Vikan


Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 2

Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 19, 1950 POSTURINN • Svar viö mörgum bréfum: Til að ganga í Svifflugfélag Islands er bezt að snúa sér til Helga Filip- pussonar eða Björns Jónssonar. 1 Reykjavík er starfandi flugskóli, sem heitir „Pegasus“, og er Sverrir Jónsson skólastjóri. Skólinn er jafnt fyrir pilta og stúlkur. Aldurstak- markið er 16 ára. Hver flugtími kostar 150.00 kr. og til þess að ljúka A-prófi, sem gefur réttindi til þess að stjórna einkaflugvél, þarf maður að taka 40 tíma. Svar til Svavars: Nám i Esperantó í bréfaskóla S. 1. S. kostar 75.00 kr. Svar til spuruls: 1. Til þess að fara í Verzlunarskól- ann þarf maður að vera 14—15 ára. Það er gert ráð fyrir, að þeir, sem hafa verið einn vettur í gagnfræða- skóla, ættu að komast. 2. Lágmarkseinkunn inn í skól- ann er samkvæmt einkunnarkerfinu, sem par er farið eftir 4,25, en þar sem aðsókn að skólanum er mjög mikil er oftast krafist af nemend- um, að þeir hafi 5,00. 3. Tungumálin, sem eru kennd, eru: enska, danska og þýzka. Auk þess er kennd latína og franska í fram- haldsbekkjunum. 4. Maður getur orðið verzlunar- maður, skrifstofumaður eða haldið áfram námi í hvaða deild sem er í Háskolanum. 5. Skriftin er sæmileg, en ekki nógv formföst. Svar til Dóru: 1. Þú hefur áhyggjur vegna þess, að þú ert kinnfiskasogin. Eina ráð- ið, sem við höfum við þessum galla er, að þú reynir að fita þig. 2. Skriftin er fremur snotur, en mætti '•era formfastari. Svar tit Bettý: 1. Við höfum ekki heimilisföng erlendra leikara. , 2. 57 -58 kg. — r Svar tii „hrifins lesanda“: Sir Laurence Olivier er fæddur 22. mai 1907 í Dorking, í Lurrey. Hann er brúnhærður og brúneygur. Hann kom fyret fram á leiksviði í Shake- speare Festival Theatre 1922. Hann hefur leikið bæði í þýzkum, amer- ískum og enskum kvikmyndum. Vivien Leigh er fædd 5. nóv. 1913, Darjeling, India. Rétt nafn: Viven Hartlel. Hún kom til Englands til þess að mennta sig, en tók að leika. Hún er brúnhærð og bláeyg. Robert Donat er fæddur 18. marz 1905, Withington, Manchester. Hann er dökkhærður og brúneygur. Hann kom fyrst fram á leiksviði 1921 í Birmingham. Hann hefur leikið mjög mikið í kvikmyndum. Hann er giftur Ellen Voysey og á tvö börn. Vivien og, Laurence Olivier eiga eitt barn. Svar til Jóns: Utanáskriftin er: Richard P. But- rick, Department of State, Washing- ton D. C., U. S. A. Svar til einnar í vandrœðum: 1. Við höfum engin ráð við hand- kulda, en við handsvita er bezt að þvo hendur sínar einu sinni á dag úr heitu álúnsvatni (1 matskeið af álúni er sett í þvottaskálina). 2. Skriftin er hreinleg og áferðar- falleg. Svar til „S. G.“: Nú á timum er alltaf verið að berj- ast fyrir jafnrétti karla og kvenna. Samkvæmt því ættu karlar og kon- ur, sem þekkjast, að hafa jafnan rétt til þess að heilsá hvort öðru á götu að fyrrabragði. Það er líka langþægi- legast fyrir báða aðila að maéast á miðri leið. Annars er það mikilvæg- asta kurteisisreglan að heilsa kunn- ingjum sinum yfirleitt, það skiptir minnstu máli, hvor heiisar á undan. Svar til „einnar forvitinnar11: 1. Blátt klæðir yður vafalaust mjög vel. Mjúkir grænir litir, gráir og fölgulir eru sennilega einnig klæðilegir fyrir yður og áreiðanlega svart og líklega hvítt. 2. Við höfum ekki heimilisföng erlendra kvikmyndaleikara. 3. Því miður getum við ekki birt þetta lag að svo stöddu. Eins og gengur --! Ráðagóður náungi! Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- faugi kostar 5 krónur. Katrín Þorláksdóttir (við pilta 13— 15 ára, mynd fylgi bréfi), öldu- götu 31, Hafnarfirði. Arndís Óskarsdóttir (við pilta eða stúlkur á aldrinum 18—24 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Skagabraut 40, Akranesi. Kristín Óskarsdóttir (við stúlku 18 -—19 ára), Oddsstöðum, Lunda- reykjadal, Borgarfirði. Jón Beck Elbergsson (við stúlkur 13 17 ára, mynd fylgi bréfi), Grafar- nesi, Grundarfirði, Snæfellsnes- sýslu. Guðbjartur Kristján Jakobsson (við pilta eða stúlkur á aldrinum 25— 35 ára), Efra-Hóli, Staðarsveit, Snæfellsnessýslu. Guðrún Þórarinsdóttir (við pilt eða stúlku 14—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Suðurgötu 106 B, Akranesi. Álfheiður Eiríksdóttir (við pilt eða stúlku 14—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Suðurgötu 102, Akranesi. Nina Ólafsdóttir (við pilt eða stúlku 14-—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Sólmundarhöfða, Akra- nesi. Gísli Jónsson (við pilta eða stúlkur 14—16 ára, æskilegt að mynd fylgi), Fögrubrekku, Gjögri, Strandasýslu. . Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsimi 2526. Pósthólf 75. " .......... * Hreinar léreftstuskur keyptar háu verði. Steindórsprent h.f. BÍBLÍUMYNDIR 1. mynd: En maður nokkur, Símon að nafni, var fyrir í borginni, hann var töframaður og vakti undrun Samaríuþjóðarinnar og þóttist vera eitthvað stórt. . . . En Símon tók líka trú, og er hann var skírður, hélt hann sér stöðugt til Filippusar, og hann undraðist, er hann sá tákn og mikil kraftaverk gjörast. . . . Símon færði þeim fé og sagði: Gefið mér einnig þetta vald, til þess að hver sá, er ég legg hendur yfir, fái heilagan anda. 2. mynd: Og sjá, þar var elíópskur maður, hirðmaður og höfðingi hjá Kandake Elíópe-drottningu . . . Og hann var á heimleið og sat í vagni sínum, og las Jesaja spámann. 3. mynd: En Sál, sem ennþá blés ögnum og manndrápum gegn læri- sveinum Drottins, gekk til æðsta prestsins og beiddist bréfa af hon- um til Damaskus, til samkundanna, til þess, ef hann fyndi einhverja, þessavegar, hvort heldur karla eða konur, þá mætti hann fara með þá í böndum til Jerúsalem. En er hann á ferðinni var kominn í nánd við Dam- askus, leiftraði skyndilega um hann Ijós af himni, og hann féll til jarðar og heyrði rödd Jesú . . . 4. mynd: Maður nokkur var í Lesa- reu, Kornetíus af nafni, hundraðs- höfðingi í hersveitinni, er heitir hin ítalska . . . En er svo bar til, að _Pétur gekk inn, kom Kornetíus á móti 'honum og féll til fóta honum og veitti honum lotning. En Pétur reisti hann upp og sagði: Statt upp, ég er maður sem þú. íítjrefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, simi 5004, pósthcAf 356.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.