Vikan


Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 11

Vikan - 24.11.1949, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 47, 1949 11 . Framhaldssaga: .................. LEIKUR ÖRLAGANMA 17 ' Eftir HERMÍNU BLACK bið þig um, er, að enginn fái neitt að vita um bréfið, áður en þú hefur talað við mig. Þetta er- það síðasta, sem ég bið þig að gera fyrir mig.“ Garth hikaði. Hversvegna átti hann að halda áfram að verja Tony? En næstum allt sitt líf — hafði hann varið hann, og erfitt var að losna úr hjólförum vanans. „Ég kem til þín strax og ég kem til borgar- innar,“ sagði hann. 14. KAFLI. Nada hefði vel getað verið í sumarhúsinu fram á sunnudagskvöld, en hún fann, að hún mundi ekki geta haldið það út. Hún ók aftur til London, strax og hún hafði drukkið morgunte sitt næsta dag. Stúlkurnar, sem ekki höfðu búizt við henni heim, voru báðar úti, og henni létti við það. Henni hafði fundizt sumarhúsið tómt, af því að hún vissi, að Garth mundi ekki koma aftur þangað. Hún vissi, að hingað mundi hann koma, og hún fann til friðar við að bíða eftir honum. Þegar hún hugsaði um það, sem kom fyrir í gær, leit það öðru vísi út í augum hennar. Henni fannst það blátt áfram hlægilegt, að þesskonar misskilningur gæti komið á milli hennar Og Garths. Hún fór fram í eldhúsið og fékk sér tebolla, sem hún fór með inn í svefnherbergið og drakk hann, meðan hún skipti um föt og fór í rauðan slopp. Hún stóð og greiddi sér fyrir framan speg- ilinn, þegar hún heyrði Garth stinga lyklinum í skráargatið og hljóp út til að taka á móti hon- um. Hún vissi í raun og veru ekki, hvað hún ætlaði að segja við hann, en, er hún sá fölt and- lit hans, rétti hún handleggina á móti honum. Og augnabliki síðar hélt hann henni fast í faðmi sér. ,,Ég vissi ekki, að þú værir komin heim,“ sagði hann. „Þetta er — yndislegt.“ Annað ekki! En i augnablikinu þurfti ekki að segja meira. Það var ekki fyrr en seinna, að hún fékk að vita, að hann kom til hennar beint frá Tony, og, að Tony, sem ákafur í að bjarga sér, hafði sagt: „Þú getur verið göfuglyndur. Mundu eftir, að þú hefur Nödu. Hún sagði við mig í gær, að allt væri búið okkar á milli. Það lítur út fyrir, að töfrar þínir hafi unnið sigur fyrir þig að lokum. Hamingjan góða, maður, heldurðu, að ég mundi segja þetta við þig, ef það væri ekki satt ? Ég þrái hana svo hræðilega sjálfur, að — —" „Komdu og fáðu tebolla! Ég skal ná í bolla handa þér — við erum ein í húsinu." Hún hljóp fram í eldhúsið. Garth var kominn aftur — en hvað hún hafði verið heimsk að halda að eitt- hvað gæti eyðilagt það, sem var á milli þeirra! Hún fór með bollann inn í svefnherbergið. Hann stóð við snyrtiborðið og snerti hlutina á þvi. Andlit hans var grafalvarlegt. Hún náði í lágan stól og lét hann setjast í hann, áður en hún lét hann fá teið. „Vinur minn, hefur þetta verið erfið ferð?“ spurði hún. „Þú litur mjög illa út.“ „Já,“ viðurkenndi hann. „Ég er líka mjög þreyttur." Hann vissi, að vonlaust mundi að leyna hana þessu lengur og leitaði að orðum í huganum. Ósjálfrátt fann hún, að það var eitthvað, sem hann þurfti að segja henni og lagði höndina á öxl hans. „Hvað er það, vinur minn?“ „Manstu eftir Lissu Grey?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli. „Já, er það eitthvað í sambandi við hana. „Manstu eftir, að hún heimsótti mig einu sinni í vor? Hún var í mjög miklum vandræðum ■— blátt áfram örvilnuð. Og — hún sagði mér, að maðurinn væri dáinn. Það er alveg sama hver hann var.“ Augu Nödu urðu myrk. „Meinarðu, að hún — að hún hafi átt von á barni ?“ „Já, og enginn gat hjálþað henni nema-------“ „Og svo tókst þú hana að þér. Var hún sjúkl- ingurinn, sem þú þurftir að fara til upp í sveit? En hversvegna sagðir þú mér ekki frá því, Garth ? Hefði ég ekki getað hjálpað?" Hún kraup nið- ur við hlið hans, með blíðan svip í augunum og um. munninn. Það var auðveldara að halda sögunni áfram nú. Auðvelt að halda nafni Tonys fyrir utan þetta, þegar litlar likur voru til þess að henni myndi detta sannleikurinn í hug. Augu Nödu fylltust tárum. „Veslingurinn. Veslingurinn'. En hvað menn geta verið svívirðiiegir ?“ Hún kreppti hnefann. „Mér er alveg sama, hve mikla ‘sök stúlkan hef- ur átt í þessu. Það er eðli lconunnar að gefa, þegar hún elskar. En þess háttar maður, sem lætur konuna bera allar byrðarnar eina — ó, ég vildi heldur giftast morðingja en þannig rnanni." Garth var nú ljóst, að það hefði verið auðvelt — enda þótt það hefði verið sárt fyrir hana — að lækna hana af ást hennar á Tony. En hann var ánægður yfir því nú, að hafa ekki gert það. Hann átti hana — hún var lians. Og auk þess var það líka rétt að gefa Tony enn eitt tæki- færi. Auk þess fann hann, að sjálfsmorð Lissu hafði haft mikil áhrif á hann. Hann gleymdi í augnablikinu alveg hæfileikum til að gleyma ó- þægindum lífsins eftir skamman tíma. „Það gleður mig, að þú skyldir hafa hjálpað veslings stúlkunni — en — veldur það þér ekki óþægindum nú?“ „Ég fer og verð viðstaddur líkskoðunina og yfirheyrsluna á morgun," svaraði hann. „Og þar með er það búið. Ég get ekki þolað, að þér sé blandað inn í þannig mál. En þetta er líka í síðasta sinn.“ Hún hristi höfuðið. „Þangað til sá næsti kemur til þín og biður um hjálp. Og eigum við nú að tala um okkur sjálf ? Ég vil gjarnan segja þér, að •— —“ „Nei, þú skalt ekki segja neitt. Annað en að þú elskir mig, og, að þú fyrirgefir mér, og ég er svo hræðilega afbrýðisamur." Hún svaraði honum með kossi og hann þrýsti henni fastar að sér. Hún gat fundið hjartslátt hans við sinn og vissi, að orð voru óþörf. Yfirheyrslan viðvíkjandi sjálfsmorði Lissu Grey var haldin í ráðhúsinu. „Það er skammarlegt að ónáða yður hingað," sagði Dr. Huntley, læknirinn, sem hafði undir- skrifað dánarvottorðið, þegar hann heilsaði Garth fyrir utan ráðhúsið. „En ég held, að það taki ekki langan tíma. Samkvæmt bréfinu, sem veslings stúlkan lét eftir sig, getur enginn vafi leikið á því, hvernig hún dó. Það er mjög sorg- legt.“ Óþægilegt fyrir mann í Garths stöðu að þurfa að blanda sér í þetta, hugsaði hann. Enda þótt hann væri aðeins þorpslæknir, var hann þó nægi- lega kunnugur því, sem var að gerast í lækna- heiminum, til að vita, að Garth Rosslyn var einn hinna beztu. Og auk þess mjög geðþekkur maður! Ekki montinn yfir að tilheyra þeim fremstu í London. Það var slæmt fyrir hann að þurfa að blanda sér í slikt mál — hann hafði hugsað um, hvort stúlkan hefði getað verið ætt- ingi hans — en auðvitað hafði hann ekki kunnað við að spyrja um það. Réttarhöldin fóru fram, og allt hefði farið mjög kyrrlátlega fram, ef yfirvaldið, sem var nýr í stöðunni og mjög stoltur yfir virðulegri stöðu sinni, hefði ekki allt frá byrjun verið ákveðinn í að gera eins mikið veður út af því og hægt væri. Unga konan hafði verið dregin upp úr fljót- inu — dáin. Hún hafði látið eftir sig eitt bréf •— í það minnsta — sem augsýnilega sýndi, að það hafði verið ætlun hennar að svipta sig líf- inu — en — dómarinn vildi vita, hvers vegna unga stúlkan hafði viljað deyja. Það var held- ur eitthvað skrítið við, að fólk frá London kæmi í friðsamt þorp til að fremja sjálfsmorð, fannst honum. Þetta var honum mjög á móti skapi. Drengur, sem var á leið heim úr skóla, hafði séð líkið og kallað á lögregluþjón, sem óð út í vatnið og dró stúlkuna á land. Er drengurinn hafði verið yfirheyrður kom Dr. Huntley. Það var enginn vafi á því, að dauðasökin var drukkn- un. Og þar næst var frú Martha Dennison leidd i vitnastúkuna. . i „Þekktuð þér hina látnu?" »,Já. „Þekktuð þér hana vel?“ „Veslings rmga konan hafði búið hjá mér næst- um tvo mánuði." „Vissuð þér, að hún átti von á barni?“ „Já, auðvitað. Það var þessvegna sem hún flutti til mín til að búa þar í ró og næði þar til tími væri kominn fyrir hana að fara á sjúkra- húsið í Bankhurst." „Þekktuð þér hana áður en hún kom til yðar?“ Frú Dennison hikaði augnablik. „Maður nokkur, sem ég hef þekkt allt hans llf fól mér að taka hana. „Og hver var þessi maður?" „Dr. Rosslyn!" Denny leit á Garth. Hann hafði áður sagt henni að segja sannleikann, hvað, sem hún væri spurð um, og hann brosti hughreystandi til hennar. Dómarinn varð brúnaþungur. „Var unga konan gift?“ „Hún var ekkja!" „Virtist hún vera mjög óhamingjusöm — hót- aði hún nokkurn tíma að svipta sig lífinu?" „Hún var oft mjög niðurdregin, en .það var mjög eðlilegt. Að standa alein uppi ásamt því, sem hún átti I vændum. Hún talaði aldrei um að svipta sig lífi.“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.