennum götum Pera, síþeytandi hornið laut Mustapha niður að Beatricé og sagði mjög blíð- lega: „Ég þeklti yður vel og á eftir að kynnast yður betur! Gefizt upp, Beatrice, Það líður að því fyrr eða síðar, þvi að ég er Sterkari en þér!“ 7. KAFLX. „Hún er yndislegt barn, og mér þykir innilega vænt um hana, en það verður að fara mjög var- lega með hana, Terry," sagði Mary Leighton við Molloy. Þau voru á leið út á búgarðinn — Mary Leigh- ton sat við hlið hans, en unga fólkið fyrir aftan. Beatrice hafði nú dvalizt um mánaðarskeið í Konstantínópel, en þetta var í fyrsta skipti, að hún átti að sjá eign föður síns — til þessa hafði altlaf eitthvað verið til fyrirstöðu. „Hún hefur mjög einbeittan vilja,“ svaraði Terry. „Já, það álít ég. Og ríka skapgerð — of ríka líklega. Það er að segja, ef hún sveigist inn á rangar leiðir . . .“ „En hví skyldi það koma fyrir?" „Nei, ég vona, að svo verði ekki. En Pera er ekki rétti staðurinn fyrir hana. Það er alltof mikið um laglega ónytjunga hérna." „Beatrice vill ekki sjá ónytjunga!" svaraði faðir hennar. „Jú, það er nú einmitt meinið, hugsaði Mary. Beatrice væri vel trúandi til þess að giftast drykkjuræfli, bara til að bjarga honum —, en þetta sagði hún ekki hátt. 1 þess stað mælti hún: „Rickey Kingston er mjög hrifinn af henni. Ég vildi óska, að hún tæki honum." „Lofaðu henni að hugsa sig um!“ sagði Terry og hló. „Það mundi verða góður ráðahagur," hélt hún áfram. „Rickey á peninga, ekki kannske nein

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.