Vikan


Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 4

Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 19, 1950 Mesta peningafölsun Norskur prentari, sem vann við mestu peningafölsunargerð, er átt hefur sér stað, gengur nú um sem frjáls maður. Hann verður ekki krafinn ábyrgðar á þessu refsiverða athæfi, þar sem hann vann að peningafölsuninni sem fangi Þjóðverja í Sachsenhauser. Prentari þessi er 46 ára og á heima í Oslo. Þjóðverjar fölsuðu marga milljarða króna, eða réttara sagt, enskra punda. Það voru Gyðingar, er látnir voru vinna að þessari miklu peningafölsun, og átti vitanlega að lífláta þá alla, er verkinu væri lokið. Moritz Nachtstern var einn þeirra. 1 bókinni „Peningafölsun í fangabúð 19“, sem Nachtstern og Ragnar Arntzen hafa samið, er greinilega sagt frá þessari gíf- urlegu peningafölsun. Um þessar múndir flæða fölsk pund og dollarar yfir Evrópu og Suður-Ameríku.- Er álitið að seðlar þessir séu prentaðir með tækjum þeim, sem. notuð voru í „Blokk 19“. En þennan stað hafa menn nefnt gullnámu Hitlers. Tækin hafa vafa- laust komist í hendur alþjóðaglæpamanna- félags. Og er nú allt reynt til þess að hafa hendur í hári peningafalsaranna. Þjóðverjar fluttu h. u. b. 700 Gyðinga frá Noregi 26. nóvember 1942, með skip- inu „Donau“. Einungis sjö þessara manna komu aftur til Noregs. Moritz Nachtstern prentari var einn þeirra. Þegar Gyðingarnir, frá Noregi, komu til Póllands, var konum og börnum ekið til gasklefanna og tekin af lífi. Karlmenn- irnir áttu að þræla þar til lífskraftar þeirra þrytu. 1 Auschwitz voru flúruð fanganúmer á handleggi þeirra. Þessu fylgir all mikill sársauki. Fangi sá, er stóð næstur fyrir framan Nachtstern, í röðinni, varð dálítið smeykur, og gekk eitt skref aftur á bak. En þetta varð til þess, að Nachtstern fékk númer það, sem hinn fanginn átti að fá. Þessi tilviljun leiddi til þess, að Nachtstern var látinn í „Blokk 19“ í Sachsenhausen og komst lifandi heim aftur. Báðir voru menn þessir prentarar. En er Þjóðverjar, tveim mánuðum síðar, kröfð- ust sjö prentara, fóru þeir eftir númerum fanganna. Og sjöundi maðurinn í röðinni var Nachtstern. Hann var eini Norðmað- urinn, sem tekinn var í peningafölsunar- vinnuna. * Áður en Nachtstern fór að vinna í Sachenhausen, hafði hann, og aðrir norsk- ir Gyðingar, verið í Austur-Póllandi, í svo- nefndum vinnubúðum fanga. Þar höfðu þeir kynnzt harðýðgi Þjóðverja og kyn- flokka- eða Gyðingahatri. Þegar Nacht- stern kom til Sachsenhausen var hann því all mikið af sér genginn. Hann hafði feng- ið kýli. En reyndi að losna við að fara á sjúkrahús. Ef senda þurfti Gyðing mannkynssögunnar. á sjúkrahús, þýddi það sama og dauðann. Allir veikir Gyðingar voru brenndir. Nachtstern fékk hnefastórt kýli á lærið, og neyddist þá til þess að fara á sjúkra- hús. Samtímis fóru ellefu aðrir Gyðingar þangað til þess að fá bót meina sinna. Enginn þeirra kom aftur. Læknirinn var Pólverji. Hann hafði komið til Skandi- navíu. Og er hann frétti að Nachtstern væri Norðmaður, gerði Pólverjinn skurð- aðgerð á honum, læknaði hann, og lét ekki taka hann af lífi. Það var í marz 1943, að Nachtstern og sex aðrir prentarar, voru látnir í „Blokk 19“ í Sachsenhausen. Helmingur „blokkar- innar“ var gerð að prentsmiðju, mjög full- kominni. Þýzkur foringi tók seðil, sem lá á borð- inu, og spurði fangana, hvort þeir vissu hvað þetta væri. Allir þekktu þeir, að þetta var enskur peningaseðill. Foringinn spurði hvort seðillinn væri ekta. En þeirri spurningu gat enginn svarað. Vanþekk- ingin féll í góða jörð. SS maðurinn trúði þeim fyrir því, að þeir ættu að fá að vinna við það, að búa til stóra hauga af þvílík- um seðlum. „Við höfum þegar unnið stríðið," sagði hann. „En við verðum einnig að eyðileggja fjárhagsafkomu Englands og skapa verð- .bólgu og öngþveiti.“ Hann bætti því við '■oiiiiMiiiiiiiniiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiim | VEIZTU -? I i 1. John Paul Jones, hetja í sjóliði Banda- É ríkjanna, var ekki amerískur ríkis- \ borgari, stjórnaði ekki flota ame- 5 rískra skipa og nafn hans var ekki | Jones! Getið þér skýrt þetta? | 2. Hvað heitir þjóðflokkurinn, sem býr | í héruðunum innst við Biskayaflóa á | Spáni ? \ I 3. Hvað er „skollakoppur" ? | 4. Hvenær uppgötvaði Chr. Huygens jj hringinn í kringum Satúrnus? = 5. Hvert er flatarmál Monaco? | 6. Hverrar þjóðar er tónskáldið Granville \ Bantock og hvenær er hann fæddur? ; | 7. Hve margir Færeyingar eru á þingi j | Danmerkur ? | É 8. Hve breitt er Eyrarsund, þar sem það i er mjóst? I 9. Hvort tungumálið er eldra gríska eða | latína ? : I 10. Hver er stærsta eyja heimsins og hve í I stór er hún? Sjá svör á bls. 14. = að úr prentsmiðjunni lægi aðeins ein leið, n. 1. í líkbrennsluofnana. Upp á vegg var sett svohljóðandi viðvörun: „Sá, sem fremur hér skemmdarverk, eða gerir til- raun til þess að hafa samband við nokkurn utan prentverksins, mun af lífi tekinn.“ I fyrstu unnu 26 menn í prentverkinu, allt Gyðingar frá ýmsum löndum. Sumir þessara manna voru Þjóðverjar, sem höfðu tíu ára fangabúðavist að baki. Prentsmiðjan, sem prentaði þessa fölsku seðla tók til starfa um jólaleytið 1942. En það var ekki fyrr en í marz 1943, að fram- leiðsla falskra seðla varð stórfelld. Vísindaleg peningafölsun krefst mik- ils undirbúnings. Og Þjóðverjar gengu að þessu verki með sinni alkunnu vandvirkni og nákvæmni. Þeir höfðu beztu tegundir prentvéla, og plöturnar, sem seðlarnir voru prentaðir á, voru hrein listaverk. Þær voru hárnákvæmar. Öll leynileg merki, sem eru á enskum seðlum, voru nákvæmlega stæld. Númer, bókstafir og ártöl voru svo vel gerð á fölsku seðlunum, að ómögulegt var að greina á milli ekta seðla og falsaðra. Hvaða pappír .skyldi nota, olli þýzku sérfræðingunum mestra heilabrota. Pappír þarf mjög að vanda, er falsa skal peningaseðla. I marz 1943 Var pappírs- vandamálið leyst. Þó var pappírinn, sem búinn hafði verið til, ekki nákvæmlega eins og „Bank of England" notar til seðla- gerðar. En falski pappírinn var mjög lík- ur þeim enska. Öll vatnsmerki voru ná- kvæmlega stæld og sett á rétta staði. Papp- írinn var búinn til í Vestur-Þýzkalandi, og framleiddur í örkum, 40x50 cm. að stærð. Ur hverri örk mátti búa til fimm eða tíu punda seðla. I upphafi fékk prentsmiðjan vikulega tíu kassa af pappír, og voru 100—150 kg. í hverjum kassa. I fyrstu voru aðeins fimm og tíu punda seðlar prentaðir. Síðar voru svo tuttugu og fimmtíu punda seðlar falsaðir. Þjóð- verjum kom ekki til hugar að fást við föls- un eins punds seðla. Fölsku seðlarnir voru merktir með ár- tölunum 1931—39. Svo varð að sjá um að þeir litu út eins og þeir hefðu gengið manna á milli. Fangarnir gerðu margar tilraunir til þess að láta seðlana fá „elli- mörk“. Þjóðverjar voru vandlátir í þessu efni. 1 fyrstu tróðu fangarnir á seðlunum. Svo brutu þeir þá saman og þvældu þá. En Þjóðverjarnir öskruðu og sögðu, að svo óhreinir væru enskir seðlar ekki. En að lokum tókst að gera seðlana eðlilega elli- lega. Mörg títuprjónagöt voru gerð í horn seðlanna. Því fleiri, sem seðillinn var eldri, samkvæmt ártalinu, er á honum stóð. Enskir bankamenn hafa haft þann sið, að hefta marga seðla saman með títuprjónum. Seðlarnir voru bornir saman á ýmsan hátt, og vöðlað saman. Síðast voru þeir gerðir sléttir og pressaðir í handpressu. Stjórn- in í Berlín varð að lokum ánægð með fölsku seðlana. Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.