Vikan


Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 6

Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 47, 1949 ósköp, en þó svo, að þau gætu komizt mjög vel af. Hann er líka duglegur og afarvandaður pilt- ur og á eftir að komast vel áfram.“ „Þetta viðurkenni ég,“ svaraði Molloy. „Þetta yrði auðvitað ágæt lausn fyrir dóttur mína. Ég mundi fyrir mitt leyti gleðjast ef þessi ráða- hagur mætti takast. En það verður hver að velja og hafna eins og hann vill.“ „Henni fellur vel við hann, er ekki svo?“ spurði Mary. „Jú. En ég veit ekki, hversu langt það nær. Ég get ekki ráðið í það. Ég skil Beatrice ekki alltaf.“ Mary þagði og vagninn þaut eftir veginum. Unga fólkið í aftursætinu var líka þögult. Beatrice virtist ekki vera i skapi til þess að hlæja. Hún virti fyrir sér með athygli hið fram- andi landslag, en andlit hennar var annars fölt, og Rickey virtist hún vera eitthvað áhyggjufull. Hann þráði að geta trúað henni fyrir leyndarmál- um sínum, þráði að hugga hana og þráði nú meira en nokkru sinni fyrr að halda henni í faðmi sLnum, þrýsta henni að sér og kyssa hana — gera hana hamingjusama. Einhvern tíma — Rickey kreppti hnefann til áherzlu — einhvern tíma mundi hann gera það, hugsaði hann, en tíminn var ekki kominn ennþá. Beatrice var ekkert aðgengileg, þrátt fyrir vinsamlega fram- komu og töfra -— maður varð að vera viss hæði um sjálfa sig og hana, ef maður ætti að brúa bilið, sem er á milli vináttu og þess, sem er ennþá dýpra og meira. Það var alveg rétt, að Beatrice var áhyggju- full í dag — þótt hún sjálf hefði ekki verið fær um að segja hversvegna. Hún hafði áhyggjur út af föður sínum, því að hún fann það á sér, að ekki var allt með felldu. Allt frá því að hún kom, hafði hann verið kátur og skemmtilegur. Hann hafði tekið þátt í samkvæmislífi borgarinnar, boðið heim vinum sínum, veitt þeim vel og leik- ið á als oddi. En samt hafði hann á vissum stund- um komið upp um sjálfan sig. Beatrice sá, að við og við dró ský fyrir sólu í glaðværum augum hans og alloft hafði hún komið að honum i þung- um hugleiðingum. Jafnskjótt og hann kom auga á hana, hafði hann lagt áhyggjur sinar til hliðar og varð þá á ný glaður og reifur eins og hann átti að sér. En hún varð þess fljótt áskynja, að gleði hans var blandin eða hrein og bein uppgerð. Hún sá það líka, að gleði hans var uppgerð, þegar hann sat í veizlum með vinum sínum — og, það sem meira var —, hún hafði einnig veitt þvi athygli, að vinir hans gerðu sér einnig upp glaðværð. Þó var einn maður undan þeginn: Mustapha Aziz. Hann einn var rólegur, fastur fyrir. Mustapha Aziz! En hvað það var undarlegt, að hugur hennar snerist alltaf í áttina til hans. Hún hafði séð hann all-oft upp á siðkastið. Hvar sem hún fór, skaut honum alltaf upp fyrr eða síðar. Hvort heldur hún fór út að aka með Rickey, eða í „basarinn" með föður sínum, var það viðbúið, að Mustapha var einhversstaðar ná- lægur. En það var alls ekki svo að skilja, að hann væri það, af því að hún átti íhlut — og þó — hver gat vitað nema hann héldi uppi njósn- um um hvert fótmál hennar? „Hann er að elta mig“, sagði hún við sjálfa sig. Hún var hrædd við þessar sífelldu „tilviljanir”, og mundi hún hafa saknað hans, ef hann hefði ekki skotið upp kollinum. Hann hafði ekkert sagt við hana, síðan í veizl- unni heima hjá honum, að hún þyrfti að vera óróleg þessvegna. En alltaf hljómuðu þessi orð i eyrum hennar: „Gefist upp, Beatrice. Ég er sterk- ari en þér.“ Þá hafði hún orðið ofsalega reið og hrædd líka. En auðvitað hafði Mustapha ekki meint allt það, sem hún í ungæðisskap sínum hafði ætlað. Hann hafði einungis átt við það, að þau yrðu vinir, að hún yrði að sigrast á fyrirlitning sinni á honum. Og þessi hugsun gerði hana rólegri. Föður síns vegna — en ekki Mustapha -— hafði hún reynt að taka honum sem vini og ef það hafði ekki heppnazt, mátti vel segja að milli þeirra ríkti vopnaður friður. „Þá erum við komin,“ sagði Rickey allt í einu. Beatrice leit út og sá lágan steinvegg með breiðu hliði á. Vagninn ók inn um hliðið og eftir löngum og dimmum trjágöngum. Við enda þeirra var hús, reist af timbri. Það var með svölum. Uppi á tröppunum beið þeirra maður einn. Það var Doherty, gamall liðþjálfi Molloys. Hann var nú bústjóri hans. Hann var lágvaxinn maður, herðabreiður og kringluleitur, með kartöflunef og lítil, glaðleg augu. Beatrice sá, hversu hýrt augnatillit hann sendi Molloy, er hann sté út úr bílnum, og hún var mjög þakklát yfir því, að þarna átti faðir hennar hollan mann að, sem ásamt henni virti gamla mannin mikils. Hún rétti honum höndina, er Terry kynnti þau. Henni geðjaðist vel að þéttu handtaki hans, breiðu brosi og einlægu augnaráði. Síðan visaði hann þeim inn í húsið. „Hér er ef til vill ekki beinlínis innréttað fyr- ir konur, en það er þó að minnsta kosti hrein- legt,“ sagði Doherty. Beatrice fannst það dásamlegt. Veggirnir voru úr tré — herbergin stór. -Bústaður piparsveins, en mjög var þar allt hreinlegt og smekklegt. Allt var strokið og fágað. Gluggarnir voru opnir, og að vitum þeirra barst hægur andvari, mettaður af töðuilmi og blómaangan. EkKert hljóð heyrð- ist, nema þeirra eigin raddir, söngur smáfugla og býflugnasuð. Þetta var fullkomin andstæða borgarirmar, sem iðaði af lífi og látum. „Lízt þér vel á þig, Beatrice ?“ spurði faðir hennar. „Dásamlega! Ég vildi óska, að við gætum átt heima hérna." „Það er ekki sem verst," skaut Doherty inn í. „Bíddu þangað til þú sérð snjóinn og vetur- inn, barnið gott,“ sagði Molloy og hló. „Snjóar hérna?" „Hvort það snjóar! Stundum er hér allt á kafi í snjó, og kuldinn er svo gífurlegur, að þú hef- ur aldrei orðið vör við annað eins, Beatrice." „Það er góður ofn í hverju herbergi," sagði Doherty, ,,og þegar hlerarnir eru fyrir gluggun- um, er hlýtt hérna eins og í hreiðri." „Þér eruð ágætur að ljúga, Doherty," sagði Molloy og klappaði gamla manninum á herðarn- ar. „En komið þér nú — hvar er maturinn sem þér lofuðuð okkur?“ Það hafði verið lagt á borð í skemmtihúsi einu sem umlukið var vínvið. Tvær ungar og mjaðina- miklar, tyrkneskar stúlkur gengu um beina. Fyrst fengu þau dásamlega súpu, síðan fugla- steik, eftirmat og ávexti. Þau drukku heimatil- búið vín úr stórum og víðum glösum og mál- tíðin endaði með kaffidrykkju. Beatrice fannst þetta allt saman dásamlegt. Hver áhyggja hafði sópast burtu í andvaranum — hún var hamingjusöm, glöð og hrifin af töfr- um sveitarinnar. Og Rickey, sem fylgdi henni með augunum, hugsaði: Þetta er það, sem hún vill. Bara ef við gætum fundið stað sem þennan — stað upp í sveit — og verið saman . . . Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Lilli: Hvað ertu að gera, pabba! Pabbinn: Gættu að þér, ég ætla að höggva í eldinn. Pabbinn heggur af eldmóði — — f.o v,, X V ■— : ' : „iiíatc, Jnc.. World richts rescrvcd maður. en hinumegin við garðinn er Pabbinn: Hvert fór fjölin ? Maðurinn : Hingað!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.