Vikan


Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 6

Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 6
6 „Setjið yður i spor stúlkunnar, ungfrú Lestrange. Ef hún er á lífi, hlýtur hún að vera á aldur við yður. Segjum, að hún sé einmana, sé orðin þreytt á að ráfa um án þess einu sinni að vita, hver hún sjálf er. Segjum, að hún þrái að liitta ættingja sína. Enda þótt hún sé uppalin á barnaheimili, eins og þér segið, getur Verið hún hugsi og hagi sér öðruvísi en skríllinn." „Má vera,“ svaraði Sally, „en í barnaheimili fyrir munaðarleysingja eru börnin alin illa upp.“ Lafði Mary hélt áfram og virti orð hennar að vettugi: „Við verðum að hverfa tuttugu og fimm ár aftur í tímann. Við bjuggum í Austurlöndum. Eiginmaður minn gegndi margs kyns virðingar- embættum, og hann kunni vel við sig þarna. Hann fór öðru hvoru í langa leiðangra og ferðaðist upp í meginlandið eða upp á fjöllin. Hann brann af áhuga á þjóðum, sem hinum menntaða heimi voru lítt kunnar. Hann dáði fommenningarverðmæti. Einn vinur hans, prófessor frá Oxford, átti þessi sömu áhugamál." Sally var strax ljóst, að þetta var prófessor Symn. „Þeir *Skiptust á orðsending- um á kynlegan hátt. Ég skildi aldrei, hvernig þeir fóru að því. Þessu var alltaf leynt fyrir mér. Stundum kom hlaupari með bréf eða skilaboð, og síðar komst ég að því, að orðsendingin hafði ver- ið stuttan tíma á leiðinni." Hún þagnaði stundar- korn. „Ég segi yður frá þessu, af því að ef til vill gæti það skýrt eitthvað fyrir yður. Austur- landabúar koma orðsendingum milli sín á kyn- legan hátt, þeir neyta einhvérra bragða, sem eru okkur gersamlega ókunn.“ Enn gerði hún hlé á. frásögn minni. „Fylgist þér með?“ Sally áræddi ekki að segja orð. '1 þess stað laut hún höfði til samþykkis. Hún hratt frá sér freistingunni, sem ásótti hana nú meir en nokkru sinni fyrr. Hún var hálfgert í öngum sínum. 1 þessari frásögn var eitthvað huiið, sem hún gat ekki komið auga á. Eitthvað, sem olli henni sárs- auka, og sársaukinn fyllti hana djúpum harmi, sem átti ekkert skylt við líkamann. Hún varð að beita öllum sálarstyrk sínum, til að leyna því, sem ólgaði fyrir brjóstinu. Mary hvikaði ekki augimum af henni og hélt frásögninni áfram. „Þegar maður minn var á æskuskeiði, bjó hann um nokkum tíma í Tíbet með prófessor Symn.“ Mary var svo niðursokkin í frásögnina, að nú nefndi hún það nafn, sem hún áður hafði leynt. „Það var áður en ég giftist honum. Ef þér hafið eirð til að hlusta á mig lengur, langar mig að segja yður dálítið frá dóttur minni. Hún fæddist í Austurlöndum og var strax efnileg. Við sáum undireins, að hún hafði erft eitthvað af hin- um furðulegum gáfum föður síns. Innfædda þjón- ustufólkið virtist skilja hana, án þess að hún segði nokkuð. Mér fannst, að það yrði ekki hollt fyrir hana að dvelja 5 Austurlöndum, svo að ég fór með hana heim til Englands. Sonur minn fæddist í Englandi. Hann var gjörólíkur henni. Hún kom ekki aftur til Austurlanda, fyrr en hún hafði lokið skólanámi. Ég var mjög einmana, þvi að maður minn var oft í reisum. Ég þráði, að vera í návist dóttur minnar. Ég unni henni mik- ið. Getið þér gert yður í hugarlund, hvernig mér varð við, þegar hún eftir nokkra mánuði bað um að fá að fara heim aftur. Það er allt, sem ég veit, nema hvað ég fékk bréf frá henni nokkr- um mánuðum síðar, þar sem hún sagðist vera gift og lifa hamingjusömu lifi. Meira hafði hún ekki af sér að segja. Hún sagðist þó vera með barni. Ég hélt heim og leitaði hennar um allt. Við fundum hana aldrei. Viljið þér nú segja mér áframhaldið, ungfrú Lestrange?" Sally hristi höfuðið. ,,Það þykir mér leitt. Ég get ekki sagt yður meira. Ég hef engu að bæta við það. sem ég þeg- ar hef sagt yður.“ „Segið heldur, a.ð þér viljið ekki segja meira.“ Sally hristi höfuðið aftur. ,.En fyrst þér viJjið ekki halda áfrarn með frá- sögnina. getið þér þá ekki að minnsta kosti sagt mér, hvernig þér vissuð, að þetta va.r dóttir min.“ Sally Jaut áfrarn i stóinum. „Þér slepptuð einhverju unöan í frásögininni, frú Mary.“ „Sleppti ég einhverju undan?“ Andlit Maryar varð hörkulegt. „Sleppti ég einhverju undan?“ . sagði hún aftur. VIKAN, nr. 19, 1950 „Já, en þér skuluð ekki segja mér meir í bráð. Bíðið augnablik." Sally lyfti hendiimi. „Hugsum okkur," sagði hún, ,,að dóttir yðar sé á unga aldri. Hugsum okkur, að hún unni manni nokkrum hugástum, og hún sé hrædd við að segja yður frá því. Hugsum okkur, að hún hafi komizt að því, að þér hefðuð ákveðið að gifta hana öðrum manni. Hugsum okkur, að móðir hennar vilja þröngva henni til að giftast þessum manni." „Ungfrú Lestrange, hverníg vogið þér yður að —" Sally lyfti höndinni til merkis um að hún skyldi þegja. „Ég segi þetta, af því að það er sannleikur. Ég er að segja frá því, sem þér slepptuð. Hún sagði yður, að hún gæti ekki farið að yðar vilja. En hún var lirædd við að skýra yður frá hinni raunverulegu orsök þess. Ef til vill var maður- inn, sem hún elskaði, el<ki úr hennar eigin stétt, eða þér álituð hann ekki vera henni samboðinn þjóðfélagslega — ef til vill var hann einungis fátækur. En við skulum hugsa okkur, að við- skilnaðurinn hafi verið sársaulíafullur, og við skulum hugsa okkur,“ — tal Sallyar varð að hvísli — „að hún hafi farið á braut, sem hún síðar iðraðist sáran að hafa gengið." Frú Mary laut fram og tók fast um stólbrík- umar. Sally hélt áfram, án þess að veita henni nokkra athygli. „Ef til vill hefur hegningarleiðangur verið send- ur skömmu síðar inn í landið. Þess eru ekki fá dæmi, að lítill hópur manna hafi verið settur á land af herskipi og komið fáliðaðri til baka ■— þeir hafa ef til vill misst ungan Jiðsforingja og nokkra óbreytta hermenn — og fall þessa manns verið óbætanlegt ungri stúlku, sem beið eftir þeim, sem átti að standa við hlið hennar og hjálpa til að bera þá byrði, sem þau bæði áttu sök á.“ Sally Jeit nú framan í frú Mary og þagnaði. „Við gerum okkur þetta aðeins í hugarlund, frú Mary," sagði hún. „Haldið þér áfram — lialdið þér áfram að hugsa yður, hvernig þetta muni Jiafa verið.“ Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: „Getur húsbóndinn ekki sent einhvem annan?‘“ Skrifstofustjórinn: „Þér heyrðuð hvað ég sagði'. Þér verðið að fara í fyrramálið -—- Ég hef ekki öðrum en yður á að skipa. Reynið ekki að hreyfa neinum mótbárum!" Maðurinn: „Hvaða ósköp er að sjá þig? Það er eins og þú eigir að vera við þína eigin jarðarför." Pabbinn: „Reyndu ekki að vera fyndinn. Ég hef aldrei á æfi minni átt jafn bágt.“ Pabbinn: „Hvernig get ég sagt Mamman: „Líkar skrifstofustjóranum ekki lengur við Mamman: „Hvenær kemur þú heim, ef þú ferð i fyrra- eJsku litlu konunni minni og barn- þig? Hann hefur aldrei fyrr sent þig úr bænum!" málið?“ inu þessil sorgartíðindi? En ég Pabbinn: „Þetta verður í fyrsta skipti, sem ég verð Pabbinn: „Ekki fyrr en klukkan ellefu annað kvöld.“ má til.“ að vera i burtu frá þér. ástin mín. — Ég get ekki hugs- að til þess. — Heldur þú að þú munir sakna mín.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.